Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Vinabekkir

amanda_finskas_11.jpg

Í gegnum Norden i Skolen hefur þú tækifæri til að komast í samband við skólabekk í öðru Norðurlandi. Slíkt samband opnar fyrir fjölda spennandi möguleika, bæði út frá faglegu, menningarlegu og félagslegu sjónarmiði. Nemendur geta eignast nýja vini og haft gaman um leið og þeir læra með hætti, sem er frábrugðinn hefðbundinni kennslu í skólastofu. Margir nemendur uppgötva í raun ekki hvers virði norræna mál- og menningarsamfélagið er fyrr en þeir hafa sjálfir fengið tækifæri til að komast að raun um það.

 

 

SVONA FERÐU AÐ

Norden i Skolen auðveldar þér að komast í samband við bekk í öðru Norðurlandi. Sem kennari þarft þú einungis að gera eftirfarandi:

  1. Skrá þig sem notanda á www.nordeniskolen.org – það kostar ekki neitt!
  2. Skrá þig inn og velja hnappinn ‚Leita að vinabekk‘.
  3. Haka við ‚JÁ‘, að þú leitir að vinabekk.
  4. Finna og velja bekk á listanum yfir hugsanlega vinabekki og hafa samband við kennarann. Fyrirspurn þín verður þá send á netfang norræns kollega þíns. Fylgstu síðan með pósthólfinu því svarið verður sent þangað.

Finndu þinn vinabekk HÉR.

 

SÆKTU UM FÉ TIL AÐ EFLA SAMVINNUNA

Hafir þú hug á að efla og útvíkka vinabekkjarsamvinnuna áttu góða möguleika á að fá úthlutað fjárstyrk úr einum af norrænu sjóðunum. Á Norden i Skolen má sjá yfirlit yfir nokkra af þeim sjóðum, sem koma til greina í þessu samhengi, og fá innsýn í hvers konar starfsemi þeir styrkja að jafnaði. Sjá sjóðina HÉR.