Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

13-06-2019

Nýjar stuttmyndir á leiðinni á Norden i Skolen, norræna skólaspjallið og margt fleira!

Nýjar stuttmyndir á leiðinni á Norden i Skolen, norræna skólaspjallið og margt fleira!

Nú getið þið þegar hafist handa við að skipuleggja næsta haust með nýju stuttmyndunum á vefnum okkar, norræna skólaspjallinu og jafnvel norrænum vinabekk.

NÝJAR STUTTMYNDIR Á NORDEN I SKOLEN
Í samvinnu við stuttmyndaverkefnið NoJSe bjóðum við nú upp á fjórar nýjar stuttmyndir og nýtt þema á Norden i Skolen. NojSe sér okkur fyrir gæðamyndum eftir hæfileikaríka kvikmyndagerðarmenn, sem brenna fyrir að segja sögur sem skipta máli í okkar samtíma fyrir börn og unglinga. Stuttmyndirnar verða sýndar á norrænum stuttmyndahátíðum í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð en eru nú þegar aðgengilegar á www.nordeniskolen.org.


Hverri mynd fylgja verkefni og þemanu fylgja einnig kennsluleiðbeiningar, sem auðvelda kennurum að setja sig inn í efnið og fá yfirsýn yfir það. Myndirnar og kennsluleiðbeiningarnar má nálgast hér!

 

RÁÐ FYRIR VEL HEPPNAÐ VINABEKKJASAMSTARF
Áhuginn á norrænu vinabekkjasamstarfi fer vaxandi á Norden i Skolen! Þess vegna höfum við fengið kennara sem hafa unnið með norrænum kollegum í áþekku samstarfi til að miðla reynslu sinni og taka saman nokkur ráð sem eiga að nýtast kennurum í vinabekkjasamstarfi. Ráðin eru alls tíu og eiga að stuðla að vel heppnuðu vinabekkjasamstarfi. Þau má nálgast hér.


SKRÁIÐ YKKUR Í NORRÆNA SKÓLASPJALLIÐ
Frá og með september 2019 verður norræna skólaspjallið haldið einu sinni í mánuði og þegar hefur verið opnað fyrir skráningu fyrir komandi haust. Með nýja skráningarkerfinu er auðvelt að halda utan um og fylgjast með því hversu margir eru skráðir hverju sinni. Lesið meira um norræna skólaspjallið og skráið ykkur til leiks hér.


(ATH! Nauðsynlegt er að vera skráður inn á síðuna til að geta skráð sig í skólaspjallið)


SKIPULEGGIÐ KENNSLUNA FYRIR HAUSTIÐ
Á nordeniskolen.org er gríðarlegt magn af námsefni á dönsku, norsku og sænsku, um norræna menningu, norrænt samfélag og náttúru. Kennsluleiðbeiningarnar sem fylgja námsefni þar inni gera kennurum kleift að kynna sér hin ólíku þemu sem í boði eru. Auk þess eru alls konar hugmyndir og uppástungur á síðunni, sem ekki eru endilega bundnar ákveðnu myndbandi eða texta, fyrir kennslu í Norðurlandamálum. Allt námsefnið er vitaskuld frítt og öllum frjálst að nota.

 

Nú eru fleiri en 16.000 kennarar skráðir á Norden i Skolen! Við óskum öllum gleðilegs sumars og þess að allir snúi endurnærðir aftur til starfa í haust fyrir enn eitt gott skólaár, þar sem við munum vinna meira og betur saman að því að efla okkar norræna mál- og menningarsamfélag. Við hlökkum til!