Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Kennsluleiðbeiningar

Kennslumarkmið

{{learningObjectiv.description}}

Verkefninu hefur nú verið skilað

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Athugasemd

Verkefni

{{assignment.Comment}}

Staðreyndir um Norðurlöndin

nordenfakta.jpg

Lýsing

Í þessum leik geta nemendur aukið þekkingu sína á landafræði Norðurlandanna. Hvert þeirra er til að mynda stærst að flatarmáli eða hefur flesta íbúa og hvert er hæsta fjall Norðurlandanna?

Norðurlöndin eru um margt lík. Við tengjumst menningarböndum, sem gera að verkum að við getum rætt um ólík atriði, sem eru sérstaklega norræn. Það er þó einnig margt, sem er ólíkt, því náttúra landanna er æði fjölbreytt. Um þetta munu nemendur fræðast þegar þeir bera og raða saman staðreyndum um Norðurlöndin.

 

 

Leikurinn

  • Nemendur bekkjarins ræða í sameiningu um það, sem þeir vita um Norðurlöndin
  • Kennarinn býr til hugarkort á töflunni yfir allt það, sem nemendurnir tengja við Norðurlöndin og hvert land fyrir sig
  • Kennarinn dreifir staðreyndablaði og blaði fyrir nemendur (þau má nálgast hér til hægri undir efni)
  • Nemendur lesa staðreyndablaðið og bera saman staðreyndir um Norðurlöndin við að fylla út nemendablaðið.        
  • Bekkurinn ræðir saman um það nýja, sem hann hefur lært um Norðurlöndin (var eitthvað, sem kom á óvart?)
  • Kennarinn færir inn á hugarkortið nokkur af þeim atriðum, sem nemendur bekkjarins hafa komist að
Skráðu þig inn til að sjá fleira

Höfundur: Nordisk Språkkoordinasjon

Kennslufræðiráðgjafar: Lise Vogt

Framleiðandi: Norden i Skolen

Framleitt árið: 2017

Markmið

  • Að nemendur kanni það sem er líkt og ólíkt með Norðurlöndunum
  • Að nemendur fáist við og fjalli um landafræði Norðurlandanna


Undirbúningur

  • Prenta út staðreyndablöð auk vinnublaða fyrir nemendur