Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Kennslumarkmið

{{learningObjectiv.description}}

Verkefninu hefur nú verið skilað

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Athugasemd

Verkefni

{{assignment.Comment}}

Fara í verkefni
print

Hvað er plast?

Bekkur 8.-10. bekkur Námsgrein Náttúrufræði Námsáhersla Tækni og framleiðsla Þema Auðlindir Efni Efnafræði Plast Tegund Texti
shutterstock_169794539.jpg

Plast er efni sem finna má í mörgum ólíkum stærðum og gerðum, lögun og litum. Bæði á Norðurlöndunum og víðar í veröldinni er plast notað í allan mögulegan varning, svo sem umbúðir, húsgögn, vefnaðarvörur, leikföng og rafmagnstæki. Plastefni er afar endingargott og má endurnýta margoft, sé það meðhöndlað á réttan hátt. Ef plastið er ekki endurunnið rétt endar það hins vegar sem mengun í náttúrunni.

 

Úr hverju er plast?

Plast er ýmist framleitt úr hráolíu eða jarðgasi. Hráolía samanstendur af mörgum ólíkum efnum og til að nýta efnin verður að hreinsa olíuna í stórum mannvirkjum. Hráplast (óunnið plast) er ekki framleitt á Norðurlöndunum öllum, heldur einungis í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi.

Með því að vinna hráolíuna á ólíkan hátt, má framleiða mismunandi tegundir af plasti: þ.e. framleiðsluháttur hráolíunnar ræður því hvaða tegund plasts verður til.Til eru þúsundir af mismunandi plastgerðum með ólíka eiginleika, s.s. endingu, útlit og sveigjanleika. Plasti má skipta í tvo meginflokka:

 • Mjúkplast (Termóplast): plastefni sem mýkist þegar það er hitað og harðnar við kælingu.
 • Harðplast: plastefni sem mýkist ekki við hitun að mótun lokinni og er því ekki hægt að endurmóta.

 

PVC-plast og merkingar

Ein algengasta gerð plasts kallast PVC-plast (Poly-Vinyl-Clorid), sem er t.a.m. í regnfötum, leikföngum og garðhúsgögnum. PVC er afar endingargóð plasttegund, en þegar efnið endar sem rusl í náttúrunni veldur það umhverfismengun. Þess vegna er mikilvægt að skila PVC-plasti á endurvinnslustöðvar. Einnig er mikilvægt að hafa varann á sér gagnvart mjúku PVC, þar sem þess konar PVC er yfirleitt mýkt með hormónatruflandi efnum sem kallast þalöt (e. Phthalates) og eru skaðleg okkur mönnunum.

 

Sé vara merkt með litlum þríhyrningi með tölunni 3 í honum miðjum, þýðir það að varan inniheldur PVC-plast. Merkingin er þó valfrjáls, svo plastvara getur innihaldið PVC þó svo að hún sé ekki þannig merkt.  

 

Það eru því ekki allar gerðir af plasti notaðar undir mat og drykkjarvöru. En ef plastafurð, t.d. plastílát, er merkt með glas- og gaffalmerki, má nota hana undir mat. Merkið er þó ekki að finna á þeim vörum sem augljóslega eru ætlaðar matföngum, s.s. plastdiskum, plasthnífapörum, o.s.frv. Þess konar plast er óþarfi að fara sérstaklega með í endurvinnslu.

 

Plastafurðir

Á Norðurlöndunum eru ótal ólíkar plastvörur notaðar dag hvern. Allt frá plasttannburstanum sem við notum til að bursta tennurnar á morgnana, til tölvunnar sem inniheldur búnað úr plasti, og þar til við leggjumst á koddann og slökkvum á plastlampanum á náttborðinu.

 

Sumt plast má endurnýta margoft, sé það endurunnið á réttan hátt. Það gildir t.a.m. um plast sem notað er í flutningakassa og gáma af ýmsum stærðum, s.s. bjór- og gosdrykkjakassa sem og flöskur undir gosdrykki. Annað plast, t.a.m. plastumbúðir fyrir mat, eru einnota. Þess konar plast er hægt að brenna.

 

Þar sem stór hluti af því hráefni sem finnst á jörðinni er notað til að framleiða umúðir væri afar jákvætt að reyna að takmarka plastnotkun. Plastnotkun eykst þó ennþá og samkvæmt tölum frá árinu 2014 henda Norðurlandabúar um 70.000 tonnum af plasti ár hvert. Til að draga úr plastnotkun mætti nota önnur efni, svo sem gler, málm og hreinan pappa. Öll þessi efni má sem betur fer endurvinna, svo við gætum á þann hátt farið sparlegar með auðlindirnar. 

  

Lífrænt plastefni og lífbrjótanlegt plast

Lífrænt plastefni (e. Bioplastics) er framleitt úr lífrænu efni eins og maís, korni eða sykurreyr, og getur verið niðurbrjótanlegt – en er það þó ekki í öllum tilvikum. Niðurbrot á lífrænu plasti felst í því að örverur nærast á efninu svo það brotnar niður og er endurnýtt. Efnið sem notað er í framleiðslu á lífrænu plasti gæti allt eins verið notað í matvöru, sem er vert að gefa gaum, þar sem um 790 milljónir manna skortir mat í heiminum.

 

Lífbrjótanlegt plast (e. Biodegradable plastic) er hins vegar búið til úr venjulegu plasti, en inniheldur einnig sérstakt efni sem veldur því að það brotnar niður, komist það í tæri við koltvísýring (CO2) og vatn. Því á ekki að henda þess konar plasti á víðavangi – þar sem það tæki efnið mörg ár að brotna niður í náttúrunni – heldur krefst efnið tiltekins umhverfis þar sem höfð er stjórn á hita, súrefni, útfjólubláum ljósum og/eða ensímum – sem saman umbreyta plastinu. Umskiptin eiga sér stað í iðnaðarsafnhaugum við hátt hita- og rakastig.

 

Örplast (míkróplast)

Ef niðurbrjótanlegum plastpoka er hent í hafið, brotnar hann niður í ótal örsmáar agnir. Þegar agnirnar verða minni en 5 millimetrar að stærð kallast þær örplast (eða míkróplast). En örplast getur ratar í hafið eftir öðrum leiðum: það kann að koma úr fötunum sem við klæðumst og öðrum vefnaðarvörum – sem skilja út milljónum plasteinda í hvert sinn sem klæðin eru þvegin, og þær enda síðan í hafinu. Örplast er þó einnig unnið beint og sett í tannkrem, krem og málningu til að framkalla grófa áferð. Það kann því að vera plast í tannkreminu þínu, sem skolast á haf út þegar þú spýtir því í vaskinn. Eins geta verið um 350.000 agnarsmáar plasteindir í einni kremdollu.

 

Örplast í hafinu hefur í för með sér að sjávardýr og sjófuglar éta plastið: t.d. hafa yfir 90% allra sjófugla innbyrt plast. Plastið endar svo á matborði mannskepnunnar í fæðu líkt og hunangi, bjór og víni.

Skráðu þig inn til að sjá fleira

Vissirðu að...

Orðið plast er dregið af gríska orðinu „plastikos“ sem merkir „það sem unnt er að forma, mynda“.

Verkefni

 • Krossaspurningar

 • Þemaverkefni

  • 1Þemaverkefni

   Hversu vel stendur bærinn þinn að endurvinnslu?

   • Flokkar skólinn þinn rusl? Reyndu að komast að því hvað er gert við ruslið í skólanum þínum.
   • Hvað verður um ruslið í bænum þínum? Farðu á netið og leitaðu að upplýsingum um hvernig bærinn flokkar ruslið.
   • Flokkið þið og endurvinnið plast heima hjá þér? Segðu sessunaut þínum frá því hvað gert er við plast á þínu heimili.

    

  • 2Þemaverkefni

   Hversu lítið af plasti er mögulegt að nota á einum skóladegi?

   • Gerðu yfirlit yfir hvaða hlutir eru búnir til úr plasti sem þú notar venjulega á einum skóladegi. Hversu lítið af plasti gætirðu komist upp með að nota á einu degi?
   • Dróstu úr plastnotkun þinni yfir skóladaginn? Gerðu lista yfir þá plasthluti sem þú notaðir ekki og það sem þú notaðir í stað þess að nota plast.
   • Berðu þínar niðurstöður saman við niðurstöður sessunautar þíns.
 • Vinabekkur

  • 1Vinabekkur

   Rannsakið hversu mikið er búið til úr plasti í skólastofunni.

   • Útbúið lista yfir þá hluti í skólastofunni sem eru gerðir úr plasti.
   • Er eitthvað af plastinu merkt? Hvers konar merkingar komið þið auga á?
   • Deilið listanum með vinabekknum ykkar.
   • Biðjið vinabekkinn um að koma með hugmyndir að því hvernig þið getið dregið úr plastnotkun í skólastofunni. Mætti skipta einhverju plasti út fyrir efni sem brotnar auðveldlegar niður? Hvað getur bekkurinn gert við það plast sem hann er hættur að nota?