Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Kennsluleiðbeiningar

Kennslumarkmið

{{learningObjectiv.description}}

Verkefninu hefur nú verið skilað

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Athugasemd

Verkefni

{{assignment.Comment}}

Fara í verkefni
print

Um sólarorku

Bekkur 8.-10. bekkur Námsgrein Náttúrufræði Námsáhersla Efni og orka Þema Orkugjafar Efni Endurnýjanleg orka Rafmagn Tegund Texti
Omsolenergi.jpg

Sólarorka er hrein orka, en hún er álíka óáreiðanleg og veðurfarið á Norðurlöndunum. Að vetrarlagi sést t.a.m. ekki mikið til sólar – og jafnvel alls ekki hjá þeim sem búa nyrst. Og jafnvel þegar sólin skín felst vandinn í því að enn hefur ekki verið fundin upp skilvirk aðferð til að geyma sólarorkuna. Þyrfti ekki að rannsaka þetta mál betur?
Sólargeislar eru afar orkuríkir og á milljónum ára hafa plönturnar þróað leiðir til að nýta sér þessa orku til vaxtar. Það er sólin sem gerir tómötum, túlípönum og trjám kleift að frjóvgast og vaxa. Hún lætur vindana blása. Hún veldur uppgufun úr stöðuvötnum og hafinu sem síðar breytist í regn og snjó – og hún þurrkar flíkurnar sem hanga úti á snúru. Sólin var til milljörðum ára áður en manneskjan kom til sögunnar. Þó er það ekki fyrr en á allra síðustu árum sem við höfum lært að nýta sólarorkuna í t.d. raforkuframleiðslu eða til vatnsupphitunar.


Sólfangarar og sólarrafhlöður


Við getum náð okkur í sólarorku án þess að hreyfa litlafingur. Sólin verður til dæmis til að hita upp heimili okkar, einfaldlega með því að skína inn um gluggana. Þetta er kallað óvirkur sólarhiti. Sólarorka er hrein orka en hún er líka óáreiðanleg. Algengt er að ský dragi fyrir sólu og sólin skín auðvitað heldur ekki á nóttunni. Vandinn er því sá að enn hefur ekki verið fundin upp skilvirk aðferð til að geyma sólarorkuna.
Í megindráttum eru til tvær aðferðir í dag til að nýta sólarorku. Þegar sólfangarar nýta hitann frá sólinni til að hita upp vatn, sem geymt er í einangruðum tönkum fram að notkun er það kallað sólarvarmi. Hægt er að nota sólarvarma með sólföngurum í bland við alla aðra orkugjafa og þessi aðferð er umhverfisvæn og hagkvæm leið til að framleiða heitt vatn. Uppsetning á sólarvarmabúnaði hefur að öllu jöfnu í för með sér 60–70 prósenta lækkun á útgjöldum vegna vatnsupphitunar.
Með sólarrafhlöðum – sem eru hin leiðin til að nýta sólarorku – er hægt að breyta geislum sólar í rafmagn. Það má hæglega geyma sólarorku í rafhlöðu. Það er þó enn sem komið er fremur dýrt. Sólarorku er því ekki hægt að nota sem aðalorkugjafa. Notkun á sólarorku er háð því að aðrar orkutegundir taki við þegar sólin hleypur í felur. Í framtíðinni verður líklega hægt að nota sólarrafhlöður til að kljúfa vatn í vetni og súrefni. Vetnið er hægt að geyma og nota síðar til að framleiða orku og með því móti er hægt að umbreyta sólarorkunni í eitthvað sem hægt er að geyma.
Bæði sólfangarar og sólarrafhlöður eru í eðli sínu einfaldur búnaður. Því eru þessar lausnir bæði varanlegar og þarfnast lítils viðhalds.


Sólarorka framtíðarinnar


Í fyrirsjáanlegri framtíð mun vísindamönnum án efa takast að þróa mun skilvirkari sólarrafhlöður en þekkjast í dag. Það mun gera sólarorku að ódýrari valkosti. Að sama skapi er líklegt að sólarrafhlöður framtíðarinnar verði einfaldlega settar inn í rúðugler og þannig verði hægt að nýta orku sólarinnar á sama tíma og horft er út um glugga.
Sólarrafhlöður framtíðarinnar verður einnig hægt að nota til að framleiða vetni, sem er eldsneyti fyrir efnarafala. Með þeim hætti verður hægt að nýta sólarrafhlöðurnar á tímum sem þær myndu annars framleiða umframrafmagn sem ekki væri hægt að geyma. Algengt er að sólarrafhlöðubúnaður sé þannig útbúinn að bæði sé hægt að kaupa og selja rafmagn ef maður hefur tengt búnaðinn við opið raforkukerfi. Þegar maður framleiðir meira rafmagn en maður notar er því hægt að selja umframrafmagnið á sama verði og maður greiðir sjálfur fyrir.
Á síðustu árum hefur einnig komið fram á sjónarsviðið stærri sólarrafhlöðubúnaður sem getur séð heilu bæjunum fyrir heitu vatni. Þá nýta menn gjarnan stór svæði í grennd við bæinn til að setja upp sólfangara þar sem vatnið er geymt í gríðarstórum vatnsturni og því síðan dreift til íbúa bæjarins þegar þeir þurfa að skreppa í bað eða vaska upp.

Skráðu þig inn til að sjá fleira

Verkefni

 • Krossaspurningar

 • Þemaverkefni

  • 1Þemaverkefni

    

   Hvaða þrjár gerðir orku fáum við í dag frá sólinni? Lýstu þessum þremur gerðum og því hvernig hægt er að nota þær á venjulegu heimili.

  • 2Þemaverkefni

    

   Hvað er sólarljós? Lýsið sólinni og gerið teikningu af henni, og lýsið því hvernig orka sólarinnar berst niður til jarðarinnar. Hvað tekur það sólarljósið langan tíma að berast frá sólinni til jarðarinnar?

  • 3Þemaverkefni

    

   Reiknaðu út hvað þarf margar sólarsellur til að anna orkunotkun skólans þíns, ef við gefum okkur að:


       Ein sella gefi 300 W
       Ein sella sé 150 x 80 cm á stærð
       Ein sella gefi frá sér rafmagn (300 W) í að meðaltali sex klukkustundir á dag


   Hvað myndu þessar sólarsellur þurfa mikið pláss? Yrði pláss fyrir þær á þaki skólahússins?

 • Vinabekkur

  • 1Vinabekkur

    

   Sólin færir okkur líf og hita. Takið myndir sem eru lýsandi fyrir orkuna frá sólinni og sendið þær, ásamt stuttri frásögn, til vinabekkjarins ykkar.

  • 2Vinabekkur

    

   Gerið myndband þar sem þið segið frá sólkerfinu. Hvað heita pláneturnar og hvað er það sem gerir jörðina okkar einstaka, samanborið við hinar pláneturnar? Hlaðið myndbandinu upp á svæði vinabekkjarins og skoðið þeirra myndband.