Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

10-09-2015

Auðlindir og hráefni -kornafurðir

Auðlindir og hráefni -kornafurðir

Hvaðan kemur maturinn?

 

Nýtt, ókeypis námsefni um auðlindir og hráefni fyrir alla skóla á Norðulöndunum

Rannsókn frá árinu 2013 sýnir að þriðjungur allra barna og unglinga hjálpa ekki til við matargerð heima fyrir - og samtímis eykst neysla á tilbúnum og unnum mat. Þetta felur í sér að vitneskja margra skólabarna í dag um uppruna matarins sem þau neyta er mun minni en sú fyrir einungis einni kynslóð síðan.
Með hinu nýja þema beinir Norden i skolen því athyglinni að auðlindum og hráefni og starfrækir samhliða því „Baráttuna gegn matarsóun“. Aukin vitneskja um þær auðlindir sem við notum leiðir nefnilega til betri nýtingar og umsjár þeirra. Þessi nýju þemu skýra frá framtíðartækifærum á sviði sjálfbærrar veiði, skógræktar, dýrahalds og kornuppskeru, sem og að leggja línurnar fyrir námsskrár norrænna skóla á sviði líffræði, samfélagsfræði, náttúrufræði og tæknikennslu.

Þegar fortíðin verður framtíðin

Jørn Ussing Larsen hefur í 40 ár starfað við bakaríð Aurion sem staðsett er á nyrsta hluta Jótlands í Danmörku. Hann er mikill eldhugi og hefur með starfsemi sinni í bakaríinu verið einn helsti forsprakki þess að endurinnleiða hinar gömlu norrænu korntegundir – en starfsemin nær í dag til allra Norðurlandanna. Saga Aurion lýsir jafnframt hægfara þróun til viðurkenningar á að sumar þeirra áskorana sem landbúnaður stendur frammi fyrir nú á dögum má leysa með breyttum þankagangi, svo sem hnignun í gæðum korns, aukna losun spilliefna út í umhverfið og fjárhagsörðugleika í rekstri.


Árið 1984 tók bakaríið Aurion í notkun sína eigin vindmyllu til mölunar: síðan þá hefur framleiðslan aukist jafnt og þétt og í dag er þar árlega unnið úr meira en 2000 tonnum af korni. Tegundirnar bera fremur óþekkt nöfn líkt og enkorn, emmer, spelt, svedjerug og kamut.

Námsefnið á heimasíðu Norden i Skolen verður aðgengilegt frá og með 11. nóvember 2015. Þar geta nemendur fræðst um gamlar og nýjar korntegundir; lært um það hvernig enduruppgötvun hinna eldri korntegunda hjálpar við að koma á fót sjálfbærri kornrækt á Norðurlöndunum; og einnig kynnst hugtökum á borð við „líffræðilegur fjölbreytileiki“ og „sjálfbærni“.

Eins og Jørn Ussing segir: „Hefðbundnir danskir ræktendur kvarta undan því að við getum ekki ræktað brauðkorn í Danmörku þar sem gæðin séu ekki nógu góð; fyrir þeim er próteininnihald upp á 8,4% er ófullnægjandi. En er þá ekki ósanngjarnt, að við getum með gömlu korntegundunum skilað próteininnihaldi sem er um það bil helmingi meira, svo sem með ølandshveiti, spelti, emmer og dalarhveiti. Arðurinn verður minni, en við getum vel framleitt afburðagæði með bættri ræktunartækni og tiltölulega litlu magni köfnunarefna og þar með minnkað umhverfisáhrifin.“

Líffræðilegur fjölbreytileiki og næringarinnihald

Aurion tekur þátt í ólíkum rannsóknum á hverju ári. Eitt af því sem kom mest á óvart var þegar þeir komust að því árið 2003 að hveitið þeirra innihéldi meira E-vítamín en annað hveiti, þó svo að það væri sigtað og stór hluti af klíðinu hefði verið fjarlægður. Jafnframt heldur rannóknin um notkun gömlu korntegundanna áfram.

Í vor heimsótti Norden i Skolen einnig Anders Borgen sem rannsakar hvernig viðnám gömlu korntegundanna gegn sjúkdómum gæti komið í stað eiturefnaúðunar í landbúnaði.


Hann veitir leiðsögn um eignina sína við Mariager fjörð og lýsir starfseminni þar. Hann segir að í nútímalandbúnaði eigi helst allt að vera eins. Þannig geti sá áburður og þau úðunarefni sem notuð eru, verið skömmtuð og löguð að hverri tegund fyrir sig. Þetta þýðir að kornið er ekki lengur ræktað vegna næringarinnihalds, bragðs eða getu til að vaxa í norrænu loftslagi - heldur fyrst og fremst vegna viðnámsþróttar og þess hversu mörg kornöx hvert strá getur borið. Í lífrænum landbúnaði er því öfugt farið og samkvæmt Anders Borgen er það ef til vill framtíðin í landbúnaði. Þegar Anders þróar tegundir á grunni gömlu korntegundanna þarf hann að hafa eins mörg tilbrigði og hann mögulega getur. Það hefur nefnilega komið í ljós að þannig hefur kornið ávallt viðnámsþrótt, jafnframt fela tilbrigðin í sér ólíkt næringarinnihald og verður fæðan sem við mannfólkið innbyrðum þar af leiðandi fjölbreyttari.

Þetta er alfarið nýr hugsunarháttur. Séu niðurstöður þessarar vinnu bornar saman við hin 40 ár í bakaríinu Arion leikur enginn vafi á jákvæðum árangri. Framtíðin liggur í fortíðinni. Gæðin verða meiri, umhverfisáhrifin minni og efnahagurinn betri.

Lestu meira um nýja þemað í ár og skráðu skólann þinn í Baráttuna gegn Matarsóun á hér.