Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

28-09-2015

Auðlindir og hráefni - fiskveiði

Auðlindir og hráefni - fiskveiði

Hvaðan kemur maturinn?
Nýtt, ókeypis námsefni um auðlindir og hráefni fyrir alla 12-14 ára á Norðulöndunum

Rannsókn frá árinu 2013 sýnir að þriðjungur allra barna og unglinga hjálpa ekki til við matargerð heima fyrir - og samtímis eykst neysla á tilbúnum og unnum mat. Þetta felur í sér að vitneskja margra skólabarna um uppruna matarins sem þau borða er mun minni en sú fyrir einungis einni kynslóð síðan.
Með hinu nýja þema beinir Norden i skolen því athyglinni að auðlindum og hráefni og starfrækir samhliða því „Baráttuna gegn matarsóun“. Aukin vitneskja um þær auðlindir sem við notum leiðir nefnilega til betri nýtingar og umsjár þeirra. Þessi nýju þemu skýra frá framtíðartækifærum á sviði sjálfbærrar veiði, skógræktar, dýrahalds og kornuppskeru, sem og að leggja línurnar fyrir námsskrár norrænna skóla á sviði líffræði, samfélagsfræði, náttúrufræði og tæknikennslu.

 

Matarkista hafsins

Ísland stendur hvað fremst Norðurlandanna í að draga úr sóun við fiskveiðar. Norden i skolen virti nánar fyrir sér hinn íslenska fisk og heimsótti húsakynni, þar sem fengist er við sjálfbæra þróun og nýstárlegar aðferðir til að draga úr sóun sjávaraflans. Frá og með 11. nóvember 2015 munu nemendur á Norðurlöndunum hafa aðgang að kennsluefni og ýmsum fróðleik um sjálfbært fiskeldi á heimasíðunni www.nordeniskolen.org, sem og að geta þar fræðst um hugtök líkt og „líffræðilegur fjölbreytileiki“ og „sjálfbærni“.

 

Forðast má sóun með framsækinni þróun

Þorskurinn er sú fisktegund sem Íslendingum hefur tekist hvað best að gernýta og skapar hann jafnframt vettvang fyrir stöðuga framþróun. Dæmi um nýsköpun á því sviði er norður-íslenska fyrirtækið Kerecis sem þróaði vefnaðarvöru úr þorskroði – en varan nýtist ágætlega við meðferð á ýmsum krónískum húðsjúkdómum og öðrum húðskemmdum.

Hús sjávarklasans er nýtilkomið samstarfsverkefni fyrirtækja og frumkvöðla í sjávarútvegi og haftengdri starfsemi: þar, líkt og hjá Kerecis, skipar fullnýting þorsksins öndvegi. Í Húsinu starfar m.a. Codland: lítið fyrirtæki sem hefur það markmið að nýta allt aukahráefni þorsksins til fullnustu. Meðal afurða sem verið er að þróa eru fæðubótarefni búið til úr þorskbeinum og skepnufóður sem nota má sem lífræna áburð og verkar jafnt á öllum vaxtarstigum plantna.

Ásamt hinu nýja kennsluefni á www.nordeniskolen.org munu nemendur öðlast fróðleik um þorskinn, sem dæmi um það hvernig megi líta á, meðhöndla og nýta, norræn hráefni á sjálfbæran máta.

 

Stjórnarskrárlög fyrir sjálfbærari framtíð

Hvað viðkemur sjálfbærri þróun eru Skandinavía og N-Evrópa þau svæði þar sem vottun fyrir sjálfbærri veiði er sterkust sem stendur. Þekktast í þessum efnum er Marine Stewarship Council (MSC): alþjóðleg samvinna þar sem reynt er að efla sjálfbærar veiðireglur. Þegar Norden i Skolen ræddi við verkefnastjóra MSC's á Íslandi og hið innlenda samhæfingarbákn Iceland Sustainable Fisheries var þeirra yfirlýsta markmið 100% sjálfbærni.

Enn er langt í land. En Norden i Skolen mun að sjálfsögðu einungis styðja og styrkja slíkan metnað! Hið nýja námsefni gáttarinnar mun kynna nemendur Norðurlandanna fyrir því hvernig bæði notendur og fyrirtæki geta hugsað og starfað í átt að sjálfbærri framtíð.

 

Norrænt hlutverk

Íslenski fiskurinn hefur gegnum tíðina gegnt mikilvægu hlutverki í norrænu samhengi og gerir það enn á okkar tímum. Í samvinnu við önnur norræn lönd, félög og stofnanir, er í dag unnið að því að rannsaka sjálfbærni í fiskiðnaði. Aukin vitund ríkir í atvinnulífinu um að finna betri og sjálfbærari lausnir bæði innanlands og á Norðurlöndunum.
Enn er að mörgu að vinna. Norðurlöndin hafa þó bæði innanlands, þvernorrænt og á alþjóðlega vísu, sterk stjórnarskrárlög til að byggja brýr að sjálfbærari framtíð. Með nýju námsefni Norden i Skolen um auðlindir og hráefni geta nemendurnir lært meira um hvað sé svipað og hvað ólíkt á Norðurlöndunum og fengið innblástur um hvernig hægt sé að miða að sjálfbærari framtíð.

 

Notendur framtíðarinnar að verki

Til að fá nemendur, notendur framtíðarinnar, til að hugleiða hvaðan maturinn kemur má fara með þá á vettvang svo þeir geti skoðað sjálft hráefnið. Með nýju námsefni vill Norden i Skolen gjarnan hvetja nemendurnar til að læra meira um sitt eigið nærumhverfi og einnig um hvað greinir hin norrænu hráefnin að.

Í sumar var Norden i Skolen viðstaddur við vettvangsferð sem skipulögð var af litla fyrirtækinu Codland fyrir 15-16 ára unglinga búsetta í fiskiþorpinu Grindavík. Vettvangsferðin fjallaði einmitt um að læra meira um sitt nærumhverfi. Í ferðinni heimsóttu hinir ungu Grindvíkingar meðal annars fiskframleiðandann Stakkavík sem verkar ferskan fisk. Þarna gátu unglingarnir séð hvernig fiskurinn var unninn, allt frá því að koma heill í land að því að verða fiskiflakið sem blasir við í búðinni. Margir unglinganna áttu fjölskyldu og kunningja sem unnu við fiskvinnslu: með heimsókninni í Stakkavík komust þeir í skilning um hvernig fiskurinn lítur út og hvernig hann er meðhöndlaður sem auðlind og hráefni í þeirra nærumhverfi - svo og hugleitt hvort þau myndu sjálf vilja sérhæfa sig í fiskiðnaði síðar meir.
Lestu meira um nýja þemað í ár og skráðu bekkinn þinn í Baráttuna gegn matarsóun á www.nordeniskolen.org.

 

TAKTU ÞÁTT Í BARÁTTUNNI GEGN MATARSÓUN:

1. SKRÁÐU BEKKINN ÞINN
2. SKRÁSETTU MATARSÓUN BEKKJARINNS Í AÐ MINNSTA KOSTI VIKU
3. NÚ ERTU ÞÁTTTAKANDI Í BARÁTTUNNI GEGN MATARSÓUN

VERÐLAUN: 5000 DKK (95.000 ISK) Í BEKKJARKASSANN