Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Kennsluleiðbeiningar

Kennslumarkmið

{{learningObjectiv.description}}

Verkefninu hefur nú verið skilað

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Athugasemd

Verkefni

{{assignment.Comment}}

print

Hvað veldur breytingum á norðurheimskautinu?

pexels-photo-30492.jpg

Frá upphafi jarðsögunnar hafa verið náttúrulegar sveiflur á hitastigi jarðarinnar Kaldari tímabil (ísöld), þar sem hjarnjöklar (meginjöklar) og jökulbreiður þekja stór landsvæði, skiptast á við hlýrri tímabil (hlýskeið) þar sem lítill sem enginn ís þekur landið. Sú hlýnun sem á sér stað nú á tímum er hins vegar mun meiri og hraðari en þær náttúrulegu sveiflur sem hafa einkennt fyrri hlýskeið.

 

Hitastigið á norðurskauti jarðar hækkar og sú hlýnun er hraðari en á flestum öðrum svæðum heims. Frá árinu 1980 hefur meðalhiti á norðurskautinu hækkað helmingi meira en annars staðar á jörðinni og árin 2005-2011 voru hlýjustu ár sem nokkru sinni hafa mælst í því heimshorni.

 

Sumarhiti á norðuskautinu undanfarinn áratug er að líkindum sá hæsti sem mæst hefur í 2000 ár sé hann borinn við hitastig fyrri tíðar, en það er metið með því að rannsaka jarðlög í botni sjávar og vatna, árhringi trjáa og ískjarna.

 

Meginvaldur þeirrar hækkunar sem mælist á hitastigi jarðar eru að öllum líkindum þær gróðurhúsalofttegundir sem mannskepnan hefur hleypt út í andrúmsloftið, t.d. með því að brenna jarðefnaeldsneyti, þ.e olíu, kol og jarðgas. Sú gróðurhúsalofttegund sem stuðlar hvað mest að hlýnandi loftslagi er koltvísýringur (koldíoxíð), þó að gróðurhúsalofttegundin metan eigi einnig stóran þátt.

 

Líkt og gefur að skilja, leiðir hærra hitastig að bráðnun og hlánun í freðhvolfi (e. cryosphere – allt vatn jarðar sem er á föstu formi) norðurskautsins. Vísindamenn halda því fram að samspil freðhvolfsins og loftslagskerfis jarðar valdi hraðari hlýnun. Í því samhengi hefur verið talað um gagnkvæma virkni sem kallast „feedbacks“ (svörun, afturverkun), sem margfaldar áhrif loftslagsbreytinga. Vitað hefur verið nokkuð lengi að snjórinn sé hluti af slíkri keðjuverkun, hins vegar var uppgötvað frekar nýlega að hafísinn á norðurhvelinu hafi einnig áhrif á loftslagskerfi jarðar gegnum svörun.

 

Freðhvolfið hefur ekki einungis tengsl við loftslagskerfi jarðarinnar, heldur eru einnig sérstakar tengingar milli einstakra þátta freðhvolfsins. Breyting eins þáttar, t.d. snævar, getur leitt til breytinga annars þáttar, t.d. sífrera.

 

Hvernig virkar svörun (e. feedback)?

Ljósir fletir (t.d. sjór og ís) endurkasta meira sólarljósi (þ.e. orku) en dökkir fletir (s.s vatn, jarðvegur og plöntur). Af þeim sökum er stærri hluti sólaorkunnar beislaður á þeim svæðum þar sem jörðin er ekki lengur þakin snjó eða ís (því endurkastið er minna). Þetta leiðir til þess að landið og hafið á þessum svæðum verður heitara en ella. Hluti af þessari umframorku geymist í varmaformi og þegar hún leysist út í andrúmsloftið árið eftir seinkar hún snjó- og ísmyndun.

 

(Heimild: AMAP - Arktisk Råd)

Skráðu þig inn til að sjá fleira

Myndir

Arctic Cryosphere Figurev2-01.png