Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Kennslumarkmið

{{learningObjectiv.description}}

Verkefninu hefur nú verið skilað

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Athugasemd

Verkefni

{{assignment.Comment}}

Norðurlöndin í akríl

norden i akvarell.jpg

Lýsing


Með litum og formum býður Norðurlöndin í akríl upp á listrænan könnunarleiðangur í nærumhverfinu. Nemendur draga upp myndir af mikilvægum hlutum í lífi sínu með akrílmálningu og lituðum pappírsbútum. Hver nemandi býr til sitt eigið verk, en afrakstrinum er svo raðað saman í stórt listaverk.

 

Norðurlöndin í akríl er tilvalið ferli fyrir vinabekkjasamstarf og gefur nemendum tækifæri til að spegla sig í listrænni tjáningu  jafnaldra sinna á Norðurlöndum.

 

Ferlið

 

Einstaklingsvinna:  

 • Farið út og skoðið ykkur vel um. Finnið lit sem ykkur sýnist vera mest áberandi eða mikilvægastur í umhverfinu á þeirri stundu. Þetta á ekki að taka meira en fimm mínútur.
 • Búið ykkur undir að mála mynd í þeim lit sem þið völduð, en þið getið einnig bætt við þremur öðrum litum ef ykkur sýnist svo.
 • Málið mynstur á svart A3-karton
 • Leyfið málningunni að þorna og sækið ykkur hvítt A3-karton.
 • Á hvíta kartonið skuluð þið teikna þá 10 tíu hluti sem skipta ykkur mestu máli í lífinu. Gætið að því að hafa stærð þeirra á bilinu 3-7 sm.
 • Litið teikningarnar og dragið þær upp með svörtum túss.
 • Klippið þær út og raðið þeim saman í einn bunka 

Saman:

 • Kennari safnar öllum akrílmyndunum saman í eitt stórt listaverk. Bekkurinn ákveður í sameiningu hvernig best sé að púsla þeim saman svo þau myndi eina álitlega heild.
 • Þegar heildarmyndin er klár má líma málverkin á þunnnan pappa. Notið límstifti til að líma þær í þerri röð sem ákveðin hefur verið. Notið allan flötinn á pappanum.
 • Útbúið ramma utan um verkið á fram- og bakhlið þess með þykku teipi (það styrkir myndina og auðveldar að hengja hana upp þegar þar að kemur)
 • Fjórir nemendur ákveða í sameiningu hvar koma skuli litlu teikningunum fyrir á stóru myndinni til að litasamsetning þeirra, lögun og uppröðun myndi saman tilkomumikla heild. Límið teikningarnar á myndina.
 • Finnið hentugan stað í skólanum þar sem þið getið hengt upp listaverk ykkar. Til þess má t.d. nota fiskilínu.
 • Hvaða hugmyndir vakna hjá ykkur þegar þið virðið listaverkið fyrir ykkur og hvernig haldið þið að það tæki sig út annars staðar á Norðurlöndunum? 

 

Fyrir vinabekkjasamstarf

 

Fyrir þá sem eiga í vinabekkjasamstarfi er tilvalið að skiptast á listaverkum við vinabekkinn.

 • Hengið listaverk vinabekkjarins upp í stofunni og berið það saman við afrakstur ykkar
 • Hvað finnst ykkur verk hins bekkjarins?
 • Komið skoðunum ykkar og hugmyndum á framfæri við vinabekkinn með því að skrifa honum bréf eða spjalla saman í myndspjalli.
Skráðu þig inn til að sjá fleira

Þakkir fá: Kom med det gror i Nord

Höfundur: L. Wernblad, B. Aggerbæk, J. Bachmann & B. F. Johannesen

Framleitt árið: 2019

Kennslufræðiráðgjafar: Dorthe Lilli Lambertsen

Markmið

 • Að skerpa sýn nemenda á sitt eigið land í samanburði við Norðurlöndin
 • Að efla getu nemenda til að hanna tjáningarríkt mynstur með einföldu litaspjaldi
 • Að sýna nemendum að litlar myndir þeirra geti orðið hluti af mun stærra samhengi
 • Að nemendur velti fyrir sér hvað skiptir þá sjálfa máli og hvað geti verið mikilvægt fyrir börn annars staðar á Norðurlöndunum


Undirbúningur

 • Finnið heppilegan stað fyrir afraksturinn
 • Undirbúið vinnusvæðið: hver nemandi á að hafa aðgang að þó nokkrum hjálpartækjum til að vinna málverk sín. Tínið til það sem til þarf og þekjið þá fleti, þar sem nemendur munu vinna.

 

 • Hafið samband og vinnið í samstarfi við vinabekk (valfrjálst)


Efni

 • Svart og hvítt A3-karton handa hverjum nemanda
 • 1 stór og annar lítill pensill handa hverjum nemanda
 • Akrýlmálning
 • Skæri
 • Skál undir málningu
 • Vinnupappi til að þekja svæðið þar sem nemendur koma til með að mála
 • Svuntur
 • Litablýantar
 • Svartir tússpennar
 • Límstifti
 • Svart teip
 • Fiskigarn