Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

12-05-2016

Kennarar um allt land fá ókeypis aðgang að myndum

Kennarar um allt land fá ókeypis aðgang að myndum

Nú fá allir kennarar á Íslandi og hinum Norðurlöndunum ókeypis aðgang að norrænum myndum. Það gerist í dag þegar kennslugáttin Norden i Skolen opnar fyrir úrval 39 stutt- og heimildarmynda.

Nú geta kennarar og nemendur í skólum um Norðurlöndin þver og endilöng hlakkað til að horfa á fjöldann allan af norrænum stutt- og heimildarmyndum. Heimilt er að nota myndirnar án endurgjalds við kennslu í skólunum og er þeim ætlað að styðja við kennslu á Norðurlöndunum um danska, norska og sænska menningu. Þetta er þó bara nýjasta viðbótin á Norden i Skolen, stærstu kennslugátt Norðurlanda.


Nýi myndapakkinn samanstendur af 39 sérvöldum stutt- og heimildamyndum. Myndirnar eru á öllum norðurlandamálunum og nú er í fyrsta sinn hægt að velja textun á átta norðurlandamálum; dönsku, norsku, sænsku, finnsku, íslensku, færeysku, grænlensku og samísku. Það er viðbót sem fagfólk hefur lengi kallað eftir:


- Við hjá Norden i Skolen leggjum mikið á okkur til geta boðið upp á námsefni sem stenst nútímakröfur. Þess vegna er ég sérstaklega ánægður með að geta nú kynnt myndaúrval sem kennarar hafa beðið lengi, og sem opnar möguleikann á því að nálgast grannmálin á nýjan og lifandi hátt, segir Thomas Henriksen verkefnisstjóri.


Nýja myndaúrvalið auðveldar öllum kennurum á Norðurlöndunum að kenna grannmálin á nýjan hátt. Með hverri mynd fylgja verkefni, sem tengjast ákveðnum námsþemum og eru ætluð mismunandi árgöngum með áherslu á texta, ljóð og tónlist. Myndapakkinn er þar af leiðandi nýr valkostur við kennslu í grannmálunum:


– Myndaúrval Norden i Skolen eykur möguleika kennara á að vinna með norðurlandamálin á nýjan og öðruvísi hátt. Jafnframt vonumst við til að pakkinn veki áhuga nemendanna á tungumálum og menningu nágrannalandanna og fái þá til að kafa ofan í alla þá möguleika og upplifanir sem koma með aukinni tungumálafærni, útskýrir Thomas Henriksen, verkefnisstjóri Norden i Skolen.
Myndaúrvalið á Norden i Skolen er ókeypis fyrir alla kennara á Norðurlöndunum. Til að fá aðgang að myndum, verkefnum, o.s.frv. þarf að skrá sig sem notanda á www.nordeniskolen.org

 Norden i Skolen hefur verið starfrækt frá árinu 2012 og er ókeypis námsgátt sem hefur gefið kennurum og nemendum á öllum Norðurlöndum alveg nýja möguleika þegar unnið er með norræn tungumál og menningu, loftslag og náttúru. Námsgáttin er ætluð til notkunar í grunn- og menntaskólum. Nú eru yfir 4700 kennarar skráðir í námsgáttina, sem er rekin af Sambandi Norrænu félaganna. Nýja myndaúrvalið er aðgengilegt með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar og Nordisk Sprogkoordination.