Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Kennsluleiðbeiningar

Taktu þátt Í Norræna Skólaspjallinu

Norræna skólaspjallið er rúllandi spjall, sem er skemmtileg leið til að hitta aðra norræna nemendur um leið og maður æfir kunnáttu sína í dönsku, norsku og sænsku. Skólaspjallið er haldið á fyrirfram ákveðnum dagsetningum og í hvert sinn taka fleiri þúsund nemendur þátt, svo það er um að gera að fylgjast með á heimasíðu Norden i Skolen og á Facebook til að komast að því hvenær næsta spjall er á dagskrá!

 

Rúllandi spjallið gerir nemendum kleift að tala við aðra nemendur á Norðurlöndunum í handahófskenndri röð. Á skjánum birtast tveir spjallgluggar – í öðrum þeirra sér maður sjálfan sig og í hinum norrænan nemanda, sem valinn hefur verið af handahófi. Hnappinn <Næsti> má nota hvenær sem er til að hoppa frá einu spjalli yfir í annað. Allir nemendur á Norðurlöndum geta verið með, en þá verða þeir að vera reiðubúnir til að spreyta sig á dönsku, norsku eða sænsku. Það kostar ekki neitt að taka þátt!

 

 

Tæknikröfur Þátttaka í spjallinu krefst eftirfarandi:

 

  • Nota þarf vafrana Firefox eða Google Chrome
  • Tölvurnar þurfa að vera útbúnar vefmyndavélum og hljóðnemum
  • Notendur þurfa að vera skráðir (kennari skráir sinn bekk og gefur nemendum sínum skráningartengil)
  • Við mælum með að nemendur noti heyrnartól
  • Athugið í tæka tíð hvort þið eigið í nokkrum vandræðum með skólaspjallið efst til hægri á þessari síðu (eldveggir í tölvukerfum geta til að mynda verið til vandræða).
  • Þvímiður er hvorki hægt að nota spjaldtölvur né snjallsíma.

 

GÓÐ HEGÐUN, GÓÐAR STUNDIR

Norræna skólaspjallinu er ætlað að stofna til tengsla milli nemenda á Norðurlöndunum og vera almennileg og þægileg leið til þess fyrir hvern þann, sem tekur þátt, og ekki hið gagnstæða. Norden i Skolen fer þar af leiðandi fram á að þátttakendur komi fram af virðingu hver við annan og tali fallega saman. Við mælum með því að bekkurinn ræði saman um góða hegðun á netinu (netsiðferði), áður en hafist er handa. Þar má til dæmis ræða um það að þið, nemendurnir, eruð ekki eingöngu fulltrúar ykkar sjálfra í samskiptum við nemendur frá hinum Norðurlöndunum, heldur einnig ykkar skóla, borgar og þjóðar.

 

Norræna skólaspjallið er ekki opið allan sólarhringinn heldur eingöngu á vissum tímum og er þá fylgst með samskiptunum. Að jafnaði er efnið ekki ritskoðað, en ef upp koma dæmi um óviðeigandi hegðun notenda getur Norden i Skolen lokað aðgangi þess, sem gengið hefur yfir strikið. Á spjallinu er einnig tilkynningarhnappur ("Anmeld"), sem nemendur geta notað, telji þeir að annar notandi hafi sýnt af sér óviðeigandi hegðun.

 

NORDISK SKOLECHAT 6.11, 9.11, 15.11.2018!

Myndir

image001.gif skolchat-no-da.jpg banner DA.jpg