Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

07-11-2017

Nýtt og gjaldfrjálst kennsluefni um SKAM fyrir unglingadeild

Nýtt og gjaldfrjálst kennsluefni um SKAM fyrir unglingadeild

Norska ungmennaþáttaröðin SKAM hefur slegið rækilega í gegn meðal ungs fólks á Norðurlöndum. Af þeim sökum býður námsgáttin nordeniskolen.org nú upp á spennandi kennsluefni með völdum myndbrotum úr SKAM fyrir 8.-10. bekk.          

Það má nota í kennslu í nágrannamálunum, móðurmálskennslu og í þverfaglegum verkefnum um ungt fólk á Norðurlöndum.

Sjá SKAM-kennsluefnið hér

SKAM fæst við alvöru vandamál og fjallar um þau með tungutaki, sem hefur gert norsku svalari en nokkru sinni fyrr meðal ungs fólks á Norðurlöndum. Þáttaröðin hefur einnig gert það að verkum að margt þessa unga fólks finnur enn sterkar fyrir því að vera hluti af norrænu mál- og menningarsamfélagi.

Það er ástæða þess að nordeniskolen.org kynnir nú nýtt kennsluefni um SKAM, þar sem nemendur á öllum Norðurlöndum fá tækifæri til að fræðast meir um norska tungu og menningu, um leið og þau fjalla um vandamál, sem þau þekkja úr sínu lífi.

Nordeniskolen.org er meðal þess sem Samband norrænu félaganna (Foreningerne Norden) býður öllum á Norðurlöndum. SKAM-kennsluefnið er fjármagnað af Norræna ráðherraráðinu og Norrænu málnefndinni (Nordisk Sprogkoordination).

 

Sjö hlutar

Efnið samanstendur af sjö hlutum með myndbrotum úr SKAM sem fjalla m.a. um að hafa þor til að hafa sínar eigin skoðanir, sviðsetningu sjálfsins (d. selviscenesættelse), femínisma, hefndarklám, samkynhneigð, kynþáttafordóma ásamt frelsi og ábyrgð ungs fólks.

 

Hverjum hluta fylgja verkefni, þar sem nemendur geta aukið skilning sinn á norsku máli og menningu, um leið og þau hugleiða þau vandamál, sem tekin eru fyrir í þáttaröðinni, og bera þau saman við sína eigin reynslu. Í verkefnunum reynir sömuleiðis á ímyndunarafl og sköpunargáfu nemenda.

Thomas Henriksen, verkefnastjóri, segir:

Með SKAM-kennsluefninu viljum við gefa kennurum á Norðurlöndum tækifæri til að vinna með nágrannamálin á skemmtilegan hátt, sem höfðar til nemenda og er í takt við þau vandamál, sem þeir glíma við í hversdagslífi sínu. Þess vegna má bæði nota kennsluefnið í tungumálafögum og þverfaglegum verkefnum um ungt fólk á Norðurlöndum.“

 

Himnasending fyrir kennslu í Norðurlandamálum

Kennsluefnið var unnið í samstarfi við tvo kennslu- og uppeldisfræðinga, Trine Ferdinand og Dorte Haraldsted, sem hafa þetta um  að segja:

 SKAM er himnasending fyrir norðurlandamálakennslu vegna þess að þar er lögð áhersla á málefni, sem eru mikilvæg og áhugaverð fyrir ungt fólk, og þættirnir gera okkur kleift að fjalla nánar um það sérnorska auk þess sem unglingar á Norðurlöndum eiga sameiginlegt, bæði mál- og menningarlega séð. Við höfum því valið 10 myndbrot með tilheyrandi verkefnum, sem má nota til að greina, ræða og túlka með skapandi hætti, óháð því hvort maður hefur séð alla þáttaröðina eður ei.

Nýja kennsluefnið um SKAM má nálgast á nordeniskolen.org, sem hefur allt frá árinu 2013 boðið kennurum og nemendum á Norðurlöndum gjaldfrjálst náms- og kennsluefni. Í dag nota um 10.000 kennarar námsgáttina.

Sjá SKAM-kennsluefnið hér