Mynd mánaðarins
Vores børnehjem

Fjögur hugrökk og hreinskilin börn á barnaheimilinu Skovgården í Danmörku bjóða okkur að upplifa heiminn sinn. Leikstjórinn Ulla Søe hefur fylgt börnunum í heilt ár og upplifað bæði hamingjusama og erfiða stundi. Thais, Tobias, Lærke og Sarah eru öll á aldrinum 7 til 11 ára og geta ekki búið hjá foreldrum sínum, því þeir geta ekki séð um börnin almennilega. Fyrir börn er ekkert eðlilegt þegar aðstæður eru svo slæmar, en það er samt margt í lífi þessara barna sem getur talist eðlilegt. Þau bursta tennurnar um morguninn, þau fara í skólann og fullorðna fólkið á heimilinu les fyrir þau þegar þau fara í háttinn. Þau hlakka til afmælis, nammidaga og að fá að nota iPad spjaldtölvuna. Og þegar fullorðna fólkið á heimilinu fara með þau í háttinn eða strýkur á þeim hárið líður þeim vel. Þau eiga góða og slæma daga, þegar þau sakna foreldra sinna og óska þess að lífið væri öðruvísi.

Smelltu hér