Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

15-03-2017

NORRÆNA SKÓLASPJALLIÐ FER FRAM ÞANN 23. MARS KL. 12:00-14:00 CET (kl. 11:00-13:00 UTC) – TAKTU ÞÁTT Í LANDALEIKUNUM!

NORRÆNA SKÓLASPJALLIÐ FER FRAM ÞANN 23. MARS KL. 12:00-14:00 CET (kl. 11:00-13:00 UTC) – TAKTU ÞÁTT Í LANDALEIKUNUM!

Fyrirkomulag Norræna skólaspjallsins er í ár innblásið af svokölluðu „ráðgátu skype“ og gengur út á að senda norræna nemendur í spennandi og ögrandi könnunarleiðangur um gervöll Norðurlöndin. Á landaleikunum takast nemendur á við landafræðiþraut sem krefst nákvæmrar rannsóknarvinnu og þekkingar á norrænni landafræði.

Verkefnið snýst nefnilega um að reyna að komast að því hvar á hinum Norðurlöndunum viðmælendurnir eru staddir. Hver hópur spyr hinn einfaldra JÁ og NEI spurninga og á þannig að geta staðsett viðmælendur sína á korti. Landaleikunum lýkur svo þegar báðir nemendahópar hafa giskað rétt á hvar hinn hópurinn er staðsettur. Þegar nemendurnir smella á „næsti“ birtist nýr norrænn nemendahópur á skjánum og landaleikarnir hefjast á nýjan leik.

Einstök og skemmtileg fræðsla

Norræna skólaspjallið er góð leið til að kynnast nemendum frá hinum Norðurlöndunum – og einnig kjörið tækifæri til að þjálfa bæði hlustun og skilning í skandinavísku tungumálunum, dönsku, sænsku og norsku: að greina hljómfall þeirra og hrynjandi, líkindi þeirra og það sem greinir þau að. Ný útfærsla Norræna skólaspjallsins hentar vel fyrir alla bekki grunnskólans. Landaleikarnir reyna á vitneskju þátttakenda um norræna landafræði, menningu og tungumál – þannig læra nemendurnir einnig hver af öðrum.