Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

12-03-2018

Þrjár mikilvægar breytingar á Norden i Skolen

Þrjár mikilvægar breytingar á Norden i Skolen

Í þessari viku fagnar Norden i Skolen því að fleiri en 11.000 kennarar hafa skráð sig sem notendur á námsgáttinni. Í tilefni af því viljum við gera þér grein fyrir þremur mikilvægum breytingum, sem er ætlað að gera notendaupplifun þína betri.


1) Allt kennsluefnið á einum stað
Þær gagngeru endurbætur, sem gerðar hafa verið á vef Norden i Skolen þýða að allt kennsluefnið er nú aðgengilegt á einum stað. Þannig getur þú, sem kennari, fengið skjóta yfirsýn yfir það efni, sem í boði er, og sömuleiðis fundið einmitt það efni, sem vekur áhuga þinn í ákveðnu kennslusamhengi, með aðstoð leitarsíunnar.

 

2) Einfölduð innskráning
Nú þarftu ekki lengur að hafa áhyggjur af gleymdum notendanöfnum í bekknum. Framvegis geta allir nemendur þínir notað sama notendanafn og lykilorð. Þú finnur þær upplýsingar undir 'Þín síða'.

 

3) Sýndarkennslustofunni hefur verið lokað
Til að geta lagt höfuðáherslu á að finna góða lausn á því hvernig þú, sem kennari, getur fundið og komist í samband við kennara vinabekkjar í öðru Norðurlandi, hefur Norden i Skolen ákveðið að loka gömlu 'Kennslustofunni' (Klasseværelset). Það þýðir að á síðunni verður ekki lengur hægt að spjalla, myndspjalla eða nota samskiptavegginn, en í stað þess á að safna og þróa spennandi hugmyndir um hvernig styðjast megi við aðra miðla til að leysa þennan þátt.

 

Kynntu þér breytingarnar á heimasíðunni!

 


 

 

%MCEPASTEBIN%