Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

07-11-2017

Nýtt gjaldfrjálst kennsluefni fyrir framhaldsskóla um „Nýrra norrænt raunsæi” og „Danska ríkjasambandið og norðurslóðir“

Nýtt gjaldfrjálst kennsluefni fyrir framhaldsskóla um „Nýrra norrænt raunsæi” og „Danska ríkjasambandið og norðurslóðir“

Nú kynnir námsgáttin Norden i Skolen, sem haldið er úti á vegum Sambands norrænu félaganna og Norræna ráðherraráðsins, fjöldann allan af nýju kennslu efni fyrir framhaldsskóla. Þar er lögð áhersla á Norðurlandamálin, norræna menningu, sögu og samfélag. „Nýrra norrænt raunsæi“ og „Danska ríkjasambandið og norðurslóðir“ eru fyrstu tvö þemu nýja kennsluefnisins, sem verður aðgengilegt á vefnum frá og með 6. nóvember 2017.

Tilgangur kennsluefnisins er að veita nemendum á Norðurlöndum frekari innsýn í norska, menningu, mál, sögu og þau samfélagsvandamál, sem eru efst á baugi.

Þessi fyrstu tvö þemu eru ætluð kennurum í dönsku, samfélagsfræði, landafræði og sögu því bæði er fjallað um nýrra norrænt raunsæi sem og stöðu og hlutverk danska ríkjasambandsins á norðurslóðum.

Sjá nýja kennsluefnið fyrir framhaldsskóla hér og hér.

 

Nordeniskolen.org býður framhaldsskólanemendur velkomna

Allt kennsluefni má nálgast á námsgáttinni nordeniskolen.org, sem hefur allt frá árinu 2013 boðið grunnskólakennurum á Norðurlöndum frítt námsefni. Í dag nota um 10.000 kennarar vefinn og Norden i Skolen færir nú út kvíarnar með efni ætlað nemendum í framhaldsskólum.

Thomas Henriksen, verkefnastjóri, útskýrir:

„Við viljum efla kennslu á framhaldsskólastigi og auka þekkingu nemenda á norrænu máli, menningu, sögu og þeim samfélagsvandamálum, sem eru efst á baugi á Norðurlöndum. Með því að flétta norræn málefni inn í kennsluna er hægt að efla hefðbundna kennslu um leið og nemendur eru búnir undir að nýta sér þau tækifæri og kosti, sem samstarf Norðurlandanna hefur í för með sér.“

Kennsluefni gagngert fyrir framhaldsskóla hefur lengi verið á teikniborðinu og fyrir utan möguleikann á samstarfi með vinabekk í öðru Norðurlandi, er það fyrst nú sem nordeniskolen.org hefur eitthvað að bjóða nemendum og kennurum á framhaldsskólastigi.

 

Danska ríkjasambandið og norðurslóðir: Afar mikilvægt málefni í brigðulum heimi               

Námsefnið um norðurslóðir og danska ríkjasambandið milli Danmerkur, Færeyja og Grænlands, býður nemendum upp á spennandi viðfangsefni, þar sem lögð er áhersla á milliríkjatengsl og valdahlutföll á norðurslóðum. Í takt við alþjóðlegar loftslagsbreytingar eru norðurslóðir nú í brennidepli sem aldrei fyrr. Nýjar siglingaleiðir fyrir skipaumferð skapa væntingar um gróðatækifæri og gerir það skilning á danska ríkjasambandinu og tengslum aðildarríkja þess þarfan.

Heimildaþáttaröðin „Rigsfællesskabets historie“ eða Saga danska ríkjasambandsins frá 2016, sem framleidd var af Martin Breum og Jakob Gottschau, myndar hryggjarstykki nýja kennsluefnisins, en þar eru einnig vísindagreinar, greiningar, opinber skjöl, blaðagreinar o.fl. Alþjóðleg hugtök á borð við hart og mjúkt vald og nýlendustefna koma við sögu og fyrir vikið ætti námsefnið að vera áhugavert fyrir nemendur.

Kennsluráðgjafinn og framhaldsskólakennarinn, Niels Vinther, sem hefur tekið þátt í að þróa kennsluefnið, útskýrir:

„Umfjöllunin um norðurslóðir og danska ríkjasambandið má nota í samfélagsgreinum, landafræði og sögu. Hún gefur góða innsýn í hve háð aðildarríkin eru hvert öðru og eykur skilning á því stjórnmálatengslum, sem er undir hjá þjóðum, er búa við heima- og sjálfsstjórn. Í þemanu er einnig fjallað um önnur vandamál á norðurslóðum, t.a.m. átökin um norðurpólinn milli danska ríkjasambandsins og hinna strandríkjanna á norðurslóðum, sem verða æ áþreifanlegri eftir því sem ísinn bráðnar í Norður-Íshafi.“

 

Nýrra norrænt raunsæi: Ný sjónarhorn á raunveruleikann

Efnið um nýrra norrænt raunsæi lýtur að dönskukennslu og er eins konar inngangur að norrænum bókmenntum frá aldamótum. Þar er lögð áhersla á vandamál á borð við félagslegan arf, kynhneigð, fíkniefnanotkun, dauða og bernskuáföll. Allt eru þetta mál, sem eru ofarlega á baugi í dag, og í kennsluefninu eru þau tekin til umfjöllunar í anda Georg Brandes, þ.e. að sætte problemer under debat, með tilheyrandi verkefnum og skapandi ritunarverkefnum. Kennsluefnið má nota eitt og sér eða þá sem hluta af umfjöllun um raunsæi eða natúralisma eða um textalestur og greiningu.

Kennsluráðgjafinn og dönskukennarinn, Michael Friis Møller, sem vann að gerð kennsluefnisins, segir:

„Umfjöllunin um nýrra norrænt raunsæi getur nýst í kennslu til að fá innsýn í ólíkanir upplifanir á veruleikanum víðs vegar um Norðurlönd, sem býður upp á áhugaverðar speglanir og sjónarhorn á hversdagslíf og samfélag á hinum Norðurlöndunum. Með þeim hætti fá nemendur innsýn í líf barna og ungmenna í nágrannalöndunum og kynnast því sem þeir eiga sameiginlegt með jafnöldrum sínum.“

Kennsluefnið um norðurslóðir er fjármagnað af Nordregio, en efnið um nýrra norrænt raunsæi af Nordplus Sprog og Kultur.

Sjá nýja kennsluefnið fyrir framhaldsskóla hér og hér