Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

20-08-2018

VERTU MEÐ Í SKIPULAGNINGU STÆRSTA BÓKMENNTAVIÐBURÐAR NORÐURLANDA!

VERTU MEÐ Í SKIPULAGNINGU STÆRSTA BÓKMENNTAVIÐBURÐAR NORÐURLANDA!

Norræna bókmenntavikan verður haldin í 22. skiptið í ár undir yfirskriftinni Hetjur á Norðurlöndum. Opnað hefur verið fyrir skráningar. Vertu með vikuna 12. – 18. nóvember þegar haldnar verða upplestrarstundir fyrir 120 þúsund börn, unglinga og fullorðna í yfir 2000 stofnunum á öllum Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Kíktu á heimasíðu Norrænu bókmenntavikunnar, www.nordisklitteratur.org og kynntu þér upplestrarbækur ársins ásamt því að skrá stofnunina þína til þátttöku – að kostnaðarlausu.

Norræna bókmenntavikan er skipulögð af Norrænu félögunum og er stærsti bókmenntaviðburður Norðurlanda. Í henni koma saman börn, unglingar og fullorðnir á öllum Norðurlöndunum og Eystrasaltinu og hlusta samtímis á upplestur norrænna bókmennta. Norræna bókmenntavikan verður haldin í nóvembermyrkrinu í skólum, á bókasöfnum, hjá svæðisdeildum Norrænu félaganna og öðrum menningarstofnunum. Slökktu ljósið, tendraðu kertaljós og vertu með í upplestrarsamfélaginu.

 

ÞEMA ÁRSINS – HETJUR Á NORÐURLÖNDUM
Í ár bjóðum við börnum, unglingum og fullorðnum að kynnast bókmenntamenntahetjum í Norrænni bókmenntaviku sem að þessu sinni verður haldin með yfirskriftinni Hetjur á Norðurlöndum. Árlega er valið nýtt þema fyrir Norrænu bókmenntavikuna sem gegnir því hlutverki að vera innblástur að vali upplestrarbóka ársins auk þess að vera sameiginlegur útgangspunktur hinna ýmsu viðburða.

 

BÆKUR ÁRSINS
Upplestrarbækur ársins endurspegla allar þemað Hetjur á Norðurlöndum. Í bókunum hittum við fyrir ólíkar persónur sem stíga inn í hetjuhlutverkið á einn eða annan hátt. Í barnabókinni Handbók fyrir ofurhetjur, eftir hin sænsku Elias og Agnes Våhlund, kynnumst við Lísu sem er lögð í einelti af strákagengi í skólanum. Dag einn, þegar Lísa felur sig á bókasafninu fyrir stríðnispúkunum, uppgötvar hún dularfulla bók sem breytir öllu og sendir Lísu í vegferð í átt að því að breytast í óstöðvandi ofurhetju. Unglingabókin Hin ósýnilegu (De som ikke finnes) eftir Norðmanninn Simon Stranger fjallar um Emilie sem er stendur skyndilega í þeim sporum að þurfa að finna út úr því hvernig maður breytir rétt eða rangt. Því hvað á maður til bragðs að taka þegar skilríkjalaus flóttamaður ber að dyrum? Skáldsagan Íslenskir kóngar eftir Einar Má Guðmundsson er safn ellefu frásagna af Knudsen-ættinni sem lesandinn fylgir eftir frá 18. öld og fram til okkar daga. Í bókinni ögrar Einar Már staðalmynd hetjunnar og setur í staðinn plebba og þorpsfífl í hlutverk íslensku hetjanna.

 

LISTAMAÐUR ÁRSINS
Myndskreyting veggspjaldsins í ár er í höndum íslenska listamannsins Rán Flygenring. Ísland fagnar 100 ára fullveldi sínu árið 2018 og Norræna bókmenntavikan heldur upp á það með því að velja Íslending sem listamann ársins. Lesið meira um Rán Flygenring og önnur verk hennar hér.

 

Farið inn á heimasíðu Norrænu bókmenntavikurnnar: www.nordisklitteratur.org til að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið og verið hluti af Norræna bókmenntasamfélaginu! Þátttaka er öllum að kostnaðarlausu og þú getur skráð þína stofnun strax í dag.

Norræna bókmenntavikan er skipulögð af Norrænu félögunum með styrk frá Norrænu ráðherranefndinni.