Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Myndaúrval Norden i Skolen

filmbillede.jpg

Nýi myndapakki Norden i Skolen samanstendur af rúmlega 70 sérvöldum stutt- og heimildamyndum. Kvikmyndirnar eru allar á Norðurlandamáli, en einnig textaðar á öllum átta Norðurlandamálunum; dönsku, norsku, sænsku, finnsku, íslensku, færeysku, grænlensku og samísku.

  

Kvikmyndirnar falla undir ólík og spennandi þemu, sem er hvert um sig ætlað tilteknu skólastigi. Yfirlit yfir þemun má sjá hér að neðan:

 

2.-4. bekkur

5.-7. bekkur

8.-10. bekkur

Framhaldsskóli

 

Hverri mynd fylgja verkefni sem byggja á textum, ljóðum og tónlist. Verkefnin tengjast tilteknum námsgreinum og eru ætluð ákveðnum árgöngum. Kvikmyndirnar ásamt verkefnum eru því ágætis viðbót við hefðbundna tungumálakennslu.

 

– Myndaúrval Norden i Skolen eykur möguleika kennara á að nálgast norðurlandamálin á nýjan og öðruvísi máta. Tilgangur þess er jafnframt að vekja áhuga nemenda á tungumálum og menningu nágrannalandanna og fá þá til að kynnast þeim möguleikum og reynsluheimi sem fylgir aukinni tungumálakunnáttu, segir Thomas Henriksen, verkefnisstjóri Norden i Skolen. 

 

Til að fá aðgang að kvikmyndum, verkefnum, o.fl. er nauðsynlegt að skrá sig sem notanda á www.nordeniskolen.org.