Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

06-04-2016

6.bekkur Hofsstaðaskóla hreppti vinninginn í Baráttunni gegn matarsóun á Íslandi

6.bekkur Hofsstaðaskóla hreppti vinninginn í Baráttunni gegn matarsóun á Íslandi

 

Fimm norrænir bekkir voru dregnir út í happdrætti Norden i Skolen og sigruðu þar með í 2. umferð Loftslagsáskorunarinnar, sem gekk út á að vigta matarleifar bekkjarins og fræðast þannig ögn um matarsóun.

 

Framtíðarneytendur gera breytingu til batnaðar


Nemendur 6.bekkjar Hofsstaðaskóla urðu himinlifandi þegar fréttin um vinning Baráttunnar gegn matarsóunar barst.
Aðspurð fannst þeim verkefnið vekja til umhugsunar um að minnka matarsóun og þau eru sammála um að matarsóun hefur minnkað hjá þeim í matsal.


Enda er rík ástæða til að takast á við vandann: matarsóun er hnattrænt loftslagsvandamál, sem hefur hlotið aukna athygli undanfarin ár.

Norrænir skólar sýna samstöðu gegn matarsóun


Frumkvæðið náði til yfir 400 norrænna kennara, sem m.a. gátu nýtt sér margvíslegt fræðsluefni á námsgátt Sambands Norrænu félaganna, www.nordeniskolen.org, sem fjallar um hvaðeina frá fornum norrænum korntegundum um skógarfylgsni í Finnlandi að hafdjúpinu sem umlykur Ísland. Helsta verkefnið fólst þó í að vigta matarafganga bekkjarins og sannreyna að fimmti hver nestispakki eða skólamáltíð í norrænum skólum endar í ruslinu.


„Markmiðið með Baráttunni gegn matarsóun var fyrst og fremst að vekja nemendur til umhugsunar um eigið athæfi. Vissulega getur verið bæði spennandi og lærdómsríkt að keppa um hver hendir minnstu matarmagni. Aðalatriðið er þó að eins margir nemendur og mögulegt er verði meðvitaðir um hvað felst í matarsóun og hvaða áhrif hún hefur á umhverfi okkar og sjálfan hnöttinn,“ segir Elva Ósk Gylfadóttir, starfsmaður verkefnisins Baráttan gegn matarsóun.


Þrátt fyrir að sigurvegarar hafi þegar verið útnefndir verður kennsluefnið áfram aðgengilegt á heimasíðunni, nemendum og kennurum að kostnaðarlausu. Notkunin krefst einungis þess að kennarinn skrái sig á námsgáttina www.nordenskolen.org - líkt og yfir 4000 kennarar víðs vegar um Norðurlöndin hafa þegar gert.


Baráttan gegn matarsóun er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.

 

undefined

Mynd: 6.bekkur Hofsstaðaskóla


Vinningshafar á hinum Norðurlöndunum voru:


Finnland: Jousenkaaren koulu, 7.bekkur
Noregur: Hamnvåg Montessoriskole
Svíþjóð: Sverigefinska skolan i Eskilstuna, 1.bekkur
Danmörk: Søholmskolen, 4.bekkur

Tengiliðir:


Elva Osk Gylfadottir,
+45 25489001
elva@fnfnorden.org


Marie Nørskov Bærentsen:
+45 51887851
marie@fnfnorden.org