Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Kennsluleiðbeiningar

Kennslumarkmið

{{learningObjectiv.description}}

Verkefninu hefur nú verið skilað

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Athugasemd

Verkefni

{{assignment.Comment}}

Ruslahús

boxes.jpg

Lýsing

Áður en hafist er handa í Ruslahúsum er ákveðið hvort nota skal dönsku, norsku eða sænsku (markmál). Nemendur eiga að vera skapandi og prófa sig áfram með markmálið. Fyrst er orðaforði nemenda aukinn, því næst eiga þeir að byggja hús, sem hafa að geyma bæði íbúðarhluta, verslun og pappakalla. Um leið og unnið er að því eiga nemendur að skrifa, taka upp og flytja/spila texta um vinnu sína. Að lokum eiga þeir að heimsækja hús hvers annars, spyrja spurninga og eiga samtöl á markmálinu.

 

 

LEIKURINN

 1. Nemendur leggja höfuðið í bleyti í sameiningu og safna orðum, sem tengjast heimilum og verslunum á markmálinu.
 2. Nemendur búa til hús, verslanir og pappakalla í smærri hópum.
 3. Nemendur skrifa stutta texta um afraksturinn á markmálinu. Hvers konar verslun er þetta? Hver býr í íbúðarhlutanum? O.s.frv.
 4. Nemendur fara inn á hljóðorðabók Norden i Skolen og finna út hvernig heimilis- og verslunarorð eru borin fram á markmálinu (ath. hljóðorðabókin hefur að geyma takmarkaðan orðaforða).
 5. Kennarinn/bekkurinn velur hvort afraksturinn er kynntur með eða án tölvu.

 

Stafræn kynning

 • Nemendur taka myndir af húsunum.
 • Myndum og texta er raðað saman í forriti, t.d. í Book Creator
 • Nemendur lesa inn texta sína sem hljóðskrár og/eða flytja þá sjálfir.
 • Nemendur hlýða á upplestur hinna hópanna (geta einnig fylgst með textanum)
 • Bekkurinn fer í sameiningu yfir ný orð og framandi orð á markmálinu og æfir framburð.

 

Hefðbundin kynning

 • Nemendur gera húsin klár til sýningar.
 • Nemendur æfa setningar og/eða orð á markmálinu, sem þeir nota til að segja frá húsi sínu.
 • Nemendur kynna hús sín fyrir hinum hópunum.
 • Nemendur skrá hjá sér ný og framandi orð á markmálinu úr kynningum hinna hópanna.
 • Bekkurinn fer í sameiningu yfir ný orð og framandi orð á markmálinu og æfir framburð.
Skráðu þig inn til að sjá fleira

Höfundur: Nordisk Språkkoordinasjon

Kennslufræðiráðgjafar: Lise Vogt

Þakkir fá: Esben Schønwandt og Trine Pauck Hansen

Framleiðandi: Norden i Skolen

Framleitt árið: 2017

Markmið

 • Að nemandinn fái tækifæri til að æfa sig í hlustun á dönsku, norsku eða sænsku.
 • Að nemandinn tileinki sér aukinn orðaforða, sem tengist heimilum, verslunum, og samsetningu hluta (líkt og hússins)
 • Að nemandinn vinni með sjálfstæða sköpun, sem krefst ímyndunarafls, samvinnu og fagurfræðiskyns.


Undirbúningur

 • Útvega þarf stóra pappakassa í einni eða fleiri matvöruverslunum.


Efni

 • Skæri
 • Pappi
 • Lím
 • Límband
 • Litir
 • Pappakassar
 • Hugsanlega spjaldtölvur

Myndir

affald 2.png affald 3.png (1)