Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Kennsluleiðbeiningar

Kennslumarkmið

{{learningObjectiv.description}}

Verkefninu hefur nú verið skilað

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Athugasemd

Verkefni

{{assignment.Comment}}

Byggt með legó á nágrannamáli

Lego_Color_Bricks.jpg

LÝSING

Þessi leikur er bæði hugsaður fyrir eina kennslustund eða fjórar 45 mínútna kennslustundir. Leikurinn er sérstaklega ætlaður fyrir kennslu í dönsku, norsku og sænsku og í honum eiga nemendur að byggja legó eftir leiðbeiningum á markmálinu. Til að geta lokið við 2.-4. hluta þarf að hafa aðgang að spjaldtölvum.

Leikurinn hefur þann tilgang að nemendur prófi sig áfram í nágrannamálunum og hann reynir á ímyndunarafl þeirra, samvinnuhæfileika og fagurfræðilegar gáfur.

 

 

LEIKURINN

1. tími

 1. Bekknum er skipt í nokkra stóra hópa, þar sem nemendur ræða hvaða orðaforði er nauðsynlegur í leiknum (t.d. tölur, litir, forsetningar o.fl.).
 2. Nemendur leggja til setningar, sem nota má í leiknum t.d.: hvernig segir maður „Taktu x kubba með x mörgum hnúðum“? Hver hópur leggur eitthvað til málanna og nemendur fara yfir það í sameiningu hvaða orð þeir þekkja ekki og hvaða orð þeir þurfa í leiknum.
 3. Bekknum er skipt í pör. Nemendur sitja gegnt hver öðrum við borð með 15-20 mismunandi legókubbum. Þeir skipta með sér kubbunum þannig að hvor um sig hafi eins kubba og tala um hvaða liti, lögun og hve marga hnúða kubbarnir hafa. Þá fara þeir yfir hvað viðkomandi litir og tölur heita á markmálinu.
 4. „Skermi" (t.d. bók) er komið fyrir þannig að nemendur sjái aðeins sitt borð.
 5. Annar nemandinn byrjar á að stýra leiknum, þ.e. kubbum og orðum. Einungis hann má tala. Hann kemur kubbi fyrir, líkt og hann vill hafa hann, og útskýrir fyrir félaga sínum hvað hann hyggst gera. Hinn nemandinn á að fylgja leiðbeiningum og reyna að koma kubbnum fyrir með sama hætti. Þessu er haldið áfram þar til kubbarnir eru uppurnir. Þá er skermurinn fjarlægður og nemendur bera saman afraksturinn. Ef munur er á byggingunum ræða nemendur hvað olli mistökunum.
 6. Nemendur hafa hlutverkaskipti og endurtaka leikinn.

 

 

TILBRIGÐI VIÐ LEIKINN

 • Leikurinn er endurtekinn, en nú er báðum nemendum heimilt að tala saman og spyrja á meðan á þeir „byggja“.
 • Bekkurinn ræðir í sameiningu: Hver var munurinn á fyrri og seinni leiknum? Hvort var auðveldara?

 

 

2.- 4. tími:

 1. Kennarinn útskýrir framhaldið í bekknum:
  Fyrst skal útbúa leiðbeiningar í forriti, t.d. Book Creator eða einhverju álíka forriti, sem er einfalt í notkun. Í þeim eiga að vera 6-12 ólíkar myndir með hljóði, þar sem lýst er hvernig setja eigi byggingarnar á myndinni saman. Leiðbeiningarnar eiga að vera eins stuttar og nákvæmar og hægt er. Nemendur kynna leiðbeiningarnar, sem eru þá nokkurs konar myndrænar/munnlegar „notkunarleiðbeiningar“ til að sýna hvernig setja eigi kubbana saman .
 2. Hóparnir raða kubbunum saman í form, sem þeir hafa upphugsað, taka myndir af hverju stigi ferlisins og velja 6-12 myndir, sem þeir telja sig geta notað og eru nauðsynlegar til að skilja hvernig setja á kubbana saman.
 3. Myndunum er raðað inn í forritið í réttri röð og nemendur lesa inn á hverja mynd skýringu á því, sem gera skal, á markmálinu. Nauðsynlegt er að hafa undirbúið textann áður og sömuleiðis að hann sé nákvæmur.           
 4. Að því loknu prófa hóparnir leiðbeiningar hvers annars eingöngu með því að styðjast við þær í spjaldtölvunni.      
 5. Í sameiningu ræðir bekkurinn hvernig gekk að nota leiðbeiningarnar. Hvað þarf til að þær séu vel heppnaðar og hvað spillir fyrir í þeim?
 6. Þessar athugasemdir eru teknar saman og hengdar upp í stofunni. (Einfaldast er að hafa þær á móðurmálinu).
Skráðu þig inn til að sjá fleira

Höfundur: Nordisk Språkkoordinasjon

Kennslufræðiráðgjafar: Lise Vogt

Þakkir fá: Esben Schønwandt & Trine Pauck Hansen

Framleiðandi: Norden i Skolen

Framleitt árið: 2017

Markmið

 • Að nemendur fái tækifæri til að æfa sig í hlustun á dönsku, norsku eða sænsku.
 • Að nemendur læri hvernig má leiðbeina á markmálinu
 • Að nemendur tileinki sér orðaforða, sem tengist samsetningu hlutar
 • Að nemandinn vinni með sjálfstæða sköpun, sem krefst ímyndunarafls, samvinnu og fagurfræðiskyns.


Undirbúningur

 • Útvegið ykkur legókubba
 • Halið niður forritinu Book Creator í öllum spjaldtölvunum


Efni

 • 15-20 legókubbar fyrir hvert par í bekknum
 • Spjaldtölvur með forritinu Book Creator 
 • Bók eða eitthvað sem má nota fyrir skerm