Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Kennsluleiðbeiningar

Kennslumarkmið

{{learningObjectiv.description}}

Verkefninu hefur nú verið skilað

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Athugasemd

Verkefni

{{assignment.Comment}}

Fara í verkefni
print

Sól til raforkuframleiðslu

Soltilelektricitet.jpg

Margir vasareiknar og úr þiggja orku sína úr sólarrafhlöðum. Gervihnettir sem hringsóla um jörðina og sjá okkur fyrir GPS-merkjasendingum og sjónvarpsútsendingum þiggja orku sína frá sólarrafhlöðum. Sólarrafhlaða framleiðir rafmagn beint úr geislum sólarinnar, án þess að notast við tannhjól eða annan búnað sem er á hreyfingu. Af þessum sökum er ansi fátt sem getur bilað í sólarrafhlöðu. Og ef mörgum sólarrafhlöðum er raðað hlið við hlið getur maður lagt þær á þakið á heimili sínu og látið þær framleiða þar rafmagn. Einnig er hægt að tengja mörg hundruð eða jafnvel þúsundir þeirra saman í sólarrafhlöðugörðum sem staðsettir eru fyrir utan borgarsvæði og með þessum hætti er hægt að framleiða mikið magn rafmagns. Sólarrafhlöðubúnaður getur framleitt rafmagn án nokkurrar mengunar í allt að 30 ár.


Hvernig virkar sólarrafhlaða?


Sólarrafhlöður umbreyta orku sólarinnar í rafmagn með því að nýta það sem nefnist ljósröfunarstyrkur efnisins. Í stuttu máli gerist þetta þegar ljós skellur á tilteknum efnum og þau losa þær rafeindir sem hringsóla um frumeindina. Eitt best þekkta efnið til ljósröfunar heitir kísill – og það er einnig mest notað við framleiðslu á sólarrafhlöðum.
Sólarljósið samanstendur af orku sem nefnist ljóseindir. Þegar ljóseindirnar skella t.a.m. á kísilfrumeind umbreytist orka þeirra í rafeindir sem losna úr læðingi – á svipaðan hátt og þegar maður spilar snóker. Þar skýtur maður kúlu sem stöðvast þegar hún skellur á annarri kúlu og flytur orku sína yfir í hana.
Að leysa rafeindina úr læðingi er þó aðeins helmingur verkefnisins sem þarf að leysa. Til að búa til rafstraum þurfa lausu rafeindirnar að vera á hreyfingu. Þetta er gert með því að nota annað lögmál. Það nefnist ljósspennulögmálið. Það myndast nefnilega mismunandi spenna eftir því hvaða efnum ljósið skellur á. Þess vegna er kíslinum blandað við önnur efni, sem einkum eru af tveimur gerðum. N-gerðin er efni sem inniheldur of margar rafeindir og P-gerðin inniheldur of fáar rafeindir. Þegar rafeindir losna frá kíslinum fara þær á hreyfingu vegna spennumismunarins á milli þessara efna. Með þessum hætti er hægt að breyta ljósi í rafstraum.


Verð


Kísill er dýrt efni og því eru sólarrafhlöður enn dýrar miðað það rafmagn sem þær geta framleitt. En þær verða sífellt ódýrari og vísindamenn vinna að því að finna önnur efni í stað kísils til að nota við framleiðslu á sólarrafhlöðum.
Hins vegar getur í mörgum tilfellum samt borgað sig að setja upp sólarrafhlöður – jafnvel þótt þær séu gerðar úr kísli. Margir tjaldvagnar og seglskútur búa t.a.m. yfir sólarrafhlöðum vegna þess að dýrt getur verið að kaupa rafmagn á tjaldstæðum og á hafnarsvæðum. Margir vitar eru einnig knúnir orku úr sólarrafhlöðum. Í þeim tilfellum eru þeir búnir rafhlöðu sem geymir orkuna.
Hefðbundnar sólarrafhlöður geta umbreytt 9-15 prósent sólarorkunnar yfir í rafmagn. En nýjustu og bestu kristallarnir geta nýtt allt að 40 prósent sólarorkunnar.

Skráðu þig inn til að sjá fleira

Verkefni

 • Krossaspurningar

 • Þemaverkefni

  • 1Þemaverkefni

    

   Mörg lítil raftæki eru búin sólarrafhlöðu. Taktu myndir af nokkrum slíkum tækjum hjá bekkjarfélögunum og lýstu því hvaða tæki þetta eru. Eru einhverjir hlutir og tæki sem þú telur að gætu hugsanlega nýtt rafmagn frá sólarrafhlöðu í framtíðinni?

  • 2Þemaverkefni

    

   Lýstu því hvernig sólarrafhlaða virkar og teiknaðu skýringarmynd til að sýna það.

  • 3Þemaverkefni

    

   Ræddu kosti og galla þess að nota sólarrafhlöður til að framleiða raforku.

 • Vinabekkur

  • 1Vinabekkur

    

   Komist að því hvar næsti sólarrafhlöðugarður er frá skólanum. Finnið myndir af honum á netinu og segið frá hversu stór hann er og í hvað raforkan sem hann framleiðir er notuð. Sendið vinabekknum ykkar myndirnar og gerið samanburð. Hvar er notkun sólarrafhlaðna algengust? Hvernig stendur á því?