Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Um Norden i Skolen

FRÍR KENNSLUVEFUR FYRIR NORÐURLÖND

Norden i Skolen er frír kennsluvefur, sem gefur kennurum og nemendum á Norðurlöndum einstakt fækifæri til að vinna með fræðasviðin ’Mál og menning’, ’Saga og samfélag og ’Loftslag og náttúra’ frá norrænu sjónarhorni. Kennsluvefurinn, sem ætlaður er grunn- og framhaldsskólum, vann árið 2011 verðlaun samstarfsráðherra Norðurlanda fyrir að hafa þróað hugmynd, sem eflir skilning barna og ungmenna á Norðurlöndum á nágrannamálunum dönsku, norsku og sænsku. Verkefnið er ekki rekið í hagnaðarskyni og nýtur meðal annars stuðnings Norrænu málnefndarinnar og Norræna ráðherraráðsins.

 

Öll fræðasviðin á námsgáttinni samanstanda af miklu úrvali spennandi námsefnis (bókmenntatexta, stuttmynda, tónlistar o.fl.) með tilheyrandi verkefnum, sem unnin eru samkvæmt faglegum markmiðum, sem eru sameiginleg norrænum námsskrám. HÉR getur að líta yfirlit yfir námsefnið og að auki má lesa meira um fræðasviðin ’Mál og menning’, ’Saga og samfélag’ og ’Loftslag og umhverfi’ hér fyrir neðan. Að auki getur þú fræðst hér um möguleika á að finna og koma á samstarfi við vinabekk frá öðru Norðurlandi.

 

 

MÁL OG MENNING

Meginfræðasvið: tungumálagreinar (fyrir grunn- og framhaldsskóla)

 

Kennsluefnið í ’Máli og menningu’ miðast við að kennsla í norrænum málum sé frábrugðin hefðbundinni móðurmálskennslu. Verkefni og aðrir hlutar efnisins voru þróaðir og unnir með sérstakri áherslu á nágrannamálskennslufræði, þar sem mælt mál og hlustunar skipa mikilvægan sess. Og til að læra tungumál nægir ekki að læra einungis um það heldur verður maður einnig að fá tækifæri til að beita því. Þau tækifæri eru til staðar á námsgáttinni, meðal annars með samskiptatólum á borð við spjall, myndspjall og vegg, sem auðveldar nemendum að nota nágrannamálin í alvöru aðstæðum með vinabekkjum.

 

Úrval bókmenntaverka og stuttmynda frá öllum Norðurlöndunum myndar spennandi menningarramma utan um kennsluna og gerir nemendum kleift að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni og setja sig í spor annarra, jafnvel á öðru tungumáli. Með þeim hætti verða þeir einnig meðvitaðri um sitt eigið mál og menningarlæsi.

 

Nálgist kennsluefnið í ’Máli og menningu’ HÉR.

 

 

SAGA OG SAMFÉLAG

Meginfræðasvið: saga og samfélagsgreinar (fyrir framhaldsskólastig)

 

Kennsluefnið, sem flokkast undir ’Sögu og samfélag’, inniheldur kennsluferli, sem efla skilning á þeim sagn- og samfélagsfræðilegum málefnum, sem eru efst á baugi á Norðurlöndum. Norden i Skolen varpar fyrst ljósi á norðurslóðir og ríkjasamband Danmekur, Færeyja og Grænlands. Hvað hefur það t.a.m. í för með sér að ísinn er við það að bráðna á norðurheimskautinu? Hvers vegna kallar það á þörf til að skilja þau innri valdatengsl, sem eru undir í ríkjasambandinu? Og hver er munurinn á hörðu og mjúku valdi?

 

Námsefnið um norðurslóðir og danska ríkjasambandið er hugsað fyrir framhaldsskóla. Norden i Skolen hyggst með tíð og tíma vinna námsefni á sviði sögu og samfélagsgreina fyrir grunnskóla.

 

Nálgist kennsluefnið í ’Sögu og samfélagi’ HÉR.

 

 

LOFTSLAG OG NÁTTÚRA

Meginfræðasvið: náttúru- og samfélagsfræðigreinar (aðallega ætlað 8.-10. bekk í grunnskóla)

 

Í kennsluefninu, sem flokkast undir ’Umhverfi og náttúru’, er fjallað um þemu og málefni, sem eru ofarlega á baugi í dag, t.a.m. sjálfbærni, orkunotkun og plast í hafinu. Nemendur læra að vinna saman með jafnöldrum sínum á Norðurlöndum við að finna sjálfbærar lausnir, sem nýta má í hversdagslífinu allt frá Grænlandi í norðri til Finnlands í austri. Með því að fást við námsefnið og verkefnin öðlast nemendur þekkingu á alþjóðlegum loftslagsbreytingum og þeim vandamálum, sem þeim fylgja, um leið og þeir fræðast um hvernig breytingarnar hafa áhrif á nærumhverfi þeirra og hvernig bregðast má við þeim. Verkefnin fjalla meðal annars um að finna umhverfisvænar lausnir fyrir skólann, heimilið og nærumhverfið. Nemendur fá einnig tækifæri til að kanna hverjir orkugjafar framtíðarinnar verða og fjalla um valþröngina milli nútímalífsstíls og auðlindanotkunar.

 

Nálgist kennsluefnið í ‘Umhverfi og náttúru’ HÉR.

 

 

VINABEKKIR

Á vef Norden i Skolen getur þú fundið og komið á samstarfi með norrænum vinabekkjum. Samstarf með jafnöldrum frá öðru Norðurlandi gefur kennslunni nýja og spennandi vídd. Auk þess að gefa nemendum innblástur og örva þá, mynda vinabekkjasamskiptin ramma utan um kennsluferlin, sem gerir hvern nemanda að virkum þátttakanda í sínu eigin námi.

 

Lesið meira og finnið vinabekki HÉR.

 

Lesið meira um þau tækifæri, sem bjóðast til að leita fjárstyrkja til að efla og útvíkka vinabekkjasamvinnuna HÉR.

Myndir

platformb-2.jpg