Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Nordjobb

undefined

 

Um Nordjobb

Nordjobb vinnur að því að auka hreyfanleika milli Norðurlandanna og bæta tungumálakunnáttu og norræna menningarvitund. Verkefnið miðlar sumarvinnu, húsnæði og býður upp á menningar- og tómstundadagskrá í öðru norrænu landi til ungmenna á aldrinum 18-28 ára. Nordjobb gefur þannig nordjobburum og vinnuveitendum möguleika á að stuðla að sveigjanlegum og sameinuðum norrænum vinnumarkaði. Nordjobb hefur frá stofnun útvegað um 21.000 ungmennum sumarvinnu. 

 

 

Bakgrunnur

Nordjobb tók til starfa árið 1985 að tilstuðlan „Samstarfshópsins um norrænan efnahag.“ Hlutverk hópsins var að grannskoða efnahagssamstarf á Norðurlöndunum og gera tillögur að mismunandi leiðum til að auka hagvöxt og fjölga fjárfestingum á svæðinu. Nordjobb var rekið fyrst um sinn af ráðgjafafyrirtæki í Stokkhólmi, AB Samhällsrådet, sem skipulagði tómstundadagskrá í samvinnu við Norræna félagið, m.a. í Stokkhólmi, Helsinki og Gautaborg. Alls tóku um 1000 ungmenni þátt í Nordjobb þetta upphafsár. Árangur verkefnisins var metinn um haustið 1985 og þá var gerð áætlun um hvernig ætti að standa að verkefninu í framtíðinni. Sú ákvörðun var tekin að sett yrði á fót sjálfseignarstofnun með aðild Norrænu félaganna og Sjálfseignarstofnunarinnar um iðnþróun á Norðurlöndunum auk þess sem Norrænu ráðherranefndin væri áheyrnarfulltrúi í stjórninni. Sjálfeignarstofnunin Nordjobb tók yfir stjórn verkefnisins þann 1. desember 1985 með Norrænu félögin sem rekstraraðila þess. Frá árinu 2002 hefur utanumhald Nordjobb verið í verkahring norrænnar aðalskrifstofu sem er nú staðsett í Kaupmannahöfn. Að auki starfa verkefnisstjórar og tómstundafulltrúar í hverju landi, eða þar sem það þykir nauðsynlegt.  

 

Hvernig er Nordjobb fjármagnað?

Í upphafi var Nordjobb fjármagnað með fé úr atvinnulífinu, fyrst og fremst frá þeim fyrirtækjum sem stóðu að baki samstarfshópnum. Eftir því sem verkefnið náði stöðugri fótfestu jók Norræna ráðherranefndin framlag sitt og árið 1989 var Sjálfeignarstofnunin Nordjobb lögð niður. Norræna ráðherranefndin ábyrgðist grunnfjármögnun verkefnisins og ábyrgðin á framkvæmd verkefnisins færðist yfir á Samband Norrænu félaganna (FNF). Nordjobb fékk áfram fjárframlög frá atvinnulífinu, tvíhliða sjóðum og innlendum stofnunum. Nordjobb er í dag að mestu leyti fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni, Norrænu félögunum, atvinnurekendum og innlendum vinnumálastofnunum.  

 

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Nordjobb: 

www.nordjobb.org/ 

 

Myndir

Nordjobb malin_barkelid.jpg rosanne_ha_kansson.jpg jon_petter_vorren.jpg