Fredrik Harstad
{{learningObjectiv.description}}
{{assignment.Comment}}
Þetta þemaverkefni á að gefa nemendum yfirlit yfir þróun norrænna mála og hjálpa þeim að öðlast skilning á ólíkindum nágrannamálanna dönsku, norsku og sænsku. Hér að neðan er uppástunga að verkefni sem tekur u.þ.b. 90 mínútur. Það hefst á inngangi að indóevrópskum málum og skyldleika þeirra með sérstakri áherslu á samband norrænna mála og málsögu þeirra. Eftir að kennarinn hefur kynnt efni eiga nemendur að nota af- og aðleiðslu til að semja reglur sem gera grein fyrir ólíkindum nágrannamálanna. Að því loknu æfa nemendur sig í tali með áherslu á framburð í nágrannamálunum.
Nemendur lesa stutta kynningartexta um nágrannamál sín á heimsíðu okkar. Textana er að finna hér: Um dönsku, Um norsku, Um sænsku.
Kennarinn undirbýr kynningu á norrænni málsögu. Hann getur annaðhvort notað töfluna eða glærukynningu eða þá síðuna okkar til þess.
Hann undirbýr einnig verkefnin ,,Hvaða greinir nágrannamálin að?´´ og ,,Talið norrænt mál við Google´´.
U.þ.b. 20 mínútur: Málsögukynning kennara með tímalínu fyrir norrænu málin (eða brot úr sögu þeirra).
U.þ.b. 40 mínútur: Hvað greinir nágrannamálin að?
U.þ.b. 30 mínútur: Talið norrænt mál við Google