Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

08-01-2019

Við bjóðum ykkur velkomin á námsgátt allra Norðurlandanna á nýju og spennandi skólaári!

Við bjóðum ykkur velkomin á námsgátt allra Norðurlandanna á nýju og spennandi skólaári!

Nú gengur nýtt skólaár í garð og á síðunni okkar, nordeniskolen.org, bjóðum við upp á fjölbreytt úrval námsefnis, sem þú og bekkir þínir getið notað í kennslu í Norðurlandamálum og málefnum tengdum þeim.

Á námsgáttinni finnur þú norrænar kvikmyndir, bókmenntir, lög og söngva, leiki og margt fleira. Kennsluleiðbeiningarnar, sem fylgja öllu efni, nýtast þér við að undirbúa kennslu í Norðurlandamálum eða öðrum fögum, sem tengjast Norðurlöndunum með einum eða öðrum hætti, og margt af því mun gera þér auðveldara fyrir en nokkru sinni fyrr að virkja nemendur í kennslunni.

 

Það sem er á döfinni í vor:


Enn fleiri hugmynda og tillagna að leikjum og uppátækjum í kennslu!

Þessar hugmyndir að æfingum og leikjum gera dönsku-, norsku, og sænskukennsluna enn líflegri og eiga að stuðla því að virkja nemendur enn frekar í tímum. Hverri æfingu fylgir smá kynning á efninu auk útskýringar á því hvernig leikurinn/æfingin gengur fyrir sig. Flestir leikjanna krefjast lítils undirbúnings og stuðla að því að auka orðaforða og munnlega færni nemenda, sem fræðast um leið um Norðurlöndin og norrænt samfélag.

 

Norræna skólaspjallsins!

Við höfum dyttað að og fínpússað skólaspjallið og búum okkur undir að það gangi betur en nokkru sinni fyrr í ár. Það verður haldið á fyrirfram ákveðnum dögum og því er um að gera að fylgjast með heimasíðu Norden i Skolen og fésbókarsíðu okkar til að fá upplýsingar um næsta spjall.
Það kostar ekkert að taka þátt, en þátttakendur verða að þora að spreyta sig á dönsku, norsku eða sænsku – óháð því hvar á Norðurlöndunum þeir kunna að vera.

 

Að eignast norrænan vinabekk!

Vinabekkjagagnagrunnurinn á Norden i Skolen stækkar stöðugt og ekki að ástæðulausu! Að vinna með vinabekk frá einu Norðurlandanna býður upp á fjölmarga spennandi möguleika – bæði frá kennslu-, menningar- og félagslegu sjónarmiði. Nemendur geta eignast nýja vini og skemmt sér um leið og þeir læra á annan hátt en í hefðbundinni kennslu í stofunni. Mörgum nemendum verður ljóst hvers virði tungumál Norðurlandanna og menning þeirra eru þegar þeir fá sjálfir tækifæri til kynnast þeim í samtali við jafnaldra sína á Norðurlöndunum.


Það er með öllu ókeypis að nota allt það námsefni, sem í boði er, hjá Norden i Skolen, sem er haldið úti á vegum Sambands norrænu félaganna.