Um orðabókina
Norræna vasaorðabókin hjálpar þér að skilja tungumálin í skandinavísku nágrannalöndunum. Þú getur notað orðabókina þegar þú vinnur með tungumálin í skólanum, eða þegar þú talar eða skrifast á við aðra norðurlandabúa. Þú getur leitað að orði á eigin tungumáli og séð hvað það heitir og þýðir á dönsku, norsku (bókmáli og nýnorsku) og sænsku. Þú getur líka heyrt hvernig orðið hljómar með því að ýta á hljóðtáknið.
Orðabókin hefur að geyma rúmlega 3000 uppflettiorð með útskýringum á þremur tungumálum: dönsku, norsku (bókmáli og nýnorsku) og sænsku. Orðin og útskýringar þeirra eru þýdd á grænlensku, íslensku, færeysku, samísku og finnsku. Það þýðir að þú getur leitað með orðum á þessum tungumálum, fengið útskýringu á orðunum á þínu leitarmáli, og séð hvað orðin heita, hvað þau þýða og heyrt hvernig þau hljóma á dönsku, norsku (bókmáli og nýnorsku) og sænsku.
Tengslanet norrænu málanefndanna hafa samið orðabókina.
Þú getur leitað áfram í http://islex.lexis.hi.is/.