Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

23-03-2020

Áfram opið hjá Norden i skolen


Í kjölfar covid-faraldursins hefur skólum víða um heim verið lokað og fjarkennsla verið tekin upp – einnig á Norðurlöndunum. Af þeirri ástæðu viljum vekja athygli ykkar á því að námsgáttin Norden i skolen er enn opin og gjaldfrjáls sem fyrr, auk þess sem við hyggjumst á næstunni leggja meira af mörkumtil að sýna hvernig kennarar og nemendur geta nýtt sér og unnið með efni á síðunni heima fyrir.


Ef þið smellið á flipann Kennsluefni á heimasíðu okkar fáið þið aðgang að stuttmyndum, textum og alls konar hugmyndum, sem nýtast í kennslunni. Í leitarvélinni er hægt að velja bekkjarstig, námsgrein, námsáherslu o.fl., sem auðveldar ykkur að finna fljótt og örugglega það sem hentar ykkar kennslu – hvort sem er í skólanum eða í fjarkennslu.

 

INNSKRÁNING HEIMANFRÁ

Nemendur geta hæglega nýtt sér námsefni okkar heimanfrá, líka án þess að stofna notendaaðgang. Í aðgangsupplýsingum ykkar er að finna upplýsingar fyrir nemendainnskráningu (notendanafn og lykilorð), sem þið getið dreift til ykkar bekkjar. Hver nemandi notar sömu upplýsingar til að skrá sig inn.

 


HLÉ GERT Á NORRÆNA SKÓLASPJALLINU

Hlé verður gert á norræna skólaspjallinu þar til faraldinum linnir. Við látum ykkur vita leið og blásið verður til leiks á ný.

 

FINNIÐ NORRÆNAN VINABEKK

Það er enn hægt að leita að vinabekk, en við búumst þó við að minna verði um að vera í því enn vanalega í ljósi þess ástands sem nú er uppi vegna kórónaveirunnar.

 

Við vonum að námsgáttin okkar, Norden i skolen, geti létt til með ykkur á þessum undarlegu tímum, ekki síst með tilliti til þeirrar miklu fjarkennslu, sem nú þarf að sinna. Eftir sem áður er með öllu ókeypis að nýta sér það efni sem er á námsgáttinni og hvetjum við ykkur því til að nýta tækifærið og flétta það inn í kennsluna.