Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

24-09-2018

Tökum til hendinni – Nú snýr norræna plastkapphlaupið aftur!

Tökum til hendinni – Nú snýr norræna plastkapphlaupið aftur!

Norræna plastkapphlaupið er kennsluhugmynd , þar sem athyglinni er beint að plastmengun í náttúrunni og gripið til aðgerða gegn henni. Þetta er kapphlaup við tímann – fyrir framtíð okkar allra og móður jörð. Í tengslum við það má nú nálgast kennsluefni um þau vandamál, sem fylgja plasti og örplasti í náttúrunni, á vef Norden i Skolen.

 

Svona getið þið og ykkar bekkur tekið þátt í kapphlaupinu:

1. Stofnið aðgang á nordeniskolen.org – það kostar ekki neitt!

2. Stillið skeiðklukku/niðurteljara, hlaupið út í náttúruna með bekknum ykkar og safnið eins miklu plasti og efni, sem ekki brotnar niður, og þið megnið á 15 mínútum.

3. Hafið afraksturinn með ykkur aftur í skólann, takið mynd af því ásamt bekknum og hlaðið henni upp á nordeniskolen.org.


VINNIÐ HEIMSÓKN FRÁ LOFTSLAGSSÉRFRÆÐINGI

Allar myndir, sem hlaðið er upp á vefinn www.nordeniskolen.org, fara í happdrættispott og fær bekkurinn sem vinnur heimsókn frá loftslagssérfræðingi. Með því að setja inn fleiri myndir úr hverri ferð bekkjarins aukast vinningslíkur hans. Dregið verður þann 11. nóvember 2018 – á norræna loftslagsdeginum!