Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Kennslumarkmið

{{learningObjectiv.description}}

Verkefninu hefur nú verið skilað

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Athugasemd

Verkefni

{{assignment.Comment}}

Hugarflug

blur-brainstorming-business-269448.jpg

LÝSING

Í þessum leik eiga nemendur að safna öllum orðum, sem þeir kunna á nágrannamálunum dönsku, norsku eða sænsku, þ.e. á markmálinu. Leikurinn á að vera keppni í að telja upp orð á málinu. Hóparnir fá stig fyrir hvert nýtt orð, sem þeir skrifa fyrstir á töfluna. Ef einhver hópur er lengur en mínútu að finna orð þá fær sá næsti að gera.

Tilgangur leiksins er að auka orðaforða nemenda á markmálinu með því að endurtaka orð, sem þeir þekkja þegar, og sýna þeim ný orð. Einnig er hægt að hafa leikinn með þeim hætti að nemendur verði einnig að bera orðin rétt fram.

 

 

LEIKURINN

 1. Bekknum er skipt í þriggja eða fjögurra manna hópa.
 2. Hver hópur fær þrjár mínútur til að skrifa niður eins mörg orð og hann getur á markmálinu og verða nemendur einnig að geta borið þau fram.
 3. Kennarinn teiknar dálka á töfluna fyrir hvern hóp.
 4. Hóparnir skiptast á að lesa upp orðin, eitt í einu, sem þeir hafa skrifað niður. Þá skiptast nemendur í hópunum sömuleiðis á að lesa.
 5. Kennarinn skrifar orðið á töfluna.
 6. Orðin verða að vera ný hverju sinni og verða hóparnir að fylgjast með, bera orð hinna saman við sinn lista og uppfæra hann eftir því.
 7. Sá hópur sem hefur flest orð vinnur.

 

 

FRAMHALD: Að leik loknum getur bekkurinn í sameiningu velt fyrir sér orðunum, sem standa á töflunni. Hvers konar orð eru það? Teljast þau til grunnorðaforða? Eru orðin úr ólíkum áttum, t.d. úr heimi íþróttanna, tónlist, o.s.frv. Hvað finnst nemendum sjálfum um orðaforða sinn í nágrannamálinu – og hvar hafa þeir lært þessi orð?

Skráðu þig inn til að sjá fleira

Höfundur: Nordisk Språkkoordinasjon

Kennslufræðiráðgjafar: Lise Vogt

Þakkir fá: Esben Schønwandt & Trine Pauck Hansen

Höfundur verkefnis: Norden i Skolen

Gefið út: 2017

Markmið

 • Að auka orðaforða nemenda í nágrannamálunum dönsku, norsku og sænsku


Undirbúningur


Efni

 • Blýantur og blöð
 • Tafla og krít/túss
 • Verðlaun (ekki nauðsyn)