Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Kennsluleiðbeiningar
00
00
00
00

Norrænt skólaspjall

– nú bæði fyrir grunn- og framhaldsskóla!


LEIKIRNIR Í ÁR: LANDALEIT OG STJÖRNULEIKUR

 

Norræna skólaspjallið er nýstárleg og skemmtileg leið fyrir nemendur á Norðurlöndum til að kynnast hver öðrum. Spjallið gefur þeim einstakt tækifæri til að æfa sig í að skilja mun og líkindi milli nágrannamálanna dönsku, norsku og sænsku. Í ár býður Norden i Skolen aftur upp á hina vinsælu Landaleit fyrir yngri nemendurna og hinn nýja Stjörnuleik fyrir þá sem eldri eru. Þar að auki verður skólaspjallið nú í fyrsta sinn haldið í framhaldsskólum. 

 


Norræna skólaspjallið fyrir 3.-6. bekk (4.-7. bekk í Noregi og á Íslandi) þann 6. nóvember 2018

Landaleitin: Kl. 12.30-14.30 (eða 11.30-13.30 að íslenskum tíma)


Norræna Skólaspjallið fyrir 7.-10. bekk (8.-10. bekk í Noregi og á Íslandi) þann 9. nóvember 2018

Stjörnuleikurinn: Kl. 12.30-14.30 (eða 11.30-13.30 að íslenskum tíma)

 

Norræna skólaspjallið fyrir framhaldsskóla þann 15. nóvember 2018

Stjörnuleikurinn: Kl. 12.30-14.30 (eða 11.30-13.30 að íslenskuma tíma)

 

 

SVONA VIRKAR SKÓLASPJALLIÐ

Skólaspjallið er rúllandi spjall, sem gefur nemendum tækifæri til að ræða við jafnaldra sína á Norðurlöndum í handahófskenndri röð. Á skjánum birtast tveir spjallgluggar – sér maður sjálfan sig í öðrum og norrænan nemanda, valinn af handahófi, í hinum.

 

Allir nemendur á Norðurlöndum geta tekið þátt – frítt! Þeir þurfa einungis að þora að losa um málbeinið og spreyta sig á dönsku, norsku og sænsku.

 

Tæknikröfur:

 • Nota þarf vafrana Firefox eða Google Chrome (Safari-iPad)
 • Tölvurnar og tablets (iOS 11 eða nýrri uppfærslu) þurfa að vera útbúnar vefmyndavélum og hljóðnemum
 • Hver kennari þarf að stofna aðgang á Norden i Skolen
 • Mælt er með að nemendur noti heyrnartól
 • Athugið í tæka tíð hvort þið eigið í nokkrum vandræðum með skólaspjallið efst til hægri á þessari síðu (eldveggir í tölvukerfum geta til að mynda verið til vandræða).
 • Því miður er hvorki hægt að nota snjallsíma.

 

GÓÐ HEGÐUN – GÓÐAR STUNDIR


Norræna skólaspjallið á að vera bæði notalegur og skemmtilegur vettvangur fyrir nemendur til að kynnast jafnöldrum sínum á Norðurlöndum. Norden i Skolen fer þar af leiðandi fram á að þátttakendur komi almennilega fram hver við annan og sýni viðmælendum sínum virðingu. Mælst er til að bekkurinn ræði ítarlega saman um góða hegðun á netinu (netsiðferði), áður en hafist er handa. Ræðið til að mynda við nemendur ykkar um að þeir séu ekki einungis fulltrúar síns sjálfs í samskiptum við nemendur frá hinum Norðurlöndunum, heldur einnig sendiherrar skóla síns, borgar og lands.

 

Spjallið er ekki opið öllum stundum, heldur eingöngu á fyrirfram ákveðnum tímasetningum, þar sem fylgst er með því sem fram fer. Lagt er upp með að engin ritskoðun eigi sér stað, en ef Norden i Skolen tekur eftir óviðeigandi hegðun er hægt að bregðast skjótt við og loka á aðgang viðkomandi. Þá er auk þess tikynningarhnappur í spjallglugganum, sem nemendur geta ýtt á ef þeir verða vitni að óviðeigandi hegðun eða framkomu. 

 

 

LANDALEITIN FYRIR 3.-6. BEKK (4.-7. BEKK Í NOREGI OG Á ÍSLANDI)

Landaleitin sendir nemendur af stað í spennandi og krefjandi könnunarleiðangra til hinna Norðurlandanna. Með því að spyrja og svara já- og nei-spurningum í fimm mínútur eiga nemendur að reyna að komast að því hvar á Norðurlöndunum viðmælandinn er niðurkominn. Þannig gefst nemendum tækifæri til að reyna kunnáttu sína í norrænni landafræði og nágrannamálunum dönsku, norsku og sænsku. Það skiptir máli að vera fljótur því eftir fimm mínútur er viðmælandanum sjálfkrafa skipt út fyrir nýjan. Svona gengur leikurinn fyrir sig:


Áður en leikurinn hefst:

 

 • Bekknum er skipt í tveggja til þriggja manna hópa
 • Nemendur kynna sér Google Maps auk þess að undirbúa spurnarorð/-setningar á dönsku, norsku og sænsku
 • Hver hópur hefur tölvu, sem hann notar til að skrá sig inn á skólaspajllið
 • Þar að auki þarf hver hópur að hafa aðra tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma, sem nota skal til að leita á Google Maps

 

Á meðan á leiknum stendur:

 • Niðurtalningin hefst þegar hópurinn kemst í samband við annan hóp á Norðurlöndunum
 • Nemendur hefja leikinn á því að heilsa hinum hópnum
 • Annar hópurinn byrjar að spyrja einnar spurningar. Með því að spyrja einungis já- og nei-spurninga eigið þið að reyna að safna nægum upplýsingum til að komast að því hvar á Norðurlöndunum hinir nemendurnir eru.
 • Hóparnir skiptast á að spyrja. Munið að einungis má svara játandi eða neitandi :-)
 • Þegar 30 sekúndur eru eftir ljóstrar Norden i Skolen upp um hvar nemendurnir eru niðurkomnir. Leiknum er hætt og þá gefst tími til að kveðja.
 • Munið að þakka pent fyrir leikinn og kveðja almennilega – það er mikilvægt og telst almenn kurteisi
 • Að fimm mínútum liðnum sendir skólaspjallið nemendur til móts við nýjan hóp einhvers staðar á Norðurlöndunum – Landaleitin hefst á nýjan leik!

 

 

STJÖRNULEIKUR FYRIR 7.-9. BEKK (8.-10. BEKK Í NOREGI OG Á ÍSLANDI) AUK FRAMHALDSSKÓLA

Stjörnuleikurinn byggir á hinum vinsæla leik, þar sem maður hefur miða á enninu og á að komast að því hver maður er. Nemendur fá nafn þekkts einstaklings eða persónu, sem sjálfvirkur „nefnari“ í skólaspjallinu útdeilir. Í spjallglugganum birtist hvaða nafn viðmælandinn hefur fengið og eiga nemendur að komast að því hverjir þeir eru með því að spyrja einungis já- og nei-spurninga. Það skiptir máli að vera fljótur, því niðurtalning fer af stað um leið og leikurinn hefst og hafa nemendur einungis fimm mínútur til að leysa gátuna.

Svona gengur leikurinn fyrir sig:

 • Nemendur skrá sig inn á skólaspjallið
 • Niðurtalningin hefst um leið og nemendur komast í samband við annan nemanda á Norðurlöndunum.
 • Sjálfvirki „nefnarinn“ útdeilir nafni á þekktum einstaklingi eða persónu
 • Annar nemandi byrjar að spyrja og með því að spyrja einungis já- og nei-spurninga eiga nemendur að komast að því hvaða þekkti einstaklingur eða persóna þeir eru
 • Nemendur skiptast á að spyrja. Munið að svara eingöngu játandi eða neitandi :-)
 • Þegar 30 sekúndur eru eftir er ljóstrað upp um hvaða nöfn nemendurnir fengu. Leiknum er lokið og tími gefst til að kveðja
 • Munið að kveðja almennilega – það er mikilvægt og telst almenn kurteisi
 • Að fimm mínútum liðnum sendir skólaspjallið nemendur á næsta fund einhvers staðar á Norðurlöndunum – leikurinn byrjar á ný!

 

BYRJAÐU NORRÆNA SKÓLASPJALLIÐ HÉR

Billeder

ipad skolechat.jpg skolchatt.jpg geojagten.jpg kendisjagten.jpg