Tekst
Video
Spil og leg
Konkurrence
Lydindspilning
Opgave
Lærervejledning

Glemt password?

Læringsmål

{{learningObjectiv.description}}

Opgaven er nu afleveret

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Kommentar

Opgaver

{{assignment.Comment}}

Stormur

Klassetrin: Gymnasiale udd. Fag: Dansk Læringsfokus: Nordisk litteraturforståelse Tema: Nyere nordisk realisme Emne: Islandsk Type: Tekst

(ÚTDRÁTTUR)

STORMUR

Þótt ég hafi verið lægstur í skólanum á „fullnaðarprófi“ eins og það hét í þá daga prófið sem maður tók upp úr tólf ára bekknum, þá hrósaði kennarinn bara tveimur í kveðjuræðunni til bekkjarins, dúxinum og mér. Dúxinn var stelpukjáni, Addí, ég held hún sé barnalæknir núna, auli ... Hún var með eitthvað tæpa tíu, allir aðrir með yfir átta og níu því þetta var í kaþólska skólanum, hann var svo fámennur og fáir í bekk og standardinn langtum hærri en annarsstaðar, og svo ég sem var lufsast með sjö eitthvað, og reiknaði svona heldur með því ég væri álitinn skömm fyrir skólann, – en kennarinn þakkaði með öllum þessum venjulegu væmnu orðum núþegar skiljast leiðir, hrósaði svo Addí fyrir sinn árangur, „og svo er einn maður sem á sérstakt hrós skilið og það er Eyvindur hérna; það er drengur sem hefur náð ótrúlegum árangri þrátt fyrir erfiðar aðstæður, þessi árangur ber gáfum hans og hæfileikum fagurt vitni, og ef hann heldur áfram á þessari braut ætti hann geta forðast ýmsar gildrur og hættur á lífsins leið ...“

Auðvitað þótti manni vænt um þetta á sinn hátt, manni hafði svosem ekki verið hrósað fyrir hæfileika fyrr, nema í hæsta lagi í handboltanum, og ekki fyrir gáfur! En mest var ég hissa á menn væru eitthvað pæla í mínum aðstæðum, mínum bakgrunni, ég reyndi gera sem minnst úr því þarna í skólanum, maður auðvitað skammaðist sín fyrir sitt hyski, aldrei gat maður boðið í afmæli og svona eins og aðrir krakkar, út af fyllibyttunum og þessu helvítis pakki sem eigraði inn og út, það var auðvitað notalegt heyra þennan kennara hrósa sér, eins og honum væri í alvörunni eitthvað annt um mann ...

Þetta var ekki slæmur kall, þvert á móti kannski, það mátti hafa gaman af honum, hann reyndi vera vinur okkar nemendanna, fylgdist vel með öllum, reyndi gera leik og gaman úr öllu; náði til krakka, hafði lag á vera einn af þeim. Ég man þegar við fengum einu sinni einhverja nýja málfræðibók þá sagði hann: „Ég veit það fyrsta sem þið gerið krakkar mínir eftir hafa blaðað í þessari bók er grýta henni út í horn. En geriði mér einn greiða krakkar mínir: skríðiði út í hornið og sækið hana!“ Hann átti víst sína djöfla draga frétti ég síðar, konan stakk víst af með Kana, upp úr þurru; einn daginn var víst bara miði á eldhúsborðinu, er flutt til Ameríku, kær kveðja, mamma – kallinn eftir með eitthvað fjögur fimm börn, og hann sjálfur svona gúdd-tæm gæi, datt íða og rúntaði þá um í leigubílum og var blúsaður og kósí; staupaði sig á vasapela og fílósóferaði við bílstjórann – en hélt samt saman heimilinu, kenndi og kenndi. Hann var rosalegur nikótínisti, það kom alltaf reykur út úr honum fyrstu mínúturnar í hverjum tíma, kaldar reykjarleifar á meðan lungun voru hreinsa sig eftir frímínútusmókinn. Ég man einu sinni, í heilsufræði held ég, þegar kom kaflanum um reykingar, þá sagði hann svona með sinni viskíkamel-rödd: „Ég veit þið munuð hugsa sem svo: ekki ætlar þessi kall fara vara okkur við reykingum! Því eins og þið vitið er ég ekki barnanna bestur í þeim efnum. En ég ætla gera eina tilraun fyrir ykkur.“ Svo þreifaði hann í jakkavasann eftir velktum kamelpakkanum og ronsonkveikjara, dró vasaklút upp úr brjósvasanum, fór svo fram í gættina og skimaði og hlustaði á ganginum, vildi ekki skólastjórann eða yfirkennarann óvænt inn á sig meðan á tilrauninni stæði. Svo opnaði hann glugga upp á gátt, kveikti í rettunni, dró þykkt reykjarský ofan í lungun, og blés því svo út í gegnum hvítan vasaklútinn – þá kemur svona tjörublettur í hann eins og menn vita. Svo ætlaði hann skutla logandi sígarettunni út um gluggann, en ég tók eftir því þá var eins og hann stífnaði upp, hann réð ekki við sig, gat ekki fengið af sér henda frá sér svona nýtendraðri rettu, svo eldsnöggt dró hann risasmók ofan í lungun, svo annan og svo annan, sígarettan hreinlega fuðraði upp og kallinn orðinn gersamlega reykmettaður og eldrauður í framan þegar hann á endanum skaut glóandi stubbnum út á planið og þá gat hann loksins snúið sér því sýna okkur tjörublettinn í vasaklútnum; við þyrptumst honum, sjáiði bara! sagði hann og hélt út klútnum á milli skjálfandi tóbaksgulra fingranna og var andstuttur reyna hósta upp reykjarkófinu svo lítið bæri á; hinir krakkarnir í bekknum sögðu bara: Vá! Tjaran maður! Sáu ekkert nema niðurstöður þessarar merku tilraunar um eitraða tjöru í tóbaksreyk, en mér þótti bara merkilegt horfa á þessa innlifuðu tóbaksnautn þarna í glugganum; kennarinn okkar góði var ekkert skárri með það (heldur) en fyllibytturnar og rónarnir sem æddu inn og út um dyr míns æskuheimilis hvenær sem var sólarhringsins.

***

Mamma var af bændaættum, sæmilega stöndugum, og hún fékk meðalstórt býli á Suðurlandi í arf því foreldrar hennar voru rosknir þegar hún fæddist og hún átti ekki systkini. Hún ólst upp í sveitinni en var svo send til Reykjavíkur á húsmæðraskóla eða eitthvað og kynntist þar ljúfa lífinu held ég og fór eiginlega aldrei í sveitina aftur. Það var sagt vera töluvert hryggbrot fyrir „ömmu og afa“ sem ég hefði líklega átt kalla svo ef ég hefði einhverntíma kynnst þeim. En það var víst hinsvegar enn meira hryggbrot fyrir mömmu sjálfa uppgötva þarna á árunum einhverntíma í kringum tvítugt hún væri ekkert dóttir foreldra sinna heldur ættleidd. Það varð henni svona hræðilegt áfall, þótt mér tækist einhvernveginn aldrei koma því heim og saman hvað var svona hræðilegt við það. Þetta voru þeir einu foreldrar sem hún hafði kynnst. Og þau höfðu víst alltaf reynst henni vel! Hvað er þá málið? Að hún hafði í rauninni átt einhverja aðra foreldra, sem hún aldrei fékk neitt vita hverjir voru? Hvernig sem hún rannsakaði málin. Eða svo sagði hún mér seinna meir. Uppúr þessu voru mörg ár í djamminu og allskonar rugli skildist mér, þá eignaðist hún barn og lagðist í hræðilegt fæðingarþunglyndi svo það var gefið, ættleitt af einhverju góðu fólki úti í bæ; sjö árum eldri hálfbróðir minn. Þetta varð henni held ég alstærsta áfallið í lífinu, hafa gefið frá sér barnið sitt rétt eins og hún sjálf hafði verið gefin á brott frá sínum eigin foreldrum, og seinna meir braut hún allar reglur og samninga í einhverjum maníuköstum og fór hafa samband við drenginn, hálfbróður minn. En áður kynntist hún föður mínum. Hann hafði alist upp hjá einstæðri móður, henni ömmu heitinni; hún vann í þá daga í bakaríi og reyndi setja strákinn til mennta, í Iðnskólann fór hann víst en þar undi hann ekki og skipti yfir í Myndlistarskólann en náði engri fótfestu þar heldur, fór vinna sem þjónn á Hótel Borg. Trúlofaðist og giftist en skildi aftur þegar hann kynntist mömmu. Hún kom á Borgina í bjartsýniskasti og stráði um sig peningum, nýorðin eigandi heillar jarðar austur í sveitum. Leist svona vel á þjóninn. Og þau giftust. Og eignuðust mig. En fljótlega eftir það kom á daginn faðir minn var orðinn veikur, með einhvern sjaldgæfan lömunarsjúkdóm, einhvern vírus held ég sem leggst á einn af hverjum áttatíu þúsund upp úr venjulegri flensu, og hann fór á spítala og Reykjalund og þar man ég óljóst eftir honum, fölum og guggnum, sitjandi sloppklæddum í hjólastól og klappandi mér á vangann hágrátandi. Hann dó þegar ég var fimm ára. Þá átti ég bara mömmu eftir, og ömmu sem reyndist mér haukur í horni, mömmu pabba heitins.

En þessi fyrstu ár ævi minnar, þegar mamma hafði um okkur tvo sinna, mig og sjúklinginn föður minn, voru hennar bestu ár. Hún fékk semsé heilmikinn arf eftir kjörforeldrana og notaði peningana til koma sér upp blómabúð með allskonar gjafavörum, og þetta rak hún af krafti, við eignuðumst íbúð og mamma var alltaf á spani, harðdugleg og reglusöm og mér leið vel. Því þótt mamma hefði ekki alltaf tíma til sinna mér þá var ég bara hjá ömmu sem elskaði mig og fordekraði; ég gekk henni í sonarstað eftir einkasonur hennar hvarf af sjónarsviðinu. Og á þeim árum bar lítið eða ekkert á geðsveiflunum sem mamma hefur lengst af lífsins átt viðað stríða, þunglyndinu og öllu sem því tilheyrir. En svo varð hún ekkja. Og þá fór halla á ógæfuhliðina. Hún fór drekka og éta pillur. Ekkert þannig skaðaði mig stórlega fyrst um sinn, ég gat alltaf farið til ömmu ef hún ætlaði út skemmta sér“ – en svo kynntist hún nýjum manni, þeim svaðalega Halla Hörrikein, sem aldrei skyldi verið hafa. Hann var inni á gafli hjá okkur næstu árin, á milli þess sem hann sat í steininum eða mamma mannaði sig upp í henda honum út og siga á hann lögreglunni og sverja og heita þessi maður kæmi aldrei framar inn fyrir hennar dyr og lofa mér því í óspurðum fréttum værum viðlaus viðhann úr okkar lífi, því á þeirri stundu var hún bjartsýn, enda í uppsveiflu úr þunglyndiskasti, jafnvel á þeim punkti þegar hún var eðlileg, í jafnvægi; og þótt ég segi sjálfur frá þá hef ég aldrei hitt skemmtilegri, betri eða meira sjarmerandi konu en hana móður mína á þeim augnablikum þegar hún var hvorki of hástemmd eða of þung. En svo sigldi hún upp úr jafnvæginu og þá fór hún ruglast og seinna hrundi allt með braki og hún varð eins og skjálfandi laufblað og hafði ekki uppburði í sér til neins nema reykja sígarettur sloppklædd í rökkvaðri stofunni, og þá fann Halli alltaf leiðina til hennar aftur; hún sagði mér það væri lífskrafturinn í þessum stóra svola sem væri eins og dóp á sig, hafa hann nálægt og allan þann gust sem af honum stæði forðaði sér frá algerri örvæntingu, og viðþetta mátti maður búa.

Halli var svosem ekki versti skíthæll í veröldinni, það er best ég viðurkenni það, hann var til dæmis aldrei staðinn ofbeldi eða fautaskap svo ég vissi til og fékk aldrei neina dóma fyrir slíkt. Hann var bara siðlaus svindlari og þjófur, jafnvel melludólgur – því hann var held ég fyrsti maður á Íslandi sem var dæmdur fyrir slíkt, þá eitthvað um tvítugt og búandi í Keflavík. Þar var hann búinn taka hús á leigu og sanka sér einhverjum smámellum og svo seldi hann Ameríkönum af Vellinum aðgang húsinu. Og fékk semsagt dóm fyrir vera pimp. Sat svo inni einhverja mánuði. „Eftir það varð ekki aftur snúið!“ heyrði ég hann margoft segja um það. „Þegar ungur maður er lokaður inni í fangelsih, þá er darraðardansinn hafinn!“ sagði hann oft. Og var alltaf jafn hryllilega sár yfir hafa fengið þennan dóm. „Því það eina sem ég gerðih, það var halda partíh!“ Hann hélt því semsagt fram hann hefði bara haldið partí ungra manna sið. Og Ameríkanarnir hefðu bara hjálpað honum með húsaleiguna og rafmagn og hita og svona. En dómsorðið var, og það kunni hann utan eins og svo margt sem snerti reglur og lagaþvarg, hann hefði „haft léttlyndi ungra stúlkna féþúfu“. Sem er helvíti skemmtilega orðað. Gefum dómurunum það.

Halli var semsé fyllibytta og lifði á ávísanafalsi og braski með þýfi og á eftir honum var alltaf stóð af glæpamönnum, allskyns pakki, skuggalegum mönnum í bland. Inni á heimili mínu. Það var verða helsta glæpabæli borgarinnar; ég átti eftir vakna við það lögreglan var komin inn í húsið til handtaka eftirlýsta menn um miðjar nætur; ég átti eftir finna þýfi í sokkaskúffunni minni þegar ég var klæða mig fyrir skólann á morgnana – ellefu ára gamall skólapiltur. Nágrannar kvörtuðu stöðugt og það var reynt flæma okkur burt, en mamma átti íbúðina svo við höfðum nokkuð sterka vígstöðu – og þar auki var Halli Hörrikein eins og albesti lögfræðingur, hann gat romsað upp úr sér Lögreglusamþykkt Reykjavíkur og allskyns réttindum og skyldum húseigenda og forráðamanna íbúðarhúsnæðis; einu sinni kærðu okkur eigendur næsta húss, þar var tannlæknastofa í nýlegri viðbyggingu, og þegar Halli fór athuga málið kom á daginn viðbyggingin var nær okkar lóðamörkum en svo löglegt gæti kallast – tannlæknarnir féllu á endanum frá sínum kærum og neyddust til borga mömmu stórfé fyrir hún höfðaði ekki mál á hendur þeim. Það var önnur íbúð í húsinu, í kjallaranum, og fólkið þar flúði og seldi en enginn vildi kaupa nema á endanum Borgin sem fór setja þangað inn hálfgert utangarðsfólk sem Félagsmálastofnun hafði á sinni könnu. Verst varð þó ástandið þegar Borgin setti þar inn brjálaða kellingu, pýróman, sem var kölluð Brennu-Ella og bar eld öllu lausu og föstu í æðisköstum, eins og til dæmis gardínunum heima hjá sér – niðri hjá okkur – og stundum munaði ekki nema hársbreidd manntjón yrði þegar logarnir tóku leika um húsið heima. Það var þá sem rann upp fyrir mömmu unglingurinn ég gæti ekki búið viðþetta og kom mér eiginlega fyrir hjá ömmu. Síðar missti mamma reyndar íbúðina því Halli var búinn veðsetja hana fyrir lánum sem hann borgaði aldrei krónu af. Sjálfur fékk hann sykursýki ekki löngu seinna og þessi tæplega tveggja metra, hundrað og fimmtíu kílóa maður varð eins og snúrustaur í laginu og hætti geta drukkið og í dag veit ég ekki hvort hann er lífs eða liðinn og er reyndar fjandans sama. Mamma er búin vera inn og út af hælum síðustu fimmtán árin, hefur þó eitthvað verið lagast í seinni tíð, á litla stúdíóíbúð og hefur einhverja vinnu í gegnum geðbatteríið.

 

JÓN SAMSKONARSON

Ég man hugmyndin kom upp úr því menn voru eitthvað ræða það á ritstjórnarfundi á forlaginu hvað það gæti verið sniðugt láta hreinlega búa til verk, skáldsögur og þessháttar, í stað þess sitja bara eins og dæmdir menn og bíða eftir því hvað bærist inn á borð ritstjóranna. Af hverju erum við ofurseldir duttlungum allskyns misviturra skáldfugla; allskyns rugludalla og letihauga, ha, og svo er þetta gjarnan drykkfellt í ofanálag? „Af hverju,“ sagði einn af ritstjórunum „getum viðekki bara ákveðið við viljum eina svona bók fyrir haustið – til dæmis tvær sögulegar skáldsögur, ha?, þrjár glæpasögur, eina nútímasögu, eina unglingabók, eina sem er sérstaklega skrifuð fyrir, segjum, húsmæður, og svo kannski eina ljóðabók!“

„Til hvers ljóðabók?!“ sagði markaðsstjórinn og allir hlógu, en Guðsteinn, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem er andvaka minnsta kosti einu sinni í mánuði út af virðisaukaskattsskilum, hann fékk blóðbragð á tunguna þegar hann heyrði þessar vangaveltur, og hann reis upp til hálfs í sætinu, veifaði penna, losaði örlítið um bindið (eini maðurinn með bindi á ritstjórnarfundunum) og sagði: „Nei, í alvöru krakkar, af hverju getum viðekki gert eitthvað svona? Í alvöru! Mér var kennt það í skóla einn mikilvægasti þátturinn í öllum fyrirtækjarekstri væri skipuleggja framleiðsluna. Þetta ætlum viðað búa til, þetta ætlum viðað selja! Ég hef verið í málningarfyrirtæki. Áður en ég kom hingað var ég í gosdrykkjunum. Og við skipulögðum framleiðsluna! Löguðum hana þörfum markaðarins! En hérna sitjum viðbara eins feitu strákarnir á böllum og það er dömufrí! Er það furða þótt maður sé verða gráhærður og á barmi taugaáfalls!“

Allur fundurinn hló, nema Guðsteinn sjálfur og það var aðeins óþægilegt, maður gat næstum haldið hann hefði meint þetta síðasta. Hláturinn dó út og þögnin varð aðeins vandræðaleg; framkvæmdastjórinn sneri sér frá og hóstaði, dálítið rauður í framan, menn fóru óttast hann væri kannski í alvöru missa heilsuna.

Barnabókaritstjórinn, elskuleg og klár kona, klappaði honum á handarbakið og sagði: „Svona væri það auðvitað í þeim heimi sem er bestur allra heima, en við lifum víst ekki í honum.“

Nú ræskti sig strákur sem var nýbyrjaður í kennslubókunum; við höfðum verið pæla í því gera það nokkurskonar háskólaforlagi – þetta var eldklár hámenntaður náungi, það vissu allir, en greinilega dálítið feiminn því hann sagði sjaldnast neitt, þessvegna hlustuðu allir á hann ræskja sig og taka til máls: „Ja, hver segir heimurinn sé svona eins og við höldum hann vera? Það er kannski enginn vandi plana betur framleiðsluna, panta bækur! Maður hefur svosem heyrt dæmi þess það hafi verið gert með góðum árangri.“

Allur fundurinn mændi á hann. Þetta var fríður maður með hrokkið hár fram á ennið, kringlótt gleraugu, leiftrandi augnaráð – svona maður af því tagi sem í öllum bíómyndum væri látinn leika unga eldklára og dálítið eitraða menntamanninn. Svo enginn sagði neitt, menn bara mændu á hann í spurn.

„Ja, eins og þarna ameríska metsölubókin, „Brýrnar í Madisonsýslu“ – „Bridges of Madison County“ – hún er sögð vera árangur einhverra markaðsrannsókna.“

 Þarna á fundinum sat góðkunningi íslenska þýðandans. Ég fann strax það gat verið eitthvað óþægilegt í uppsiglingu, enda sagði þessi góðkunningi strax og með dálitlum fyrirlitningartón: „Jú, ég man þetta heyrðist einhverntíma, en var það ekki bara einhver flugufregn úr einhverju slúðurblaði sem var rekin öfug ofan í það aftur?“

 „Jújú, það getur svosem verið,“ sagði ungi maðurinn í kennslubókunum – hann heitir Bergur – „en eins og ég heyrði eða las um þetta þá hljómaði það ekki eins og einhver vörusvik og prettir heldur þvert á móti, eitthvað alveg brilljant sem forlagsbransinn í heild gæti lært af.“

Kunningi þýðandans ætlaði eitthvað fara malda í móinn, en Guðsteinn framkvæmdastjóri þaggaði niður í honum, var aftur farinn veifa pennanum, búinn afhneppa efstu skyrtutölunni og losa betur um bindið. „Lát heyra,“ sagði hann við Berg, „lát heyra!“

„Já, eins og þetta var útlistað fyrir mér,“ sagði hann, „þá lét eitthvert bandarískt forlag gera rannsókn á því hvaða þjóðfélagshópur keypti flestar bækur og hvernig bækur hann vildi helst kaupa. Og niðurstaðan var sú stærsti hópurinn væri konur, giftar konur nánar tiltekið, á aldrinum þrjátíu til sextíu, og þeirra draumabók væri um konu ekki ósvipaða þeim sjálfum, sem ætti einhverjar rómantískar stundir, upplifði ástina, en nyti samt sem áður öryggis og friðar fjölskyldulífsins. Jæja, svo var bara heilastormur á ritstjórnarfundi eins og þessum, og niðurstaðan var sú láta gera um svona konu; ég held hún sé bóndakona, vel stæð bóndakona, á stórbýli semsé; dáldið svona suðurríkjarojaltí, – hún er nálgast miðjan aldur en varðveitir enn æskuþokkann. Svo eina helgi, á meðan bóndinn og börnin eru á landbúnaðarsýningu í næsta fylki, þá kemur ókunnur ævintýramaður á svæðið; einhleypur heimsmaður, sólbrúnn og hraustlegur, sem er í því verkefni ljósmynda brýrnar í sýslunni. Og auðvitað takast með þeim hamslausar ástir, sem standa alla helgina eða vikuna eða hvað það var, nema hann þarf fara á brott á vit annarra ævintýra, ljósmynda fjöllin í Tíbet eða eitthvað, um það bil sem fjölskyldan er væntanleg heim á ný. Og ástarævintýrið búið, nema hvað hún hafði gefið honum eitthvert hálsmen, kross eða nisti eða eitthvað, og seinna þegar kemur mynd af þessum manni í tímariti þá sér hún hann er enn með það um hálsinn. Svo var bara sett saman einhver ritnefnd í búa til svona bók.“

„Sko! Þetta er áferðarfalleg kenning,“ sagði sem þekkti íslenska þýðandann, „nema hvað hún fellur gjörsamlega á einu ...“

„Bíddu, bíddu,“ sagði Guðsteinn framkvæmdastjóri; „ég verð heyra meira um þetta, mér finnst þetta hljóma alveg brilljant, þetta er eitthvað það besta sem ég hef heyrt hér á þessum ritstjórnarfundum, – hvernig fór?! Þú veist, varð þetta ekki frægt, mig minnir ég hafi hreinlega séð einhverja svona bíómynd eins og þú ert lýsa. Getur það verið?“

 „Jájá,“ sagði hinn ungi og gáfaði Bergur, „bókin kom út og varð rosa bestseller og svo var hún kvikmynduð með Meryl Streep og Clint Eastwood.“

„Jahá, jahá,“ sagði Guðsteinn framkvæmdastjóri, en sneri sér svo þeim sem kannaðist við íslenska þýðandann, „þú veist eitthvað meira um þetta mál, fyrirgefðu, ég greip víst fram í fyrir þér.“

„Ég ætlaði bara segja það kenningin hrynur á því bókin var ekki skrifuð af einhverri ritnefnd heldur af höfundi sem ég hef séð myndir af og margir hafa hitt.“

„Ókei, þú hefur séð mynd af höfundinum og ég líka, en ertu svo viss um margir hafi hitt hann?“ sagði Bergur.

„Hann heitir James Jackson Weller eða eitthvað slíkt, og hefur skrifað fleiri bækur.“

 „Já einmitt, James William Weller eða eitthvað svoleiðis, svona leikaranafn eða jafnvel kúrekanafn, en eins og ég heyrði teoríuna þá var bara einhver náungi ráðinn til leika höfundinn, eða bara öllu heldur til sitja fyrir sem höfundurinn. Því fólk vill hafa höfund, einhvern sem það gæti trúað hafi sjálfur lent í svona ævintýrum – hver vill kaupa bók eftir einhverja ritnefnd? Svo það var fenginn einhver svona sætur miðaldra kall, auglýsingafyrirsæta, hafði áður auglýst gallabuxur og Wrangler skyrtur, nema það hafi verið kamelsígarettur, ég man það ekki svo glöggt.“

Guðsteinn framkvæmdastjóri var orðinn dreyminn á svip. „Brilljant,“ tautaði hann, „algerlega brilljant! En hvað segirðu, hefur enginn hitt manninn? Það gæti versnað í því ef einhver auglýsingagína á fara ræða á alvarlegum nótum um bókmenntir. Ég meina, ég get það varla sjálfur án þess gera mig fífli, og á þó heita framkvæmdastjóri yfir stóru bókaforlagi!“

„Já hvað segirðu um þetta?“ sagði sem þekkti íslenska þýðandann og horfði örlítið beiskjulega á hinn unga Berg sem algerlega hafði stolið senunni á fundinum.

„Það er kannski það alsnjallasta í þessu öllu,“ sagði Bergur, „ þeir ákváðu gera hann einum af þessum sérvitru höfundum, þið vitið, sem neitar fara í viðtöl, neitar fara á ráðstefnur, finnst öll svona rithöfundaþing og bókmenntahátíðir vera bara húmbúkk og hræsni; hann vill bara skrifa, láta bækurnar tala sínu máli, kemur í hæsta lagi í ljósmyndun og áritanir, verður afar dularfullur og spennandi fyrir vikið.“

Nú litu menn á þann sem þekkti íslenskan þýðanda þessa höfundar, en hann varð greinilega játa sig sigraðan. Hristi bara hausinn og sagði: „Ja hérna. Ja hérna!“

„En hvað segiði, hefur þessi gína samt skrifað fleiri bækur?“ spurði Guðsteinn.

„Ja, það varð náttúrlega semja fyrir hann aðra bók,“ sagði Bergur, „til fylla út í ímyndina. En ég hef ekki lesið hana.“

 „Það hef ég reyndar gert,“ sagði sem þekkti íslenska þýðandann, „og verð eiginlega viðurkenna það er lítið varið í hana. Ja hérna, það hafi virkilega legið svona í þessu?“

„Hvort sem það hefur verið eða ekki,“ sagði Guðsteinn, „þá verð ég segja þetta hafa verið stórmerkilegar umræður sem við öll skulum hugleiða frekar. En praktískum málum, þeim votti af útgáfuáætlun sem við þó getum reynt setja saman. Hvað ætli blessaðir höfundarnir okkar muni nenna skrifa þetta árið?“

En þarna var semsagt kviknuð hugmynd ...

 

STORMUR

Við Stefanía fluttum til Danmerkur með börnin tvö, fjögurra og fimm ára, eftir ég fann ég gæti ekki lengur lifað því helvítis lífi sem ég hafði lifað undanfarin ár á Íslandi. Danmörk var svosem ekkert fyrirheitna landið í mínum augum, Svíþjóð hefði alveg eins komið til greina þótt mínir helstu kunningjar heima væru vísu svo miklir hægrimenn þeir væru fullur fordóma í garð Svía, út af þeirra eilífa „sósíalisma“. En ég hafði enga fordóma gagnvart slíku, þótt ég hafi aldrei aðhyllst neina vinstristefnu í pólitík, en hinsvegar fannst mér það geðsleg hugsun ríkisvaldið reyndi létta því fólki róðurinn sem kannski er ekki í stuði til slíta sér út við brauðstritið. Ég gat vel hugsað mér búa í slíku landi. Og Norðurlöndin voru auðvitað nærtæk; þar naut maður allra sömu réttinda og innfæddir. Og enginn vandi leigt húsnæði. Og kaupið hærra en heima – því hugmyndin var alltaf fara vinna.

Reyndar var líka sú skýring á því ég vildi fara til útlanda ég ætlaði svona dálítið æfa mig í því búa annarsstaðar en á Íslandi. Það hafði nefnilega verið á stefnuskránni hjá mér alveg frá því ég var krakki flytja til Ameríku. Það var eitthvað sem sagði mér þar myndi ég þrífast, þar ætti ég heima. Í landinu sem maður kynntist í gegnum allar bíómyndirnar, og auðvitað tónlistina, og bækur líka í bland. Mér fannst ég eiginlega alltaf vera bíða eftir því komast til USA, þar myndi lífið byrja. En það var ekki alveg einfalt auðvitað flytjast þangað, ekki eins og setjast á Norðurlöndum – stundum ég næstum eftir því hafa ekki haldið áfram námi á sínum tíma, þegar maður fór seinna átta sig á því allskyns einfeldningar sem höfðu engan skilning á vestrænni menningu voru fara af stað glaðir og roggnir vestur um haf með skólavist og styrk og allt heila klabbið. En ég var sannfærður um mér hlyti líkaað standa slíkt á einhvern hátt til boða, ef ég biði þolinmóður – og auki átti ég nána ættingja í Bandaríkjunum, föðurbróður sem ég hafði reyndar aldrei séð en var stundum í sambandi við; ég fer ekki nánar út í þá sálma í bili, því vorum við komin til Danmerkur, þangað hafði mér minnsta kosti tekist tala Stefaníu á flytjast með mér ...

Óðinsvé. Ekki var það beinlínis heimsborg – minnti lítið á Chicago eða L.A. eins og þeir staðir komu mér fyrir sjónir í bíómyndum. Ég vissi ekkert um pleisið. Ekki einu sinni H.C. Andersen væri þaðan. Eða hvar staðurinn væri í landinu. En þetta reyndist vera svona miðsvæðis. Og sæmilega stórt. Og kósí, eða það fannst mér minnsta kosti framan af – við fengum þarna vægast sagt helvíti flotta íbúð. Á annarri hæð í blokk. Stærðar stofa með risastórum suðurglugga og suðursvölum, flott eldhús, þrjú herbergi, lítið þvottahús. Og hverfið allt frekar nýlegt, byggt í hring í kringum kjarna með allri þjónustu, dálítið svona í útjaðri sjálfrar borgarinnar, en stöðugar og fínar strætóferðir. Að vísu var eitthvað svona örlítið um vafasamt lið, atvinnuleysingja, Tyrki og aðra útlendinga, flóttamenn, en þetta var ekkert bögga mig. Ekki þannig: nágrannar kvörtuðu kannski stundum þegar ég var spila tónlist af hljómplötum heima í stofu á síðkvöldum, en það voru svosem ekki Tyrkirnir. Þeir glímdu við sína eigin drauga. Og ég skipti mér ekkert af þeim.

Einn af þáverandi skástu kunningjum mínum, og hafði verið alveg frá barnæsku, fór þarna út eitt vorið. Það var hann Ísleifur. Ætlaði út sér í vinnu. Og til finna sjálfan sig“. Ég hafði enga hugmynd um það þá hvað hann meinti með því, og var svosem fjandans sama. Ég var eins og áður sagði alveg verða vitlaus á því lífi sem ég lifði heima, og öllum draugum fortíðarinnar, svo ég skaut því svona honum hann ætti kannski kanna hvort það myndi henta mér búa þarna. Hélt hann væri fara til Kaupmannahafnar, því það hafði verið planið; Köben, eða kannski Malmö, en svo slæddist hann einhvernveginn þarna yfir á Fjón, í slagtogi við aðra Íslendinga, fór vinna í sykurfabrikku í tvo eða þrjá mánuði og komst inn í allt sýstemið, skrifaði mér bréf og sagði hér væri ekkert mál íbúð, hann gæti meira segja sótt um hana fyrir mig, sagði mér hvaða samnorrænu flutningsvottorð og svona þyrfti útfylla og hvaða pappíra þyrfti útvega, svo ég gat alveg sagt Stefaníu í díteil hvað hún ætti gera, hvert hún ætti fara. Því ég hringdi strax í Ísa og sagðist vera koma. Bað hann endilega um útvega mér íbúð. Sem hann og gerði. Og sömuleiðis endilega svipast um eftir einhverju sæmilegu djobbi handa mér. Sem hann reyndar klikkaði á. Það er einhvernveginn aldrei hægt stóla hundrað prósent á menn. Og reyndar hafði ég einhvernveginn treyst á Ísi yrði þarna þegar við kæmum út, um það hafði verið talað, þannig ég hefði einhvern til segja okkur svona til, um hvernig ætti rata þó ekki væri annað, hvar og hvernig maður tæki strætó, fengi strætómiða, og allt þetta  praktíska, fyrir utan finna allar helstu skrifstofur sem maður þarf heimsækja til koma sér inn í kerfið – skrá krakkana í skóla og dagheimili, finna sér heimilislækni, og yfirleitt allt leiðindavesen sem fylgir því flytja í nýtt land, ekki síst dálítið svona skriffinnskuland eins og mér virtist Danmörk vera. En semsé, Ísi var farinn. „Ætli hannkannski búinn finna sjálfan sig?“ hugsaði ég og hló beisklega með sjálfum mér, en þetta þýddi auðvitað Stefanía greyið þurfti finna út úr öllu þessu ein, óstudd og hjálparlaus. En Ísi má reyndar eiga það hann hafði fengið fjarskyldan frænda sinn sem bjó þarna í borginni og átti sendiferðabíl til hjálpa mér í dót niðrá höfn, úr gámi sem við fluttum heiman; rúm og eldhúsborð og svona þetta nauðsynlegasta. Ísi hafði skilið eftir símanúmer í Óðinsvéum, hjá Sölva, hann á von á þú hringir. Og ég gerði það. Og maðurinn kom á sendiferðabílnum, talaði með norðlenskum hreim, sagðist vera læra mjól-kurfræði. Vinsamlegur náungi, dálítill þumbari, en ansi svona rogginn með sig yfir vera sá heimsmaður búa í Óðinsvéum, sletti dönsku í tíma og ótíma, sagðist „búa í kollektífi“. Ég ætlaði aldrei skilja hvað það merkti, þartil hann fór lýsa þessu, þá kom í ljós þetta er það sem heitir kommúna á Íslandi; óskylt fólk eða fjölskyldur búa saman í íbúð eða húsi og á allt í sameiningu. Meðal annars þennan sendiferðabíl sem var búið mála blóm utan á. „Ah,“ sagði Sölvi, „kommúna – það þýðir sveitarfélag á dönsku.“ „Hvað ertu búinn vera hérna lengi?“ spurði ég. „Hálft ár!“ sagði hann. Ég varð snúa mér undan og glotta. En Sölvi var ónæmur fyrir háði – hann var nútímamaður, bjó í kollektífi eins og allt framsækið fólk; við Stefanía vorum greinilega frekar hallærisleg með okkar venjulegu kjarnafjölskyldu, og það leist mér vel á. Ekkert er nefnilega minna spennandi en vera nútímalegur og framsækinn.

Mér gekk fjandann ekkert finna almennilega vinnu. Mér hefur alltaf hentað best vinna einhverja svona vaktavinnu, sérstaklega við eftirlit og svona, vera á staðnum; ég hef aldrei upplifað mig eins og dráttarklár og uxa, burðardýr, verkara með gula vinnuvettlinga og hor. Svo mér bauðst ekkert nema svokallaðar sósíalbætur, viss peningur á mánuði fyrir mat og drykk og öðrum lífsnauðsynjum. Það var vísu helvíti lítið, ekkert í líkingu við það kaup sem mér hafði verið sagt hægt væri komast í þarna úti. Sem var dálítil spæling. Ég vísu sökkti mér ofan í málin, stúderaði nokkuð vel lög og reglugerðir, hvað mönnum gæti boðist, því ég hef alltaf, hvað sem menn annars vilja segja um mig, gott eða slæmt, verið harður á láta ekki hlunnfara mig. Og ég fann það út það væri hægt vera atvinnulaus, en samt á nokkuð góðu kaupi: 90 prósentum af fullum launum. En til þess komast í það þá þurfti maður fyrst hafa fulla vinnu í sex mánuði, borga tilheyrandi gjöld og í sjóði, svo fengi maður fullar bætur. En fyrst þurfti maður semsagt komast í vinnu, í sex mánuði, eitthvað sem hentaði manni. Og ég fann brátt það gæti dregist.

En Stefanía komst strax í vinnu. Í heimahjálp. Fara til einhverra gamalla ræfla og hjálpa þeim við þrif og innkaup og svona. Eitthvað afar óspennandi; ég vildi allavega ekki heyra um það í smáatriðum. En þetta var skítsæmilega borgað, og samanlagt höfðum við það ekki svo skítt. Ég var heimavið á daginn, fann mér það stundum til dundurs jafnvel laga til; sérstaklega kunni ég vel viðað ryksuga. Fannst það róandi og þægilegt. Varð ryksugukeri. Og svo var gjarnan sól á svölunum, því það má þetta land eiga þar skín meiri sól en heima á Fróni. Kexverksmiðjunni Fróni. Og á svölunum var gott sitja með kaldan bjór, láta líða úr sér stress, róleg mússík innan úr stofu. Jafnvel blaða í bókum. Ójá.

Login for at se mere

Billeder

stormur_einarK.jpg