Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Kennslumarkmið

{{learningObjectiv.description}}

Verkefninu hefur nú verið skilað

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Athugasemd

Verkefni

{{assignment.Comment}}

Tónlistarhraðsuða

hurtigskrivning.jpg

Lýsing

Nemendur eiga í sameiningu að semja lag sem lýsir lífi þeirra á Norðurlöndunum. Í samráði við kennara ákveða nemendur þema/þemu fyrir söngtextann og hefjast svo handa við að «hraðsjóða» lagið. Markmið þess er að slökkva á yfirsjálfinu (hinum innri dómara) svo orðin streymi fram án þess að vera vegin og metin.

 

Fyrstu skrefin eru einstaklingsverkefni, en nemendur ljúka textavinnslunni í hópum. Í lokin er hægt að velja eða semja lag sem fellur að söngtexta nemenda.

 

Ferlið

Hraðsuðunni er skipt upp í fjórar fimm mínútna lotur. Fyrstu tvær loturnar eru fyrir einstaklingsvinnu og hinar tvær fyrir hópavinnu.

 

Einstaklingsvinna:

 • Teiknið sól með tíu geislum á A4-blað. Skrifið þemað sem bekkurinn hefur sammælst um á sólina miðja.
 • Fyrsta lota: Skrifið 10 stikkorð sem tengjast þemanu við hvern geisla (fimm mínútur)
 • Önnur lota: Skrifið 10 ljóðlínur, þar sem að minnsta kosti eitt stikkorðanna kemur fyrir (í hverri). 

Í hópum (mesta lagi 6 manna): 

 

 • Þriðja lota: Veljið tvær setningar sem ykkur líst best á og bætið við tveimur, sem tengjast hinum fyrri. Setningarnar eiga að ríma (fimm mínútur).
 • Fjórða lota: Lagið setningarnar ef þið teljið þörf á því svo málið á þeim verði skýrt og gott (fimm mínútur) 


Val á lagi

Áður en lag er valið er mikilvægt að velta því fyrir sér hvers konar stemningu textinn hefur að geyma. Er hún sorgleg, angurvær, drungaleg, björt, glaðvær eða reið o.s.frv.? Veljið lag sem fellur að söngtextanum svo hvort tveggja myndi saman eina heild.

 

Þegar þið hafið komist að samkomulagi um hvaða stemningu textinn á að miðla, getið þið leitað að lagi. Til þess eru tvær leiðar færar:

 • A: Veljið eitt laganna í Norrænum söngvasveig og hafið það sem fyrirmynd fyrir söngtextann ykkar. Lagið textann að bragliðum og atkvæðafjölda lagsins svo textinn verði sönghæfur.

 

 • B: Frumsemjið lag sem fellur að söngtextanum.
Skráðu þig inn til að sjá fleira

Þakkir fá: Kom med det gror i Nord

Höfundur: L. Wernblad, B. Aggerbæk, J. Bachmann & B. F. Johannesen

Framleitt árið: 2019

Kennslufræðiráðgjafar: Dorthe Lilli Lambertsen

Markmið

 • Að nemendur lýsi því sem þeir vita um Norðurlöndin og tjái tilfinningar sínar til lands síns og náttúru í bundnu máli og músík
 • Að nemendur rími
 • Að nemendur noti skapandi hliðar sínar


Undirbúningur


Efni

 • Pappír
 • Blýantar
 • Skeiðklukku/síma
 • Nótur og texta að 'Kom med, det gror i Nord'-lögunum. Það er ágætt að hafa hliðsjón af þessu tvennu svo nemendur geti t.a.m. talið atkvæði/bragliði ef þeir vija styðjast við lögin. Sjá t.d. Norrænan söngvasveig.