Egon Mathiesen
{{learningObjectiv.description}}
{{assignment.Comment}}
KYNNING
Námsefnið Litla norður er safn af þekktum teiknimyndum og lögum fyrir yngstu nemendurna í skólanum. Myndirnar eru aðgengilegar, verkefnin létt og auðvelt að leggja þau fyrir í bekknum. Nemendur kynnast meðal annars hinum sígildu, dönsku myndum um Vitello og Aben Osvald, Einari Áskatli frá Svíþjóð og höfundi norska þjóðsöngsins, Bjørnstjerne Bjørnson.
MARKMIÐ
Markmið námsefnisins er að nemendur á yngsta bekkjarstigi kynnist nágrannamálunum dönsku, norsku og sænsku á einfaldan og aðgengilegan hátt. Þeir fá tækifæri til að sjá, hlýða á og syngja með á viðkomandi málum. Efnið má einnig nýta í samstarfi við tónlistarkennarann ef kennurum líst svo á.
UPPBYGGING NÁMSEFNISINS
Námsefnið samanstendur af stuttum teiknimyndum, barnasöngvum auk eins ljóðs og fylgja verkefni með. Hægt er að styðjast við textana, sem fylgja myndunum og eru á níu tungumálum, ef kennari telur að þeir gagnist nemendum. Ekki er nauðsynlegt að fara yfir allt efnið. Norden i Skolen leggur til tvær leiðir: Sígilt norrænt efni og Norrænn kveðskapur. Kennurum er frjálst að velja eina af leiðunum eða þá einstaka sögur, allt eftir því hvað hentar bekknum best hverju sinni.
Leið 1: 'Sígilt norrænt efni'
Leið 2: 'Norrænn kveðskapur'
VERKEFNI OG HLJÓÐORÐABÓK
Verkefni fylgja öllu efninu, sem bæði má vinna sjálfstætt eða í hóp. Í þeim er lögð áhersla á mál, menningu og hefðbundna textagreiningu.
Sérstök hljóðorðabók er tengd textunum og er undir nemendum komið hvort þeir nýta sér hana eður ei. Með því að ýta á þau orð, sem eru appelsínugul, opnast lítill kassi, þar sem heyra má orðin og sjá þýðingu þeirra á bókmáli, nýnorsku, dönsku og sænsku.