Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Næsta skólaspjall

18. maí 2021

Taktu þátt Í Norræna skólaspjallinu

 

 

Norræna skólaspjallið er nýstárleg og skemmtileg leið fyrir nemendur á Norðurlöndum til að kynnast hver öðrum. Spjallið gefur þeim einstakt tækifæri til að æfa sig í að skilja mun og líkindi milli nágrannamálanna dönsku, norsku og sænsku.

 

SVONA VIRKAR SKÓLASPJALLIÐ

Skólaspjallið er rúllandi spjall, sem gefur nemendum tækifæri til að ræða við jafnaldra sína á Norðurlöndum í handahófskenndri röð. Á skjánum birtast tveir spjallgluggar – sér maður sjálfan sig í öðrum og norrænan nemanda, valinn af handahófi, í hinum.

Allir nemendur á Norðurlöndum geta tekið þátt – frítt! Þeir þurfa einungis að þora að losa um málbeinið og spreyta sig á dönsku, norsku og sænsku.

 

Tæknikröfur

  • Nota þarf vafrana Firefox eða Google Chrome (Safari-iPad)
  • Tölvurnar og tablets (iOS 11 eða nýrri uppfærslu) þurfa að vera útbúnar vefmyndavélum og hljóðnemum
  • Hver kennari þarf að stofna aðgang á Norden i Skolen
  • Mælt er með að nemendur noti heyrnartól
  • Athugið í tæka tíð hvort þið eigið í nokkrum vandræðum með skólaspjallið efst til hægri á þessari síðu (eldveggir í tölvukerfum geta til að mynda verið til vandræða).
  • Því miður er hvorki hægt að nota snjallsíma.

 

Skólaspjallið er haldið á fyrirfram ákveðnum dagsetningum, svo það er um að gera að fylgjast með á heimasíðu Norden i Skolen og á Facebook til að komast að því hvenær næsta spjall er á dagskrá!

Byrjaðu norræna skólaspjallið hér