Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

05-02-2017

Norrænir nemendur sýna samstöðu gegn plastrusli í hafinu

Norrænir nemendur sýna samstöðu gegn plastrusli í hafinu

Ljósmynd: 5.-7. Bekkur, Tálknafjarðarskóli.

 

Ef ekkert er aðhafst verður að öllum líkindum meira af plasti í sjónum en fiski árið 2050. Sem betur fer er auðvelt að koma á breytingu til batnaðar – sem mörg hundruð norrænir nemendur hafa þegar tekið til við. Nemendurnir eru þátttakendur í Norræna plastkapphlaupinu, sem finna má á nordeniskolen.org, og er skipulagt að undirlagi Norrænu ráðherranefndarinnar.

Viltu hafa áhrif á plastmengun í náttúru og sjó? Þá er ærið tilefni til þátttöku í plastkapphlaupi Norden i Skolen.

Norræna plastkapphlaupið felst einfaldlega í því að senda bekkinn út í náttúruna: þar safna nemendur eins miklu plastrusli og mögulegt er á 15 mínútum og fara með til baka í skólastofuna. Þar taka þeir myndir af afrakstrinum og hlaða upp á heimasíðuna www.nordeniskolen.org. Bekkurinn keppir þá við aðra bekki víðs vegar um Norðurlöndin um að vinna 80.000 kr (5000 DKK) í bekkjarsjóðinn.

Á heimasíðunni www.nordeniskolen.org má nálgast viðeigandi námsefni um plast í hafinu. Þar má m.a. finna gagnlegar fræðigreinar auk áhugaverðra verkefna, s.s. um örplast (míkróplast) í hafinu og um það hvernig draga megi úr rusli í náttúrunni. Á heimasíðunni er einnig heimildarmynd um efnið, ásamt nýju efni sem er jafnframt birt reglulega.


Þær áskoranir sem fylgja plasti í náttúrunni á landi og í sjó eru viðfangsefni sem hlýtur stöðugt meiri athygli, ekki einungis á Norðurlöndunum heldur í heiminum öllum. Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna er plastmengun í hafinu „áhyggjuefni fyrir alla jarðarbúa“. Á Norðurlöndunum hafa margir þegar sýnt framtakssemi og ýmsar aðgerðir hafnar til að draga úr plastrusli í náttúrunni. Þar má nefna bæinn Tromsø í Noregi, þar sem strandhreinsunarverkefnið „Hrein strönd“ (Ren Kyst) starfa í þágu hreinni náttúru.


Horfðu á heimildarmynd strandhreinsunarverkefnisins Ren Kyst, með flottum skotum úr bænum Tromsø og sterkum boðskap um að hafa jákvæð áhrif á náttúruna – og fáðu innblástur til góðra verka (á norsku). Taktu þátt í Norræna plastkapphlaupinu sem lýkur þann 23. mars 2017, kl. 12:00.

Norden i Skolen er starfrækt af Sambandi Norrænu félaganna (Foreningerne Nordens Forbund).