Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

23-03-2016

Norrænir nemendur sigra í Baráttunni gegn matarsóun

Norrænir nemendur sigra í Baráttunni gegn matarsóun

Fimm bekkir á Norðurlöndunum bera sigur úr býtum í Baráttunni gegn matarsóun – verkefnið gekk út á að draga úr matarsóun og kynna sér hvernig betur megi varðveita auðlindir okkar og hráefni um ókomna tíð.

 

Á degi Norðurlanda, þann 23. mars 2016, lýkur annarri umferð í Loftslagsáskorun Norðurlandaráðs. Að þessu sinni var lögð áhersla á norrænar auðlindir og hráefni ásamt Baráttunni gegn matarsóun. Yfir 400 norrænir kennarar tóku þátt í verkefninu gegnum hina stóru samnorrænu námsgátt, www.nordeniskolen.org, þar sem kennararnir gátu nálgast kennsluefni um hvaðeina frá fornum norrænum korntegundum, um skógarfylgsni í Finnlandi, að hafdjúpinu sem umlykur Ísland. Þess utan hafa kennararnir ásamt nemendum sínum vigtað matarafganga og sannreynt að fimmti hver nestispakki eða skólamáltíð endar í ruslinu í skólum á Norðurlöndum.


Vikan hefur verið afar lærdómsrík, börnin urðu skyndilega afar meðvituð um það hvaðan maturinn kemur og hverju þau henda sjálf af ætum mat. Með þessum hætti hefur matarsóunarvandinn orðið áþreifanlegur og þau kynnst honum af eigin raun“, segir Jakob Pedersen, kennari í 3. B, Søholmskólanum í Ringsted í Danmörku, sem er einn þeirra skóla sem tóku þátt í verkefninu.  


Á degi Norðurlanda verða fimm bekkir, einn í hverju Norðurlandanna, dregnir úr happdrættinu – en í pottinum eru þeir bekkir sem luku verkefninu og drógu úr matarsóun sinni. Það eru þó ekki þessir fimm sigurvegarar sem mestu máli skipta, heldur allur sá fjöldi nemenda sem nú er betur í stakk búinn til að standa vörð um sameiginlegar auðlindir okkar, líkt og Thomas Mikkelsen bendir á,  en hann er þróunarstjóri verkefnisins hjá Sambandi Norrænu félaganna (FNF – Foreningerne Nordens Forbund).


Þrátt fyrir að dregið verði um vinningshafa Baráttunnar gegn matarsóun, verður enn hægt nálgast kennsluefnið um auðlindir og hráefni Norðurlanda á heimasíðunni, nemendum og kennurum að kostnaðarlausu. Notkunin krefst einungis þess að kennarar skrái sig í námsgáttina á www.nordenskolen.org; þar sem yfir 4000 kennarar víðs vegar um Norðurlönd eru þegar skráðir.


Kennsluefnið er aðgengilegt á fimm norrænum tungumálum, sem greiðir götu samræðna um Norðurlöndin öll. Hvað getum við lært hvert af öðru? Hvaða þýðingu hafa fiskveiðar fyrir Íslendinga? Hvernig munu hinar gömlu korntegundir í Danmörku og Noregi nýtast til brauðgerðar í framtíðinni? Hvernig verður skógum Svíþjóðar og Finnlands stýrt, svo hafa megi bæði gagn og gaman af þeim í framtíðinni?


Tilkynnt verður um sigurvegara í Baráttunni gegn matarsóun þann 6. apríl 2016.


Tengiliðir:

Elva Ósk Gylfadóttir:
+45 25489001
elva@fnfnorden.org

Marie Nørskov Bærentsen:
+45 51887851
marie@fnfnorden.org