Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Dagur Jarðar

JD bild.png

Þann 23. mars héldum við upp á dag Norðurlandanna - Þann 22. apríl höldum við upp á dag Jarðar!

Loftslagsmál og fræðsla um sjálfbæra þróun eru mikilvæg alla daga ársins en því ekki að grípa tækifærið og leyfa nemendum ræða um loftslagsmál og íhuga hvers konar framtíð þau sjái fyrir sér fyrir sig og jafnaldra sína á Norðurlöndunum. Loftslags- og umhverfismál geta verið ögrandi umræðuefni. Enn fremur eru þau viðfangsefni sem krefjast alþjóðlegra samskipta og samvinnu. Norræn vídd í fræðslu um loftslags- og umhverfismál gefur kennslunni aukið gildi, og því er ekki úr vegi að láta gamminn geisa um þessi mál á norræna skólaspjallinu á degi Jarðar!

Hvað? Norrænt skólaspjall - þemaspjall um dag Jarðar

Hverjir? Öll Norðurlöndin. 5-7. bekkur og 8-10. bekkur.
Hvenær? Þann 22 apríl kl. 10.00-11.00. og 12:00-13:00 (CET)

Hugmyndin er einföld. Til að undirbúa nemendur er hægt að horfa á norsku stuttmyndina með bekknum„Fuck Fossils“ (5 mín., 12 sek.)

undefined


Fuck fossils

Í stuttmyndinni fylgjum við tveimur unglingum, eitt haustkvöld í lífi þeirra, árið 2050. Hversdagsleiki þeirra litast heilmikið af afleiðingum loftslagsbreytinga og stóra spurning þessa kvölds er hvort heiminum hafi tekist að takmarka hlýnun jarðar við einungis tvær gráður. Aðalhlutverkin leika Thomas Hayes (m.a. þekktur fyrir hlutverk sitt sem William í SKAM-þáttaröðunum) og Rebekka Kjølle. Myndin er byggð á rannsóknarskýrslu Thomas Cottis „En framtid du ikke vil ha“ (Framtíð sem þú óskar þér ekki). 

Norrænt skólaspjall 22/4

Daginn fyrir skólaspjallið skrá nemendur sig inn á https://nordiskskolechat.org/ þar sem bíða þeirra umræðuspurningar sem þau geta rætt við nemendur frá öðrum skólum á Norðurlöndunum. Á sama tíma og nemendur fá rými til að velta vöngum yfir loftslags- og umhverfismálum, æfa þau hlustunarskilning sinn á skandinavísku málunum, þar sem spjallið fer fram á sænsku, norsku og dönsku.

Skráið bekkinn hér. Aðgangsupplýsingar til að deila með nemendunum finnur þú undir 'aðgangurinn minn', allir nemendur þínir geta notað sömu aðgangsupplýsingar

Nethegðun

Fyrir skólaspjallið er líka gott að ræða við nemendur um hvernig beri að haga sér á netinu. Sjá góð ráð hér.

Lestu meir

- um hugmyndina á bakvið þemaspjallið

- um Norræna skólaspjallið

Umræðuspurningar

Fyrir þá sem vilja undirbúa bekkinn sinn aukalega, er hægt að þjófstarta spjallinu og skoða spurningarnar hér

1. Hvaða vandamála mun hlýrra loftslag leiða til?
2. Hverjir eru það sem finna harðast fyrir loftlagsbreytingum?
3. Hverjir bera ábyrgð á því að halda hnattrænni hlýnun í skefjum?
4. Finnur þú fyrir kvíða vegna loftslagsbreytinga, hvað er það sem veldur mestum kvíða?
5. Hvers vegna er  mikilvægt að fjöldi ólíkra dýra, skordýra og plantna fyrirfinnist á jörðini (líffræðilegur fjölbreytileiki)?
6. Er það hinn ríki eða fátæki hluti heimsins sem ber stærsta ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda?
7. Hvernig myndir þú vilja þú að heimurinn liti út árið 2050?
8. Hvernig heldur að ferðalög muni ganga fyrir sig árið 2050?
9. Hvernig heldur þú að matarvenjur okkar muni vera árið 2050?
10. Af hverju þurfum við að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti eins og kol og olíu?
11. Hvaða orkulindir heldur þú að muni veðra algengast í heimalandi þínu árið 2050, og af hvaða ástæðum?
12. Hvers vegna er mikilvægt að takmarka hnattræna hlýnun eins mikið og mögulegt er?
13. Hvað þarf stjórnmálafólk að gera til að hamla hlýnun jarðar?
14. Komið ykkur saman um þrjú málefni sem hafa góð áhrif á framtíð plánetunnar.
15. Komið ykkur saman um þrjú málefni sem hafa slæm áhrif á framtíð plánetunnar.