Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Næsta skólaspjall

19. janúar 2021

Um Stjörnuleikinn

kendisjagten.jpg

STJÖRNULEIKUR FYRIR 7.-9. BEKK (8.-10. BEKK Í NOREGI OG Á ÍSLANDI) AUK FRAMHALDSSKÓLA


Stjörnuleikurinn byggir á hinum vinsæla leik, þar sem maður hefur miða á enninu og á að komast að því hver maður er. Nemendur fá nafn þekkts einstaklings eða persónu, sem sjálfvirkur „nefnari“ í skólaspjallinu útdeilir. Í spjallglugganum birtist hvaða nafn viðmælandinn hefur fengið og eiga nemendur að komast að því hverjir þeir eru með því að spyrja einungis já- og nei-spurninga. Það skiptir máli að vera fljótur, því niðurtalning fer af stað um leið og leikurinn hefst og hafa nemendur einungis fimm mínútur til að leysa gátuna.


Svona gengur leikurinn fyrir sig:

  • Nemendur skrá sig inn á skólaspjallið
  • Niðurtalningin hefst um leið og nemendur komast í samband við annan nemanda á Norðurlöndunum.
  • Sjálfvirki „nefnarinn“ útdeilir nafni á þekktum einstaklingi eða persónu
  • Annar nemandi byrjar að spyrja og með því að spyrja einungis já- og nei-spurninga eiga nemendur að komast að því hvaða þekkti einstaklingur eða persóna þeir eru
  • Nemendur skiptast á að spyrja. Munið að svara eingöngu játandi eða neitandi
  • Þegar 30 sekúndur eru eftir er ljóstrað upp um hvaða nöfn nemendurnir fengu. Leiknum er lokið og tími gefst til að kveðja
  • Munið að kveðja almennilega – það er mikilvægt og telst almenn kurteisi
  • Að fimm mínútum liðnum sendir skólaspjallið nemendur á næsta fund einhvers staðar á Norðurlöndunum – leikurinn byrjar á ný!