Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Þemaspjall um Norrænu bókmenntavikuna

Hvað?  Norrænt skólaspjall - þemaspjall um Norrænu bókmenntavikuna

Hverjir?  Öll Norðurlöndin. 4.–6. bekkur (5.–7. bekkur í Noregi og á Íslandi)

Hvenær?  15. nóvember kl. 13.00-14.00 (CET)

 

undefined

Um Norrænu bókmenntavikuna

Norræna bókmenntavikan er árlegur viðburður sem gengur út á það að kveikja á kerti og lesa upphátt úr sömu bók í öllum Norðurlöndunum. Í ár ber bókmenntavikuna upp á viku 46 sem hefst þann 15. nóvember, þemað í ár er „Draumar og þrár í Norðurlöndunum“

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á nordisklitteratur.org.
Hér er hægt að lesa meira um hvernig maður tekur þátt.

Lestrarbók ársins er Perlukafarinn eftir Karin Erlandsson, ævintýri um perlukafarann Miranda sem er á höttunum eftir hinni goðsagnakenndu perlu Augasteininum en sagan segir að sá sem finni þá perlu muni aldrei framar þrá nokkuð annað.

 

Norrænt skólaspjall í bókmenntavikunni

Í tengslum við bókmenntavikuna blásum við til norræns skólaspjall með bókmenntaþema. Þemaspjallið tekur útgangspunkt í þema ársins og gerir nemendum kleift að spjalla við nemendur út um öll Norðurlönd um drauma sína og bækur. Fyrir þá sem taka þátt í upplestrinum í bókmenntavikunni leggur Norræna skólaspjallið sitt af mörkum með stefnumóti tungumáli með norrænni áherslu. Því ekki að byrja á því að kveikja á kerti og lesa upphátt úr perlukafaranum og leyfa nemendum síðan að halda gleðinni áfram í skólaspjallinu?

Meira um hugmyndina á bakvið skólaspjallið má lesa hér. Skráið bekkinn í spjallið hér. Munið að ræða um nethegðun við nemendur áður en þeir taka þátt í skólaspjallinu.

 

Myndir

plakat21-1.png