Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

12-10-2015

Auðlindir og hráefni - skógrækt

Auðlindir og hráefni - skógrækt

Tyggjó, kúlupennar og föt frá skógum Finnlands. Nýtt, ókeypis námsefni um auðlindir og hráefni fyrir alla skóla á Norðulöndunum 

Rannsókn frá árinu 2013 sýnir að þriðjungur allra barna og unglinga hafa takmarkaða vitneskju um hráefni. Þetta felur í sér að vitneskja margra skólabarna í dag um uppruna matarins sem þau neyta er mun minni en sú fyrir einungis einni kynslóð síðan. Með hinu nýja þema beinir Norden i skolen því athyglinni að auðlindum og hráefni og starfrækir samhliða því „Baráttuna gegn matarsóun“. Aukin vitneskja um þær auðlindir sem við notum leiðir nefnilega til betri nýtingar og umsjár þeirra. Þessi nýju þemu skýra frá framtíðartækifærum á sviði sjálfbærrar veiði, skógræktar, dýrahalds og kornuppskeru, sem og að leggja línurnar fyrir námsskrár norrænna skóla á sviði líffræði, samfélagsfræði, náttúrufræði og tæknikennslu.


Hluti af hinu nýja námsefni „Auðlindir og hráefni“, sem gert verður aðgengilegt þann 11. nóvember 2015 á www.nordeniskolen.org, fjallar um sjálfbæra skógrækt í Finnlandi. Efnið veitir nemendum meðal annars fróðleik um fjölbreytileika skóglendis, ásamt mikilvægi þess að varðveita skóga og hvernig megi nota auðlindir þeirra á sem hagstæðastan máta. Í byrjun júlí heimsótti Norden i Skolen að gefnu tilefni nokkur finnsk samtök og fyrirtæki sem fást við skógrækt og sjálfbæra notkun trjáviðarins, til að fræðast meira um viðfangsefnið.


Ein slík samtök eru Finnsku skógarsamtökin Metsäyhdistys: þau bjóða upp á spennandi upplýsingar um notkun skógarins og þá möguleika sem hann hefur upp á að bjóða, sem og fróðleik um finnska skógargeirann fyrir þá sem fyrir utan hann standa. Metsäyhdistys skipuleggur til að mynda skógarferðir fyrir finnska skólabekki: þar læra börnin um allar dásemdir skógarins, skoða stórar skógarvélar og grilla pyslur yfir opnum eldi. Samtökin taka þátt í og fylgja eftir umræðum um skógrækt, framleiða fræðsluefni um skóginn og vinna almennt að því að allir íbúar Finnlands hafi grundvallarskilning á mikilvægi skógarins.


Finnsku skógarnir þekja 75% af flatarmáli landsins og er fimmti hver íbúi skógareigandi, eða um 1 milljón Finna. Margir vinna við skógariðnaðinn eða í störfum tengdum faginu - og lifa þar með beint eða óbeint af skóginum. Það segir sig því sjálft að sjálfbær skógrækt og þar með nýting trjáviðarins og hans afurða er mjög mikilvæg fyrir finnsku þjóðina. Frá norrænu sjónarhorni séð gegnir skógurinn einnig mikilvægu hlutverki í dag – svo sem í tengslum við norræna hönnun; jafnframt hefur hann mikla merkingu í sögulegu samhengi, þar sem timbur var notað við byggingu húsa, víkingaskipa og verkfæra.


Hjá Norden i Skolen ákváðum við því að skoða nánar í hvað tréð nýtist. Flestir leiða hugann að tréafurðum líkt og pappír, húsgögnum, viðarvörum eða flísum í garðinn - en Metsäyhdistys opnaði fyrir okkur algjörlega nýjan heim þegar þeir lýstu m.a. textíl, kúlupennum, sellófani og tyggjói, sem ýmist eru gerð eingögnu úr tré eða innihalda mikilvæg efni úr tré. Metsäyhdistys sýndu okkur þar að auki spennandi viðartengdu efni frá Woodcast® sem má nota á sama hátt og gifs. Efnið er gert úr hreinu tré ásamt niðurbrjótanlegu plasti og mótast auðveldlega með vatni: efnið er einfaldlega hitað upp og er þá hægt að móta það eftir líkamanum. Ef þarf, er hægt að endurmóta og aðlaga án þess að nokkuð skemmist. Sama gildir þegar teknar eru röntgenmyndir: ekkert fer til spillis þar sem ekki er nauðsynlegt að taka efnið af á meðan myndatökunni stendur – sem aftur á móti væri nauðsynlegt með hefðbundið gifs, sem við sömu aðstæður þyrfti að fjarlægja og síðan útbúa nýtt.


Nýting á leifum og löngun til að forðast sóun er nýr hugsunarháttur gagnvart trjám – og er það vafalaust afar spennandi þróun fyrir tréafurðir framtíðarinnar. Nýja námsefni Norden í Skolen verður aðgengilegt í haust á www.nordeniskolen.org. Lestu meira um nýja þemað í ár og skráðu skólann þinn í Baráttuna gegn matarsóun á Nordeniskolen.org.

Taktu þátt í Baráttunni gegn matarsóun:

• Skráðu bekkinn þinn
• Skrásettu matarsóun bekkjarinns í að minnsta kosti viku
• Nú ertu þátttakandi í baráttunni gegn matarsóun

Verðlaun: 5000 DKK (95.000 isk) í bekkjarkassann