Texti
Myndband
Leikir og þrautir
Samkeppni
Hljóðupptaka
Verkefni
Fagbókmenntir
Kennsluleiðbeiningar

Gleymt lykilorð?

 

Kennslumarkmið

{{learningObjectiv.description}}

Verkefninu hefur nú verið skilað

{{assignment.Index}} {{assignment.Type}}

Athugasemd

Verkefni

{{assignment.Comment}}

Fara í verkefni
print

Hvernig má draga úr plastmagni í náttúrunni?

Bekkur 8.-10. bekkur Námsgrein Náttúrufræði Námsáhersla Náttúra og umhverfi Þema Auðlindir Efni Plast Vistkerfi Tegund Texti
IMG_2957.JPG

Plastefni er nytsamlegt til margra hluta: það er endingargott, eykur hreinlæti t.a.m. hvað varðar matvöru og er hentugt. Hins vegar getur það haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir umhverfið, dýr og menn, ef það endar sem rusl í náttúrunni.

 

Niðurbrot á plasti og öðru rusli

Þar sem plast er gert til að endast eins lengi og mögulegt er, er plastið gífurlega lengi að brotna niður í náttúrunni. Sumar plasttegundir brotna niður í smærri eindir (jafnvel sameindir) komist þær í tæri við vatn, vind, varma og útfjólubláa geisla sólarinnar – hins vegar líður afar langur tími þar til plastið hverfur fyrir fullt og allt. Þetta ferli kallast niðurbrot.

 

Ef efni er lífbrjótanlegt (e. Biodegradable) þýðir það að örsmáar lífverur éta það, svo efnið er endurnýtt og brotið niður. Það á t.a.m. við um epli. Hins vegar eru langflestar plasttegundir ekki lífbrjótanlegar.

 

Áður en maður hendir rusli úti í náttúrunni er gott að velta því fyrir sér hversu langan tíma það tekur ruslið að brotna niður. Yfirlitið hér að neðan sýnir hversu lengi það tekur ýmsa hluti og hráefni u.þ.b. að brotna niður í sjó.

 

Efni

Niðurbrot í sjó

Dagblað

6 vikur

Eplakjarni (aldinsteinn)

2 mánuðir

Bómullarhanskar

1-5 mánuðir

Ullarhanskar

1 ár

Krossviður

1-3 ár

Málaður viður

13 ár

Dós úr tini

50 ár

Dós úr áli

80-200 ár

Plastflaska

Mörg hundruð ár  

 

Hvernig má draga úr plasti í náttúrunni?

Rusl í sjónum má mestmegnis rekja til rangrar ruslflokkunar og leka á frárennslisvatni, þ.e. klóaki. En þar sem nokkuð erfitt er að staðhæfa með fullri vissu hver sé stærsta orsökin fyrir rusli í hafinu, er einnig nokkuð erfitt að uppræta vandann.

 

Eitt stærsta vandamálið er þó án efa afstaða okkar til rusls í náttúrunni. Þess vegna er mikilvægt að við hugleiðum betur hverju við hendum í vaskinn, klósettið eða úti á götu. Evrópsk rannsókn frá árinu 2008 leiddi í ljós að viðhorf Norðurlandabúa til þess að henda rusli úti í náttúrunni er afar ólíkt eftir löndum: yfir 80% Dana voru sammála um að það væri í öllum tilvikum óafskanlegt að henda rusli úti í náttúrunni; hins vegar voru einungis um 50% Finna og Svía á sama máli.

 

Almennt er ruslmagn háð neyslu á varningi og matvöru: því meiri sem neyslan er, því meira verður ruslið. Ef við viljum draga úr notkun á plasti, gæti því verið sniðugt að minnka almenna neyslu á vörum og mat – sér í lagi umbúðanotkun.

 

Góð og ítarleg löggjöf er mikilvægur áfangi í baráttunni gegn sorpi í hafinu. Hafstraumar og vindar valda því að plastrusl sem hent er í einum heimshluta, getur endað hinum megin á hnettinum. Rusl er þannig alþjóðlegt vandamál, og því verður löggjöfin einnig að vera alþjóðleg. Í dag eru ansi mörg og ólík lög varðandi sjávarrusl. Lögin eru afar flókin og ná bæði yfir tiltekin svæði og lönd, en önnur eru alþjóðleg. Það er þó enn erfitt að fá lögunum framfylgt, þ.e. að koma í veg fyrir að reglurnar séu brotnar.

 

Meðhöndlun á sorpi

Á Norðurlöndunum gilda ýmsar reglur varðandi flokkun á rusli og hjálpa slíkar reglur til við að vernda umhverfið.

 

Besta leiðin til að draga úr rusli í hafinu er þó að reyna að koma í veg fyrir að nokkuð sorp endi í náttúrunni yfirleitt. Það getum við m.a. gert með því að hugleiða betur daglega umgengni við rusl: nammibréfi má t.a.m. stinga í vasann þar til maður finnur ruslatunnu; að reyna að ganga vel frá eftir sig eftir lautartúr eða sólbað á ströndinni, svo ekkert rusl fjúki á haf út. Þá mætti einnig gerast sjálfboðaliði til að safna sorpi í náttúrunni hjá einhverjum þeirra samtaka sem vinna í þágu hreinnar náttúru.

 

Horfið á kvikmynd strandhreinsunarverkefnisins „Hrein strönd“ í Tromsø, Noregi (myndin er á norsku):

 

Skráðu þig inn til að sjá fleira

Verkefni

 • Krossaspurningar

 • Þemaverkefni

  • 1Þemaverkefni

   Gerið könnun innan bekkjarins á afstöðu nemenda til náttúrumengunar.

   • Skiptið bekknum upp í hópa, hver hópur útbýr könnun varðandi eitt af eftirfarandi viðfangsefnum: sjávarmengun, flokkun á rusli, endurvinnsla eða sjálfbær lífstíll.
   • Gerið spurningalista sem innihalda svör á skalanum „sammála“ til „mjög ósammála“. Spurningin gæti þá t.a.m. verið: „Finnst þér í lagi að henda tyggjói á jörðina, þ.e.a.s. ekki í ruslafötu?“
   • Dragið saman niðurstöður og útbúið yfirlit yfir afstöðu bekkjarins til spurninganna.
   • Ræðið niðurstöðurnar. Komu svörin á óvart, eða voru þau eins og við mátti búast?

    

  • 2Þemaverkefni

   Leitið á netinu að umhverfissamtökum sem vinna að því að vernda náttúruna gegn rusli og mengun.

   • Lýsið því starfi sem samtökin sinna bæði innanlands sem og á alþjóðlegum grundvelli.
   • Hvaða lögum og reglugerðum vinna samtökin að því innleiða? Gilda einhverjir sáttmálar og/eða liggja fyrir samstarfsverkefni milli Norðurlandanna?
   • Hvaða ráð gefa samtökin til að stuðla að sjálfbærari framtíð?
   • Haldið kynningu á samtökunum fyrir bekkinn og ljúkið henni með ráðleggingum um það hvernig hver og einn getur stundað sjálfbæran lifnaðarhátt.
 • Vinabekkur

  • 1Vinabekkur

   Fylgist með rotnunarferli/niðurbroti og kynnið fyrir vinabekknum.

   • Setjið ávöxt og plasthlut í gegnsætt box.
   • Fylgist með niðurbrotsferlinu dag frá degi og takið myndir til að skrásetja þróunina.
   • Lýsið ferlinu. Er einhver munur á niðurbroti ávaxtarins og plasthlutarins?
   • Kynnið niðurstöðurnar fyrir vinabekknum. Voru þær ólíkar þeim sem vinabekkurinn fékk?