Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

31-10-2017

Vælkomin – Norden i Skolen er pussaður upp

Vælkomin – Norden i Skolen er pussaður upp

 

Námsgáttin Norden i Skolen er nú orðin enn auðveldari og skemmtilegri í notkun fyrir jafnt nemendur sem kennara á Norðurlöndum. Hún hefur verið endurbætt svo þú sem kennari getir fengið yfirsýn yfir þá ólíku texta, myndir, verkefni, leiki o.fl., sem þú getur nýtt þér að kostnaðarlausu. Að sama skapi er nú auðveldara að komast í kynni við vinabekk.


Fáðu yfirsýn með einföldu smelli

Námsgáttin hefur fengið nýja leitarvél, sem auðveldar þér sem kennara að fá yfirsýn yfir allt það framboð af námsefni, sem þú getur notað í þinni kennslu. Þar á meðal má nefna mikið úrval af sérsniðnum þemapökkum, textum og myndböndum með spennandi verkefnum, þar sem allt er frágengið og reiðubúið til notkunar. Þar er til að mynda fjallað um nágrannamálin, samfélagsmál og menningu á Norðurlöndum. Önnur nýjung er sú að þú getur þrengt leitina með sérstökum náms- eða fræðsluáherslum sem auðveldar þér að flétta kennsluefnið inn í námsáætlunina hverju sinni.


Einfalt að útbúa og leysa verkefni með vinabekkjum

Það að námsgáttin er orðin enn aðgengilegri og auðveldari í notkun þýðir einnig að ekki þarf nema örfá smell til að kynnast vinabekk. Þannig er samvinna með nemendum annars staðar á Norðurlöndum orðin leikur einn, sem hæglega má gera hluta af hefðbundnu námi nemenda. Nordeniskolen.org hefur þar að auki fengið „vinabekkjarstofu“, þar sem hægt er, með aðstoð veftöflunnar og spjalleiginleikanna, að komast í samband við nemendurna í vinabekknum.


Thomas Henriksen, verkefnastjóri, segir:
„Með námsgáttinni viljum við gefa kennurum og nemendum á Norðurlöndum tækifæri til að vinna með nágrannamálin á skemmtilegan og aðgengilegan hátt, meðal annars með því að hafa framboðið fjölbreytt með mörgum myndböndum, þrautum og leikjum. Með aðstoð vef- og myndspjallsins geta nemendur svo unnið verkefni upp úr ólíku efni á sviði tungumála, náttúrufræði, sögu og samfélagsfræði, í samstarfi við vinabekki frá Norðurlöndum.