Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Kennsluleiðbeiningar

Kennslumarkmið

{{learningObjectiv.description}}

Verkefninu hefur nú verið skilað

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Athugasemd

Verkefni

{{assignment.Comment}}

Fara í verkefni
print

Orkugjafar framtíðarinnar

Fremtidensenergi.jpg

 

Bæði á Norðurlöndum og í Evrópu, og raunar um allan heim, hefur orðið sannkölluð sprenging í aukinni orkunotkun fyrir lýsingu, flutninga, matargerð og vöruframleiðslu undanfarin hundrað ár eða svo. Það er undarlegt að ímynda sér heiminn án sjónvarpa og tölva, en þó er enn til fólk sem man þá tíð. Ef við reynum líka að sjá heiminn fyrir okkur án bíla, síma og rafmagnslýsingar erum við komin tæp hundrað ár aftur í tímann. Við getum líka bætt við þægindum á borð við vatnskrana, ís- og frystiskápa á þann lista. Og það heyrir einnig sögunni til að geta aðeins hlustað á tónlist leikna á staðnum - á órafmögnuð hljóðfæri.  Allir þessir hlutir þarfnast þess sama til að geta virkað - orku.


Nú á dögum orkunotkun heimsins nánast eingöngu háð einhvers konar bruna á olíu, kolum og gasi. Þessi efni köllum við einu nafni jarðeldsneyti. Nafnið á rætur sínar að rekja til þess að við brennum í rauninni dauð dýr og plöntur sem hafa varðveist undir þrýstingi í jörðu í margar milljónir ára. Á mörgum tungumálum er notað orð sem merkir í raun„steingert eldsneyti“ en í jarðeldsneyti eru einmitt leifarnar af dauðum dýrum og plöntum.


Orka fyrir framtíðina


Fæstir geta hugsað sér að vera án nútímatækja og -þæginda og því er mikilvægt að leita annarra orkumöguleika en frá jarðeldsneyti. Jarðeldsneytinu fylgja nefnilega tvö vandamál. Fyrst ber að nefna mikla losun koltvísýrings við bruna þess. Koltvísýringur er ekki eitraður en ef mikið meira magn af honum, meira en það er í dag, fer út í loftið – eða andrúmsloftið eins og við köllum það líka – veldur hann enn meiri hlýnun jarðar. Þetta hefur kannski ekki svo mikil áhrif á okkur hér á Norðurlöndum. Við yrðum líklega bara ánægð með að hitastigið myndi hækka um þrjár til fjórar gráður, en það hefði afdrifaríkar afleiðingar fyrir stóran hluta heimsins, sem birtast í flóðum, þurrkum, hungursneyðum og því að stór landsvæði geti hreinlega horfið vegna þess að mikið magn íss myndi bráðna á Norður- og Suðurpólnum, sem leiðir til þess að yfirborð hafanna hækkar og þau flæða yfir landsvæði sem liggja nærri sjó.


Hitt vandamálið er einfaldara. Það reynist sífellt erfiðara að uppgötva nýjar olíu- og gaslindir. Fyrr eða síðar kemur að því að engar slíkar verða eftir.


Vísindamenn áætla að árið 2030 muni Evrópusambandslöndin 27 neyðast til að flytja inn 93 prósent olíunnar sem þau þurfa á að halda.  Aðrir valkostir og lausnir á þessari miklu notkun jarðeldsneytis eru til dæmis:


Vind- og sólarorka


Framleiðsla raforku með nýtingu vinds þegar hann blæs og sólar þegar hún skín. Þessi tækni er þegar orðin útbreidd í dag. Henni fylgja vandkvæði þar sem hún framleiðir aðeins raforku á ákveðnum tímum sólarhringsins og getur því ekki uppfyllt orkuþörf okkar að fullu.


Lífmassi


Nýting á afgangsafurðum sem til falla við landbúnað, en þær má brenna og nota til að framleiða raforku, auk þess sem hægt er að breyta þeim í lífetanól. Lífetanólið getur svo komið í staðinn fyrir bensín og dísilolíu í bílum framtíðarinnar. Áskorunin sem við stöndum frammi fyrir varðandi lífmassa er sú að eftir því sem orkunotkun okkar heldur áfram að aukast munum við líka nota síaukinn hluta af ræktarlandi okkar til að framleiða uppskeru sem verður brennd í stað þess að við borðum hana.


Kjarnorka


Á öllum Norðurlöndunum fer fram umræða um það hvort kjarnorka geti leyst orkuvandamál landanna í framtíðinni. Kjarnorka losar minni koltvísýring út í loftið en jarðeldsneyti en hún myndar einnig geislavirk efni sem eru afar hættuleg. Stór hluti orkuframleiðslunnar í Finnlandi og Svíþjóð fer fram með kjarnorkuvinnslu en í Danmörku, Noregi, á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi er ekki notuð kjarnorka.


Samrunaorka


Nú á dögum er lögð rík áhersla á að rannsaka hvort mögulegt sé að framleiða orku með sama hætti og í sólinni. Slík framleiðsla krefst mjög sérhæfðs búnaðar og þarf að fara fram við afar hátt hitastig en ýmsar vísbendingar eru um að hugsanlega finnist lausn á því í framtíðinni.


Vetnisorka


Vetni er sprengifim lofttegund sem nota má til að geyma orku, til dæmis frá vindmyllum og sólarrafhlöðum, þannig að hægt sé að nálgast orkuna þegar þörf er á. Tæknin er þegar til staðar og hún er mjög umhverfisvæn. Vandamálin sem við stöndum frammi fyrir í dag eru hins vegar að efnarafalarnir, sem notaðir eru til að ná orkunni úr vetninu, eru ekki nægilega traustir og orkumagnið sem fæst úr hverjum efnarafal er lítið.


Fyrir utan þessa möguleika má nefna fjölda annarra, minna þekktra, lausna. Til dæmis nýtingu orkunnar sem myndast í öldugangi. Þið getið fræðst meira um ólíka orkunýtingarmöguleika undir viðfangsefninu Orkugjafar.

Skráðu þig inn til að sjá fleira

Verkefni

 • Krossaspurningar

  • 1Krossaspurningar

   Test deg selv: Hvor mye av teksten har du forstått?

 • Þemaverkefni

  • 1Þemaverkefni

    

   Gerðu yfirlitstöflu fyrir einn dag þar sem þú gerir grein fyrir því hvað þú þarft mikla orku, bæði raforku og varma. Skiptu töflunni upp í morgun, miðjan dag og kvöld. Þú getur t.d. byrjað á að hugleiða hvað þú gerðir þegar þú vaknaðir um morguninn. Kveiktir þú á ljósi, eða á sjónvarpinu? Var hlýtt inni, jafnvel þótt það væri kalt utan dyra? Hvernig fórstu í skólann? Er farsíminn þinn hlaðinn? Ræddu að endingu um það hvernig lífið væri án aðgangs að öllum þessum orkugjöfum.

  • 2Þemaverkefni

    

   Veldu einn af orkugjöfum framtíðarinnar og lýstu því hvaðan sú orka kemur og hvers vegna þú telur að þessi orkugjafi gæti reynst vel í framtíðinni. Útbúðu kynningu fyrir bekkinn þinn.

  • 3Þemaverkefni

    

   Kynntu þér með hvaða aðferðum skólinn þinn er hitaður upp og lýstu því hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja að orkan nýtist sem allra best. Skoðaðu til dæmis einangrun, glugga og loftræstikerfi. Ræddu þessi atriði og hvort hægt er að gera fleira í framtíðinni til að tryggja sem mestan orkusparnað.

 • Vinabekkur

  • 1Vinabekkur

    

   Deilið upplýsingum sem þið hafið safnað um upphitun skólans (þemaverkefni 3) með vinabekknum ykkar. Hvað er líkt og hvað ólíkt? Af hverju stafar munurinn?

  • 2Vinabekkur

    

   Búið til stuttmynd þar sem sést hvernig það væri að vera í skólanum ef þar væri allt í einu hvorki rafmagn né hiti. Notið farsímamyndavél eða svipað tæki til að taka myndina upp og hlaðið henni svo upp á svæði vinabekkjarins. Skiptist á skoðunum á myndböndunum.

  • 3Vinabekkur

    

   Teljið upp alla orkugjafa framtíðarinnar sem ykkur koma í hug – og veljið svo þær þrjár lausnir sem ykkur finnast bestar. Rökstyðjið valið og sendið rökstuðninginn til vinabekkjarins ykkar. Eru báðir bekkir sammála?