Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Næsta skólaspjall

07. september 2021

Norrænt loftslagsspjall

Klimadag

Menntun er lykilþáttur í því að stuðla að sjálfbærri þróun, eins og kemur fram í lið 4.7 í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2030. Til að leggja sitt af mörkum vinnur Norden i skolen nú að norrænu loftslagsspjalli fyrir grunnskóla á Norðurlöndunum ásamt Ferða- og útivistarfélagi Danmerkur (Friluftsrådet). Þar verður lögð áhersla á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Norrænt loftslagsspjall     

11.11.2021 kl. 13-14 (Mið-Evróputími) 
Markmið 13 + 12 + 7 (norræni loftslagsdagurinn) 


Norrænt loftslagsspjall – til hvers?

Loftslags- og umhverfismál eiga erindi við allar þjóðir og krefjast samvinnu og samskipta þvert á landamæri. Í norrænu samstarfi hefur enda verið lögð mikil áhersla á það. Samvinna byggir á krafti fjöldans og ef við tökum höndum saman er líklegra að við getum haft áhrif á alþjóðavettvangi, um leið og við lærum hvert af öðru.

Norrænn vinkill í kennslu um loftslags- og umhverfismál, með áherslu á samvinnu, sameiginlegar áskoranir og lausnir, er grundvallandi þáttur í þessu og gefur nemendum um leið bæði verkfæri og rödd til að láta að sér kveða í umræðu um þessi málefni, jafnt í dag sem til lengri tíma litið. Líkt og dæmin hafa sýnt að undanförnu getur ungt fólk einmitt verið mikilvægur boðberi breytinga.


Markhópur og námsefni

Spjallið er ætlað nemendum í 7.-10. bekkjar í Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum, Grænlandi, Finnlandi og á Álandseyjum, og 8.-10. bekkjar í Noregi og á Íslandi. Öllum nemendum á Norðurlöndum er velkomið að taka þátt, en ætlast er til að samskiptin fari aðallega fram á dönsku, norsku og sænsku.

Í norræna loftslagsspjallinu er lögð áhersla á bæði norrænan málskilning og sjálfbæra þróun. Það er tilvalið fyrir þverfaglega samvinnu milli kennara í náttúrufræðigreinum, samfélagsfræði og íslensku (móðurmálsgreinum).