Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Kennsluleiðbeiningar

Kennslumarkmið

{{learningObjectiv.description}}

Verkefninu hefur nú verið skilað

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Athugasemd

Verkefni

{{assignment.Comment}}

Fara í verkefni
print

Sjálfbær kornrækt

Bekkur 8.-10. bekkur Námsgrein Náttúrufræði Námsáhersla Náttúra og umhverfi Þema Auðlindir Efni Loftslag Matvæli Tegund Texti
IMG_2431.JPG

Hvernig tryggjum við okkur nægan mat í framtíðinni og er mögulegt að gera það þannig að tekið sé tillit til þeirra breytinga sem við stöndum frammi fyrir? Vandamálið við að rækta meira korn er að gæta í leiðinni að umhverfinu. Það stoðar ekki að rækta nóg af korni ef við á sama tíma eyðileggjum plánetuna.

 

Meira ræktarland, meiri áburður?

Ein augljósasta leiðin til að rækta meiri mat er einfaldlega að ryðja fyrir stærra ræktarlandi. Því miður er það afar slæm hugmynd. Ef skógarnir eru felldir eða ef mýrarlönd og fen eru þurrkuð upp í þeim tilgangi að skapa meira akurlendi – mun það skaða loftslagið. Það eru jú einmitt skógar og votlendi sem taka upp mestan CO2 (koltvísýring) úr andrúmsloftinu og draga þannig úr hinni hnattrænu hlýnun.

 

Önnur „tilvalin“ aðferð væri að bera meiri áburð á tún svo uppskeran verði meiri – en það dregur einnig dilk á eftir sér. Bændur sem stunda lífrænan landbúnað mega ekki nota tilbúinn áburð – og hinn náttúrulegi áburður, búfjáráburður (þ.e. tað, dýraskítur), virkar ekki eins vel. Hefðbundnir bændur nota gjarnan tilbúinn áburð, en mættu þó gjarnan hugsa sig tvisvar um. Tilbúinn áburður er orsök gríðarstórs hluta þess CO2 útblásturs sem kemur frá landbúnaði. Auk þess er tilbúinn áburður slæmur fyrir vatnafar þar sem áburðurinn er gerður úr köfnunarefni sem veldur því að fiskurinn deyr þegar það kemst í ár og firði.

 

Loftslagsbreytingar

Annað vandamál sem ber að gefa gaum að – og er hægt að lesa meira um í greininni um loftslag og korn – er áhrif loftslagsins á kornið. Hin hnattræna hlýnun veldur hærra hitastigi, sem í grunnin hentar plöntunum ágætlega – a.m.k. við fyrstu sýn. Í fyrsta lagi er hitinn einungis góður fyrir plönturnar hafi þær nóg af vatni – en vatnsskortur er einmitt vandamál sem mörg þeirra landa sem framleiða korn glíma nú við. Í öðru lagi hafa rannsóknir leitt í ljós að korn sem vex hraðar inniheldur um 30% minni orku, sem veldur því að við þurfum að neyta enn meira korns til að verða södd. Hægt er að komast hjá þessu með tilbúnum áburði, en líkt og komið hefur fram, veldur hann einnig ýmsum vandamálum. 

 

Korn fortíðar grunnur framtíðar

Ein lausn væri að leita leiða til að yrkja fleiri gerðir korns en eingöngu þær hefðbundnu sem ræktaðar eru í dag. Fyrir einungis 100 árum voru nefnilega mun fleiri ólíkar korntegundir á ökrunum en nú á dögum. Það er vegna þess að bændur í dag sækjast allir eftir korni sem vex á sama hátt og hefur eins marga kjarna og mögulegt er. Þar af leiðandi er afar lítil fjölbreytni á því korni sem finnst á ökrunum. 

 

Þegar kornið er mjög einsleitt verður það því miður útsettara fyrir sjúkdómum: vírusar, sveppir og bakteríur ráðast á tiltekna veikleika plantna – og ef plönturnar eru allar eins hafa þær einnig sömu veikleika. Það þýðir að bændurnir neyðast til að sprauta meira eitri – því sem kallað er meindýraeitur eða plágueyðir – á akrana til að berjast gegn sjúkdómunum. Því miður heyrast sífellt fleiri raddir sem telja ekki hollt fyrir mannskepnuna að borða plöntur sem hafa verið sprautaðar með eitri. 

 

Á Norðurlöndunum fyrirfinnst Norræni genabankinn en þar eru varðveitt nokkur fræ af hinum gömlu korntegundum sem bændur notuðu fyrir 100 árum og fyrir það. Undanfarið hafa sumir bændur enduruppgötvað þann styrk sem fylgir því að hafa margar ólíkar korntegundir á akrinum - sem hefur í för með sér að gömlum korntegundum og –gerðum er nú plantað á nýjan leik. Þær bera nöfn eins og emmer, einkorn og spelt. Áhugavert er að nokkrar þessara korntegunda veita þeim sjúkdómum viðnám sem helst herja á nútíma korntegundir – og þá er óþarfi að eitra.

 

Einnig er hægt að rækta villtar plöntur og kynbæta þær – líkt og gert hefur verið með korn í mörg þúsund ár – svo við fáum nýjar ræktarplöntur á akrana. Þær plöntur gætu kannski hentað vel til ræktunar í þurrum jarðvegi eða miklum hita, eða í votlendi án þess að krefjast þurrkunar. Þannig væri hægt að nýta ræktarlandið án hinna neikvæðu afleiðinga.

 

Önnur mikilvæg staðreynd sem komið hefur í ljós er að hinar eldri korntegundir innihalda meiri næringu en nútíma korntegundir – einnig fleiri vítamín sem og meira prótín. Að sama skapi er afar jákvætt að geta ræktað jörðina án þess að það skaði loftslagið. Vandamálið er að á hinum eldri korntegundum eru ekki eins mörg frækorn á hverju strái – en það er einmitt það sem við köllum uppskeru. Ef nægur matur fyrir alla jarðarbúa á að vera til, þurfum við ef til vill að innleiða nýjan hugsunarhátt. Ef við borðum meira korn og minna kjöt, skapast nefnilega meiri fæða fyrir alla. En það er ekki svo auðvelt að láta af venjum sínum...

Skráðu þig inn til að sjá fleira

Verkefni

 • Krossaspurningar

 • Þemaverkefni

  • 1Þemaverkefni

   Ræðið saman í bekknum um hverjir séu kostir og gallar við annars vegar náttúrulegan áburð og hins vegar tilbúinn áburð. Ræðið frekar hvers vegna bændur velja aðra gerð framar hinni og öfugt.

  • 2Þemaverkefni

   Skiptið bekknum upp í tvo hluta. Annar hópurinn ræðir kostina við tilbúinn áburð, hinn hópurinn ræðir kostina við náttúrulegan áburð. Veljið einn úr hvorum hóp til að taka þátt í rökræðum um hvor áburðurinn sé betri. 

 • Vinabekkur

  • 1Vinabekkur

   Skrifið niður tillögur um hvað geti stuðlað að sjálfbærri kornrækt. Sendið tillögurnar til vinabekkjarins og útbúið sameiginlegt plagg með öllum hugmyndunum. Ræðið hvað þið haldið að muni virka best og hvað sé mögulega erfiðast að framkvæma.