Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

18-12-2020

Við byrjum nýja árið á Norrænu skólaspjalli - Á poppkornsdaginn!

Við byrjum nýja árið á Norrænu skólaspjalli - Á poppkornsdaginn!

Við keyrum okkur í gang í ár með sérstöku skólaspjalli um bíómyndir! Þann 19. janúar er alþjóðlegi poppkornsdagurinn haldinn hátíðlegur og þá heyrast smellir í örbylgjuofnum og pottum út um allan heim. Við hvetjum alla til að poppa í tilefni af deginum, jafnvel nóg fyrir allan bekkinn! Skráið nemendur ykkar í spjallherbergið svo þeir geti kynnst nemendum víðs vegar að í Norðurlöndum og spjallað við þá um bíómyndir.

Spjallið skiptist í tvo hluta:

1) Bíómyndin er sýnd.

2) Nemendur spjalla saman.

Þetta er ekki flóknara en það. Myndin sem verður sýnd er nýja norska stuttmyndin Sleðakórinn frá 2020 (lengd 18 mínútur) sem bekkurinn horfir á fyrir spjallið. Sleðakórinn fjallar um útlendingahatur, fyrirgefningu og kjarkinn sem þarf til að fylgja draumum sínum. Við mælum með norskum texta til þess að nemendur fá sem mest úr æfingunni en annars er einnig að finna texta á dönsku, sænsku, færeysku, finnsku og íslensku.

Það er mikilvægt að allir hafa séð myndina fyrir umræðurnar í lokin. Spurningar verða eitthvað á borð við ,,Hefði myndin getað gerst annars staðar en á Norðurlöndum?´´ eða ,,Hvernig birtist karlmennska í myndinni?´´. Það er undir nemendunum komið að velta vöngum yfir myndinni en ætlast er til þess að kennarinn undirbúi nemendur með því að ræða myndina stuttlega áður en spjallið hefst.

Hvað? Norrænt skólaspjall 

Hverjir? 4-6 og 7-9 bekkur 

Hvenær? 19.1 Kl.10.00-11.00 & 12.00-13.00 (CET)

 

Þið skráið ykkur hér

Myndina finniði hér

Fleiri upplýsingar um skólaspjallið er að finna hér