Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

18-12-2017

Gleðileg jól á nýju námsgáttinni!

Gleðileg jól á nýju námsgáttinni!

Takk fyrir gott og lærdómsríkt ár á Norden i Skolen. Við höldum inn í nýtt ár með nýjan og endurbættan kennsluvef þér og hinum 10.000 kennurunum, sem nota hann, til ánægju.


Nýja síðan auðveldar notendum að leita að efni á kennsluvefnum og þú getur nú þegar hafist handa við að undirbúa kennslu næsta árs í norrænum tungumálum, menningu, sögu, samfélagi og loftslagsmálum. Fáðu innblástur úr efnisyfirliti okkar. Með yfirlitinu er einfaldara fyrir þig að þrengja leit þína og hafa hana nákvæmari. Leitaðu eftir þemum, kennsluáherslum, bekkjarstigi, tungumáli og fagi, og finndu fullkomið kennsluefni fyrir þig.


Á nýju síðunni getur þú einnig komist í samband við vinabekk með einfaldari hætti en áður. Námsgáttin hefur verið endurbætt svo þú getur nú tilgreint og valið það samstarfsfyrirkomulag og fræðasvið eða fag, sem þú kýst helst, í notendaupplýsingum þínum. Skráðu þig inn á Norden i Skolen og leitaðu að nýjum vinabekk.


Sæktu innblástur í kennsluefni okkar á aðventunni. Á nordeniskolen.org finnur þú meðal annars sænsku jólasmásöguna ‘Liten julnovell’ og norsku teiknimyndina ‘Olavs første skitur‘.

 

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Norden i Skolen