Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Næsta skólaspjall

22. apríl 2021

GÓÐ HEGÐUN – GÓÐAR STUNDIR

Norræna skólaspjallið á að vera bæði notalegur og skemmtilegur vettvangur fyrir nemendur til að kynnast jafnöldrum sínum á Norðurlöndum. Norden i Skolen fer þar af leiðandi fram á að þátttakendur komi almennilega fram hver við annan og sýni viðmælendum sínum virðingu. Mælst er til að bekkurinn ræði ítarlega saman um góða hegðun á netinu (netsiðferði), áður en hafist er handa. Ræðið til að mynda við nemendur ykkar um að þeir séu ekki einungis fulltrúar síns sjálfs í samskiptum við nemendur frá hinum Norðurlöndunum, heldur einnig sendiherrar skóla síns, borgar og lands.

 

Spjallið er ekki opið öllum stundum, heldur eingöngu á fyrirfram ákveðnum tímasetningum, þar sem fylgst er með því sem fram fer. Lagt er upp með að engin ritskoðun eigi sér stað, en ef Norden i Skolen tekur eftir óviðeigandi hegðun er hægt að bregðast skjótt við og loka á aðgang viðkomandi. Þá er auk þess tikynningarhnappur í spjallglugganum, sem nemendur geta ýtt á ef þeir verða vitni að óviðeigandi hegðun eða framkomu.