Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Kennsluleiðbeiningar

Kennslumarkmið

{{learningObjectiv.description}}

Verkefninu hefur nú verið skilað

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Athugasemd

Verkefni

{{assignment.Comment}}

Umferðarljósaaðferðin

Trafiklysbillede

LÝSING

Í þessari æfingu eru nemendur sendir í ítarlegan könnunarleiðangur um mun á og líkindi milli dönsku, norsku og sænsku. Nemendur eiga að lita orð í texta rauð, gul og græn (líkt og umferðarljós) og með þeim hætti gera sér betur grein fyrir því sem málin eiga sameiginlegt og hvað ekki og átta sig á dæmigerðum mynstrum. Afrakstur aðferðarinnar er myndræn framsetning á því hve náskyld skandinavísku tungumálin eru.

Um leið er umferðarljósaaðferðin líkt og stór spegill, sem maður heldur fyrir framan sitt eigið mál. Þegar nemendur lita nágrannamálin neyðast þeir stöðugt til að hugleiða hvernig þeirra eigin tungumál lítur út og hvernig það er uppbyggt. Þannig styrkir æfingin málvitund nemenda.

 

 

ÆFINGIN

  1. Nemendur merkja/lita orð í texta á nágrannamáli með eftirfarandi litum og eftir reglum sem eru svohljóðandi:

o   Grænn= orð sem merkja það sama og eru stafsett eins

o   Gulur = orð sem merkja það sama, en eru ekki stafsett eins

o   Rauður = orð sem ekki eru til í móðurmáli nemandans

 

  1. Að því loknu hafa nemendur þrjá flokka af orðum, sem þeir eiga að vinna með á ólíka vegu:

 

a) Græn orð fá að vera í friði

Græn orð valda engum vandræðum (í umferðinni), þar sem þau eru eins í báðum málum. Því þurfa nemendur ekki að hugsa meira um þau.

 

 

b) Gul orð fara á töfluna

Gul orð eru áhugaverð því þau draga fram muninn og líkindin milli dönsku, norsku og sænsku. Kennarinn biður alla nemendur um að nefna eitt gult orð og skrifar það svo á töfluna. Setjið strik undir þá bókstafi, sem eru ólíkir milli málanna. Skrifið nágrannamálsorðið fyrst og orðið á móðurmálinu þar á eftir.

 

Dæmi (hér með sænsku sem nágrannamál og dönsku sem móðurmál)

 

gata = gade
lär = lær
liknar = ligner
hennes = hendes

 

Þegar taflan er fullskrifuð orðum eiga nemendur að leita að mynstrum og tilhneigingum í málinu. Eru einhver líkindi eða einhver munur, sem kemur fyrir á fleiri stöðum? Í fimm mínútur eiga nemendur að reyna að uppgötva þessi mynstur einir og skrifa þau hjá sér.

 

Bekkurinn ræðir uppgötvanir sínar í sameiningu. Hafa nemendur komist að sömu niðurstöðu? Bera má niðurstöðurnar saman við nýjan texta. 

 

  

c) Rauð orð fara á vegginn og sviðið

Safnið rauðu orðunum og skrifið þau á blað eða spjald (t.d. eins og fáni), sem hengt er upp á vegg í stofunni. Hver nemandi skrifar eitt rautt orð á blaðið, að því gefnu að það hafi ekki þegar verið skrifað. Íslenskri þýðingu á orðinu er bætt við í sviga aftan við það.

 

Til að „smjatta á orðunum“, sem eru eingöngu í nágrannamálinu, eiga nemendur að undirbúa stutt leikatriði fyrir bekkinn í litlum hópum. Atriðið má vera á móðurmáli nemenda, en þó verða að minnsta kosti fimm af rauðu orðunum (og gjarnan fleiri) á spjaldinu að koma við sögu. Flytjið atriðið fyrir bekkinn.

Skráðu þig inn til að sjá fleira

Höfundur: Thomas Henriksen

Þakkir fá: Lis Madsen

Höfundur verkefnis: Norden i Skolen

Framleitt árið: 2018

Markmið

  • Að auka þekkingu nemenda á því sem er líkt og ólíkt með dönsku, norsku og sænsku
  • Að styrkja málvitund nemenda (einnig um móðurmálið)


Undirbúningur

  • Útbúið stórt pappaspjald (sem getur litið út líkt og fáni) og hengið það upp í stofunni


Efni

  • Texti ritaður á nágrannamáli
  • Grænir, gulir og rauðir yfirstrikunarpennar
  • Pappaspjald

Myndir

light-light-signal-road-sign-46287.jpg