Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Kennsluleiðbeiningar

Kennslumarkmið

{{learningObjectiv.description}}

Verkefninu hefur nú verið skilað

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Athugasemd

Verkefni

{{assignment.Comment}}

Fréttir á nágrannamáli

nyheter-grannspr-box.jpg

LÝSING

Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru sjónvarpsstöðvar fyrir börn og ungmenni. Þar kennir ýmissa grasa og er mikið af nýtilegu efni og hafa til að mynda allar þrjár stöðvarnar sína eigin fréttatíma. Stöðvarnar eru: Ultra Nyt danska ríkisútvarpsins, DR, hin norska Supernytt  og Lilla aktuelt, sem SVT, sænska sjónvarpið, heldur úti.

 

Í þessari æfingu eiga nemendur að auka hlustunarskilning sinn með því að horfa á valinn hluta af fréttatíma á nágrannamálunum dönsku, norsku og sænsku og því næst skrifa samantekt um innslagið. Tilvalið er að nota nýjustu fréttatímana. Þannig má tengja æfinguna því sem er efst á baugi.

 

 

ÆFINGIN

 • Ræðið saman í bekknum um fréttir á almennum nótum (t.d. um þá sem flytja fréttirnar, móttakendur, samhengi, boðskap o.fl.)
 • Horfið á valinn hluta af fréttatíma á nágrannamáli í fyrsta skipti
 • Reifið í bekknum um hvað innslagið fjallar (hvað skildum við?)
 • Skrifið hjá ykkur stikkorð um leið og þið horfið á innslagið í annað skipti
 • Ræðið aftur saman (höfum við gert okkur betur grein fyrir efni fréttarinnar?)
 • Ef þörf krefur útskýrir kennarinn erfið orð, sem koma fyrir
 • Nemendur skrifa stutta samantekt
 • Horfið á innslagið í þriðja og síðasta skipti
Skráðu þig inn til að sjá fleira

Markmið

 • Að efla hlustunarskilning á dönsku, norsku eða sænsku með því að að hlusta á fréttatíma fyrir börn og ungmenni


Undirbúningur

 

Finnið nýlegan fréttatíma fyrir æfinguna.
Veljið á milli eftirfarandi fréttastöðva fyrir börn og ungmenni:

 

Notið hljóðorðabók Norden i Skolen til að finna framandi orð í nágrannamálinu


Efni

 • Tölva, spjaldtölvur, farsímar eða skjávarpi í kennslustofunni
 • Blað og blýantur til að skrifa samantektina